Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7109 svör fundust

category-iconHagfræði

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?

Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...

category-iconLæknisfræði

Er fæðingartíðni barna með Downs að lækka og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?

Fæðingartíðni barna með Downs-heilkenni í hverju samfélagi byggir á nokkrun þáttum svo sem aldri mæðra, hvort og hvenær á meðgöngu greining á mögulegum litningagöllum á sér stað og hversu mörgum fóstrum með Downs-heilkenni er eytt. Þannig hefur hækkandi meðalaldur kvenna sem verða barnshafandi áhrif í þá átt að fl...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Um hvað fjalla ítölsku umræður Gíordanós Brúnós?

Ítalinn Gíordanó Brúnó (1548-1600) var fjölhæfur fyrirlesari og afkastamikill rithöfundur. Hann var alls óhræddur við að halda á loft skoðunum sínum og þeim kenningum sem hann aðhylltist. Hugsun hans gekk gjarnan gegn viðurkenndum skoðunum samtímans. Oft var Brúnó því ekki vært nema stutt á sama stað og var hann á...

category-iconHeimspeki

Er hægt að brjóta náttúrulögmál?

Nei, það er ekki hægt að brjóta náttúrulögmál. Það er einfaldlega í eðli slíkra lögmála að þau verða ekki brotin. Til að átta okkur á þessu þurfum við að byrja á því að skilja hvað náttúrulögmál eru. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? eru lögmál kenningar sem lýs...

category-iconLæknisfræði

Hvað er feit lifur og af hverju stafar hún?

Þegar fita safnast í lifrarfrumurnar er það kallað fitulifur. Fitulifur er oftast meinlaus og flokkast þá ekki sem sjúkdómur en hún getur einnig verið merki um alvarlegan sjúkdóm sem leitt getur til lifrarbilunar. Þetta fer fyrst og fremst eftir því hver orsökin fyrir fitusöfnuninni er. Algengustu orsakir eru miki...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?

Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hafa loftlagsbreytingar á sjávarlíf?

Þær veðurfarsbreytingar sem eiga sér nú stað vegna uppsöfnunar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koltvíildis (CO2), í lofthjúpi jarðar og í hafinu, sem gleypir mikið af koltvíildi, hafa margvísleg áhrif á vistkerfi hafsins. Vegna losunar gróðurhúsalofttegunda við brennslu og aðra athafnir mannkyns hefur hitastig ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Bjuggu Íslendingar enn í torfbæjum 1918?

Stutta svarið við þessari spurningu er „já, en torfbæjum fór þó fækkandi.“ Árið 1918 var tæplega helmingur íbúðarhúsa á Íslandi gerður að mestu eða öllu leyti úr torfi. Torfbæir voru þó mjög á undanhaldi og svo hafði verið síðan fyrir aldamótin. Samhliða manntali árið 1910 voru teknar saman skýrslur um húsakost...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum? Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsi...

category-iconHeimspeki

Er þjóðin stjórnarskrárgjafinn?

Hér er líka að finna svar við spurningunni: Hver er munurinn er á því að setja stjórnlög og önnur lög? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega já. Og þjóðin er í sama skilningi löggjafi. Þar sem í lýðræðisríki er valdið hjá almenningi eða þjóðinni, og þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda, er miki...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hafa lifandi dúfur verið notaðar í skotkeppni á Ólympíuleikunum?

Upprunalega spurningin var: Er hægt að segja aðeins frá því þegar það voru notaðar alvöru dúfur á Ólympíuleikunum í skotkeppninni? Margt af því sem einhvern tíma hefur átt sér stað í sögu Ólympíuleikanna kann að koma spánskt fyrir sjónir í dag. Meðal þess er notkun á lifandi dúfum í keppni í skotfimi. Þe...

category-iconKynjafræði

Hvað er gagnkynhneigðarhyggja?

Á heimasíðunni Hinsegin frá Ö til A, þar sem finna má fjölbreyttan fróðleik um hinsegin málefni, er gagnkynhneigðarhyggja (e. heterosexism eða homophobia) skilgreind á eftirfarandi máta: Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi?

Upprunalegu spurningarnar voru: Er möguleiki á að fólk greinist með falskt jákvætt próf og ef svo hversu miklar líkur eru á fölskum jákvæðum prófum? (Arnbjörg). Hversu áreiðanlegar eru niðurstöðurnar úr COVID-19 skimun/prófi hér á landi? Það er hversu mörg prósent af sýktum gefa fram jákvæða niðurstöðu? (Ottó)...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?! Stutta svarið við spurningunni er að engar alm...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?

Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...

Fleiri niðurstöður