Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7102 svör fundust
Eru Dimmuborgir friðlýstar?
Dimmuborgir eru friðlýst náttúrvætti en náttúrvætti nefnast friðlýstar náttúrumyndanir svo sem fossar, eldstöðvar, hellar, drangar og fundarstaðir steingervinga og sjaldgæfra steinda sem mikilvægt er að varðveita vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna, eins og segir í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. D...
Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?
Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu: lend,hvíld, deyfð, drungi,einskonar bálkur eða bekkur,spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,bleyta, óhreinindi. Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚ver...
Hvernig geta jöklar grafið landið og hvernig landslag búa jöklar til?
Sjálfur er jökulísinn of mjúkur til þess að grafa botn jökuls. Hins vegar rífa jöklarnir grjót upp úr jörðinni og ýta því áfram með miklum krafti. Steinar við jökulbotninn skafa og rista rákir í bergið svipað og hefill, sporjárn og sandpappír sem beitt er á tré. Þungir jöklarnir mylja grjótið undir sér eins og val...
Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari og ríkjandi áttum fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands? Ef átt er við árstímann er sumarið vissulega hagstæðast til siglinga milli landa. Vindurinn er að jafnaði hægastur á hlýjasta tíma ársins, í júní-ágúst. En líka er ...
Háskólalestin á Djúpavogi 2019
Háskólalestin fór á Djúpavog 24. og 25. maí og seinni daginn var haldin vísindaveisla á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Fjölmargir gestir gátu þar gert ýmsar tilraunir í efnafræði, skoðað undur eðlisfræðinnar og kynnt sér japanska menningu, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur HÍ lagði einnig allmargar þrautir og gá...
Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi með því að slá hana?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi síðar meir á ákveðnu svæði með að slá hana nokkur skipti í röð á því svæði? Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er viðkvæm fyrir slætti á hásumri. Tilraunir voru gerðar fyrr á árum með að slá lúpínuna á mismunandi tímum frá vori til h...
Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á hagvöxt?
Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað má reikna með að 1% atvinnuleysi þýði margra milljarða króna minni tekjur fyrir þjóðarbúið? Þessari spurningu reyndi bandaríski hagfræðingurinn Arthur Okun (1928-1980) að svara um bandaríska hagkerfið árið 1962 í skýrslu sinni Potential GNP: It's measurement and significance. ...
Í hvaða „þaula“ er verið að spyrja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Enn um orð sem aðeins heyrast í orðasamböndum: Hver/hvað er þessi „þaula“ sem menn spyrja stundum í? Hér er ekki einu sinni ljóst hvaða kyn þetta orð er, hvað þá fallbeyging,....ef þetta er á annað borð nafnorð yfirhöfuð! Karlkynsorðið þauli merkir ‘eitthvað síendurtekið ...
Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?
Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...
Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...
Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?
Þessi hugtakanotkun á sér langa hefð. Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra. Einstaklingar greiða þannig til dæmis tekjuskatt af launum og tilteknum öðrum tekjum, sem fyrir flesta eru þeirra helstu tekjur. Þó er...
Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...
Verða kolkrabbar langlífir?
Kolkrabbar (Octopoda) eru um margt merkilegir hryggleysingjar, meðal annars vegna þess að þeir eru að öllu jöfnu taldir standa öðrum hryggleysingjum framar hvað greind snertir. Þeir verða þó ekki mjög langlífir. Margar minni tegundir kolkrabba lifa einungis í um 6-9 mánuði en stærri tegundir geta lifað í nokkur ár...
Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?
Í heild var spurningin svona:Mig langar að spyrja hvernig mynduðust Knútstaðaborgir í Aðaldalshraun í S-Þingeyjarsýslu. Þetta eru einhverskonar hraunhólf sem sum eru opin að ofan. Knútstaðaborg mun vera hraundrýli (alþj. hornito) en mörg slík eru í Aðaldalshrauni sem er hluti af Laxárdalshrauni yngra. Hraunið e...
Af hverju heitir sólin þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju heitir sólin þessu nafni? Er þetta gamalt orð? Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins, samanber færeysku sól, nýnorsku, sænsku og dönsku sol. Í gotnesku, sem er austurgermanskt mál, var einnig til orðið sauil í ...