Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2334 svör fundust
Hver voru vinsælustu svör nóvembermánaðar 2018?
Í nóvembermánuði 2018 voru birt 56 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar við spurningunni Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur? Svör um striga...
Hvaðan kemur orðtakið 'ekki baun í bala'?
Orðatiltækið „ekki baun“ er gamalt í málinu. Það er þekkt úr gömlum rímum og eldra er sambandið e-ð dugir ekki meira en ein baun. Það kemur fyrir í Riddarasögum. Líkingin er dregin af því hversu smáar baunir eru. Yngra er að skeyta balanum aftan við. Það orð er valið annars vegar vegna þess hve lítið fer fyrir ein...
Er til orð sem merkir að vera ekki þyrstur, eins og andheitin saddur og svangur?
Hér er einnig svarað spurningu Berglindar Guðmundsdóttur: Hvaða eitt orð getur maður notað yfir það að vera ekki þyrstur?Eftir því sem best er vitað er ekki notað í íslensku andheiti orðsins þyrstur. Þyrstur er til dæmis ekki flettiorð í Íslenskri samheitaorðabók sem birtir andheiti séu þau kunn. Vissulega er ...
Unglingar tala um að „olla“ á hjólabrettum. Gaman væri að vita hvaðan það orð kemur.
Sögnin að olla mun komin úr ensku eða amerísku slangri. Þar er hún ýmist skrifuð olly eða ollie. Átt er við eitt aðalstökk hjólabrettamanna sem fer þannig fram að hjólabrettið loðir við fæturna í stökkinu og hjólabrettamaðurinn stendur enn á brettinu í lok stökksins. Hjólabrettakappi ollar á hjólabretti. Sög...
Hvað á maður að áætla mörg orð á hverja mínútu þegar munnleg framsögn fer fram?
Framsögn er mjög einstaklingsbundin og tilefni misjöfn. Stundum hentar að tala hægt til að leggja áherslu á það sem verið er að segja en aðeins stutta stund. Hraðmæli er sjaldan ákjósanlegt. Of hægur upplestur og ofskýrmæli missa marks vegna þess að hætt er við að athygli áheyrenda dofni. Of hraður og óskýr lestur...
Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?
Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum? Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku ø...
Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?
Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síð...
Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?
Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Bæði karlkyns og hvorugkyns eru til dæmis orðin fress, hor, hrís, kögur, plús, sykur. Kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis bjúga, hnoða, hveiti, jógúrt, saft, smíði, tál, þúsund. Í þremur kynjum eru skurn og vikur. Kvenkyns o...
Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Enn um orð sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hver/hvað er þessi „þaula“ sem menn spyrja stundum í? Hér er ekki einu sinni ljóst hvaða kyn þetta orð er, hvað þá fallbeyging,....ef þetta er á annað borð nafnorð yfirhöfuð! Karlkynsorðið þauli merkir ‘eitthvað síendurtekið ...
Hvaða líf er þetta í lífstykki og hvað er átt við með orðinu?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Orðið lífstykki er undarlegt orð, og ekki mjög lýsandi fyrir hvað þetta er. Hvaðan kemur eiginlega þetta orð, og hvað á það að þýða? Orðið lífsstykki var til í málinu að minnsta kosti þegar á fyrri hluta 17. aldar. Í bók um Tyrkjaránið 1627 segir: eg þá ekki haf...
Hvað er lambalágur?
Orðið lambalágur finnst ekki í söfnum Orðabókar Háskólans. Hugsanlega er um ásláttarvillu að ræða fyrir -láfur en það orð er notað um 'meis' eða 'laup'. Átt var við rimlakassa sem hey var borið í við fóðurgjöf. Lambaláfur er þá meis sérstaklega ætlaður undir hey handa lömbum. Orðið láfur er reyndar einnig notað um...
Getið þið sagt mér hvað orðin áraþollur og flóapollur merkja?
Orðið þollur hefur fleiri en eina merkingu. Ein þeirra er ‘keipur’ en með því orði er átt við umbúnað á borðstokki báts sem árin er lögð í við róður. Annað orð um það sama er samsetta orðið áraþollur. Árin er lögð í áraþoll þegar róið er. Orðabók Háskólans á engin dæmi um orðið flóapollur og ekki fannst það í út...
Hvort nafnið er réttara, Auðunn með tveimur n-um eða Auðun með einu n-i? Er önnur útgáfan kvenmannsnafn?
Nafnið Auðun(n) er talið sett saman úr liðunum auð-, samanber auður 'ríkidæmi' og -vin, samanber vinur, eiginlega 'dýrmætur vinur'. Samkvæmt því er nær upprunanum að skrifa Auðun með eini n-i. Löng hefð er hins vegar fyrir rithættinum Auðunn með tveimur n-um en þá hefur uppruni síðari liðar gleymst og nafnið verið...
Getur svo farið við skiptingu frumna að tveir eins litningar verði í sömu frumunni og hvað gerist þá?
Líkamsfrumur dýra og plantna eru yfirleitt tvílitna, það er með tvö eintök af hverjum litningi en oftast eru samstæðu litningarnir tveir ólíkir um breytingar í fjölmörgum genum erfðaefnisins. Ekki er útilokað að mistök í frumuskiptingu geti orðið til þess að tveir nákvæmlega eins litningar lendi í sömu frumu en þá...
Hvað eru mörg kattaár í einu mannsári?
Rétt eins og við mennirnir, þá þroskast og eldast kettir hraðast á fyrsta hluta æviskeiðs síns þegar þeir taka út vöxt. Hjá mannfólkinu stendur þetta tímabil yfir í 15-20 ár en hjá köttum nær það yfir fyrstu tvö árin í lífi þeirra. Sérfræðingar í kattalíffræði hafa metið það svo að þegar kettir eru eins árs jafngi...