Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4823 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni?

Frumeindir (af sama eða mismunandi toga) geta tengst öðrum frumeindum með efnatengjum (e. chemical bonds). Þrjár helstu tegundir þeirra eru samgild tengi, jónatengi og málmtengi. Samgild tengi (e. covalent bonds) er að finna í sameindum (e. molecules) og deila þá frumeindirnar með sér tengirafeindunum sem eru v...

category-iconStærðfræði

Hver var Ólafur Dan Daníelsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) kennari, vísindamaður og menntafrömuður var fæddur í Viðvík í Skagafirði, 31. október 1877. Eftir stúdentspróf 1897 hélt hann til Danmerkur til stærðfræðináms þar sem aðalkennarar hans voru H. Zeuthen og J. Petersen, báðir sérfræðingar í rúmfræði. Ritgerðir Ólafs eru undir sterkum...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...

category-iconHugvísindi

Hvort er erfiðara að gera krossgátur á íslensku en ensku?

Tveir þættir virðast aðallega hafa áhrif á hversu erfitt er að búa til krossgátu á tilteknu máli, annars vegar hversu mörg orð eru fyrir hendi í málinu til að setja í gátuna og hins vegar hversu auðvelt er að giska á orð út frá nokkrum stöfum og raða þeim saman í gátu. Fyrri þátturinn er reyndar ekki jafn takmarka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til hvaða rauntölu sem er úr ræðum tölum með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Það er aðeins hægt að búa til sárafáar rauntölur með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum á ræðar tölur; til dæmis getum við hvorki búið til e né pí (\(\pi\)) þannig. Því miður er þetta of flókið að útskýra það hér til hlítar, en í staðinn getum við útskýrt hvernig má...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu atriði Versalasamninganna og hvers vegna stuðluðu þeir ekki að varanlegum friði eins og stefnt var að?

Í svarinu verður fyrst og fremst fjallað um Versalasamningana eins og þeir snertu Þýskaland. Versalir er lítil borg 22 km suður af París. Í janúar 1919 flykktust þangað prúðbúnir leiðtogar sigurvegaranna í heimsstyrjöldinni fyrri til skrafs og ráðagerða um frið við Þýskaland sem ásamt bandamönnum sínum hafði b...

category-iconHugvísindi

Um hvað snerist Kúbudeilan?

Í stuttu máli snerist Kúbudeilan um vígbúnaðarkapphlaup og pólitískt stolt risaveldanna. Þau áttu bágt með að gefa eftir þegar deilan hafði náð ákveðnu stigi og eins hafa ýmsir fræðimenn fullyrt að Nikita Krúséff Sovétleiðtogi hafi teflt djarfan leik til að styrkja sig í sessi eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima o...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum?

Fótbolti er líklega vinsælasta íþrótt í heimi. Niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins í byrjun 21. aldarinnar sýndu að meira en 240 milljónir spila reglulega fótbolta í þeim 211 ríkjum sem eiga landslið á heimslista FIFA. Eins og geta má nærri er nokkuð erfitt að svara því hvað all...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er langt síðan Eyjafjallajökull gaus síðast og varð mikið jökulhlaup þá?

Eyjafjallajökull er eldkeila sem rís 1667 m yfir sjó. Á fjallinu er 80 km2 jökulhetta og út frá henni teygja sig nokkrir skriðjöklar og eru Gígjökull og Steinholtsjökull þeirra þekktastir. Í kolli Eyjafjallajökuls er lítil askja sem er um 2,5 km í þvermál, full af ís, og úr norðurenda hennar skríður Gígjökull (Hau...

category-iconHugvísindi

Hverjar voru meginástæður vesturferðanna?

Vesturferðir Íslendinga voru mestar á tímabilinu 1870-1914 þegar um 15.000 manns settust að í Norður-Ameríku. Þær voru hluti af stórfelldum þjóðflutningum sem áttu sér stað frá Evrópu til Ameríku en talið er að um 52 milljónir hafi flust yfir hafið frá 1846 til 1914. Ástæður vesturferða Evrópumanna voru margar, sv...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Edwin Hubble og hvernig breytti hann heimsmynd okkar?

Fáir vísindamenn tuttugustu aldar hafa haft jafnmikil áhrif á heimsmynd okkar og bandaríski stjarnvísindamaðurinn Edwin Powell Hubble (1889-1953). Hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið. Og ekki nóg með það, heldur sýndi hann líka að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnu...

category-iconHeimspeki

Hver var Jean-Paul Sartre og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Jean-Paul Sartre fæddist 21. júní 1905 í París. Faðir hans Jean-Baptiste sem var sjóliðsforingi veiktist og dó þegar Sartre var rúmlega árs gamall. Sartre flutti þá með móður sinni Anne-Marie til móðurforeldra sinna, þar sem hann ólst upp innan um bækur afa síns Charles Schweitser. Í Orðunum1, endurminningum Sartr...

category-iconFornfræði

Hver var Sólon frá Aþenu?

Sólon var aþenskur stjórnmálaleiðtogi, löggjafi og skáld, sem hafði nokkurs konar landsföðursímynd í hugum Aþeninga á klassískum tíma. Hann var einnig talinn einn af vitringunum sjö síðar meir en til þeirra sóttu Grikkir gjarnan innblástur enda var þeim eignuð margvísleg speki. Þó var líklega oft um vel kunna máls...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um rannsóknir Karls von Frisch?

Um Karl von Frisch er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hvað getið þið sagt mér um ævi Karls von Frisch? Karl von Frisch (1886-1982) er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á atferli evrópsku hunangsbýflugunnar, Apus mellifera carnica. Á búgarði fjölskyldu hans í Brunnwinkl við Wolfgangsee...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Sturla Þórðarson og hvað gerði hann merkilegt?

Sturlugata liggur um lóð Háskóla Íslands. Hún er kennd við Sturlu Þórðarson (1214-1284), sagnaritara, skáld og lögmann. Helstu heimildir um hann er að finna í þeim hluta Sturlungu-samsteypunnar, sem kallast Íslendinga saga og hann sjálfur mun hafa sett saman, Þorgils sögu skarða og í Sturlu þætti sem fylgir á efti...

Fleiri niðurstöður