Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1589 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Er sóri smitandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Er psóríasis smitandi og hvað kemur fyrir húðina? Sóri sem einnig hefur verið nefndur psóríasis (e. psoriasis) er langvinnur húðsjúkdómur. Sá sem einu sinni hefur fengið sóraútbrot getur fengið þau aftur og aftur hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útb...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað ræður kyni barns?

Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar. Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfrum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig æxlast hákarlar?

Æxlun hákarla hefur ekki verið rannsökuð mjög ýtarlega en vitað er að atferlið í kringum hana er mjög breytilegt á milli tegunda og ættkvísla. Meðal annars eru þekktir “forleikir” eins og samræmd sundtök eða létt bit. Í því samhengi er athyglisvert að skrápur kvendýranna er allt að tvöfalt þykkari en karldýranna e...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?

Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?

Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku. Froskur þessi er ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa erfðaþættir áhrif á veirusýkingar?

Upprunalega spurningin var: Skipta erfðir hýsils máli í sýkingum vegna veira eða annara sýkla? Breytileiki í einkennum lífvera orsakast af erfðum, umhverfi, samspili hvoru tveggja eða tilviljunum. Munur er á styrk áhrifanna eftir eiginleikum. Form vængja ávaxtaflugna eða munnvídd fólks eru dæmi um breytilei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?

Andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) tilheyra undirættbálki tannhvala (odontoceti) og ætt svínhvala eða nefjuhvala (Ziphiidae). Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund og er andanefjan sú þriðja stærsta, verður allt að 9 metrar á lengd. Dýrin eru nánast tannlaus nema í skolti karldýranna má finna tveggja til fjö...

category-iconJarðvísindi

Hvernig reikna menn út rennsli í rúmmetrum í jökulhlaupum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig er farið að því að finna út rennsli í rúmmetrum í hlaupum eins og Skaftárhlaupi? Rennsli fallvatns er fundið með því að mæla rúmmál vatns sem berst í gegnum þversnið farvegarins á tímaeiningu. Venja er að nota mælieininguna rúmmetrar á sekúndu [m3/s]. $$R...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru smástirni?

Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef lausnarhraði reikistjörnu er helmingi minni en á jörðinni, erum við þá helmingi léttari þar, eins og til dæmis á Merkúríusi?

Svarið er já, miðað við ákveðnar eðlilegar forsendur sem eru þó ekki settar fram í spurningunni. Við skiljum spurninguna þannig að átt sé við lausnarhraða frá yfirborði plánetu eða reikistjörnu. Slíkur lausnarhraði frá yfirborði hnattar ákvarðast af því að hreyfiorkan dugi til að koma hlutnum út úr þyngdarsviði...

category-iconEfnafræði

Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?

Natrín eða natríum (enska sodium) er málmur úr fyrsta flokki lotukerfisins eða úr flokki alkalímálma. Bræðslumark natríns er 98°C og eðlismassi þess 0,97 g/cm3. Natrín er mjúkur málmur og það er auðvelt að skera hann í sneiðar með hníf. Þegar það er gert í andrúmslofti sést eitt andartak glansandi gráhvítur litur ...

category-iconTrúarbrögð

Hver þýddi Faðirvorið yfir á íslensku?

Faðirvorið er á tveim stöðum í Nýja testamentinu, annars vegar í Matteusarguðspjalli, 6. kapítula, versum 9 – 13, og hins vegar í Lúkasarguðspjalli, 11. kapítula, versum 2 – 4. Það er nokkur munur á bænunum en það er útgáfan í Matteusarguðspjallli sem hefur verið bæn kristinna manna frá ómunatíð. Samkvæmt laga...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er farið fram í rauðan dauðann?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Af hverju segir maður fram í rauðan dauðann? Hvaða rauði dauði er það? Rauður jarðvegur, mold, gröf? Orðasambandið fram í rauðan dauðann þekkist að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 17. aldar. Merkingin er ‘eins lengi og unnt er’. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskól...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir sólin þessu nafni?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju heitir sólin þessu nafni? Er þetta gamalt orð? Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins, samanber færeysku sól, nýnorsku, sænsku og dönsku sol. Í gotnesku, sem er austurgermanskt mál, var einnig til orðið sauil í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða hnapphelda er það sem sumir eru komnir í?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan er orðatiltækið að fara í „hnapphelduna“ komið? Hnapphelda er haft til að setja á framfætur hests til að koma í veg fyrir strok. Í Iðnsögu Íslendinga (II 1943:25) eru lýsingar á því hvernig hnappheldan var oftast gerð. Þær voru unnar ýmist úr hrosshári eða ullarúrga...

Fleiri niðurstöður