Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið í febrúar 1951?

Á bloggi sínu, Hungurdiskar, fjallar Trausti Jónsson veðurfræðingur iðulega um veður tiltekinna ára undir yfirskriftinni „Hugsað til ársins ....“ Þar er að finna mikinn fróðleik sem tengist veðurari tiltekinna ára. Í þessu svari er birtir nokkrir bútar úr umfjölluninni um árið 1951 og sérstaklega horft til febrúar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er Liecht­enst­ein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?

Í spurningunni kemur réttilega fram að landanöfn séu almennt íslenskuð. Reyndar er vissara að gera hér þann fyrirvara að hugtökin land og landaheiti geta reynst aðeins víðari en hugtökin ríki og ríkjaheiti. Enda þótt Wales og Færeyjar séu lönd, og tefli til dæmis fram landsliðum í Evópukeppnum, þá heyra þau upp að...

category-iconHagfræði

Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður?

Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Er eitthvað til í hagfræði sem heitir grái markaðurinn? Hvað er átt við með hugtakinu svarti markaðurinn og hvað er svartamarkaðsbrask? Hugtakið svartur markaður er notaður til að lýsa vettvangi fyrir ólögleg viðskipti. Þau geta vitaskuld verið margs konar og mismunand...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er örbylgjukliður, hvenær uppgötvaðist hann og hvernig er hann útskýrður?

Grundvallarforsögn kenningarinnar um Miklahvell (Big Bang) er sú að alheimurinn þenjist út. Útþenslan bendir til þess að alheimurinn hafi verið minni, þéttari og heitari í fortíðinni, en að hann hafi smám saman kólnað með þenslunni. Snemma í sögu alheimsins hefur gasið sem hann var gerður úr verið mjög heitt og g...

category-iconSálfræði

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að stöðva útbreiðslu "brjáluðu býflugunnar" sem varð til hjá brasilískum vísindamönnum við kynblöndun?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Vísindamenn í Brasilíu létu suður-amerískt kyn af býflugu eiga afkvæmi með öðru býflugnakyni. Afkvæmið var brjáluð býfluga sem er hættuleg mönnum. Er hægt að stöðva útbreiðslu þessarar flugu?"Brjáluðu" býflugurnar eru afleiðing af kynblöndun býflugna af afrísku og evrópsku undi...

category-iconFélagsvísindi

Hve margir íbúar eru í þriðja heiminum?

Það er hreint ekki eins einfalt og ætla mætti að svara þessari spurningu. Aðalvandamálið felst auðvitað í þeirri spurningu hvað þetta fyrirbæri þriðji heimurinn er og hvaða lönd teljast til hans. Hugtakið þriðji heimurinn var upphaflega notað árið 1952 af Alfred Sauvy, frönskum hagfræðingi og landfræðingi. Hug...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru tíu mílur margir km?

Ef spyrjandi hefði viljað vita hve margar tommur væru í kílómetra eða hve margar mínútur væru í viku hefðum við ekki átt í neinum vandræðum með að svara honum. En þar sem mílan er misjafnlega löng eftir því hvort maður er staddur á sjó eða landi, og jafnvel mislöng eftir því í hvaða landi maður er, reynist svarið ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?

Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kettir orðið þunglyndir?

Ef marka má frásagnir fólks sem umgengst dýr mikið leikur enginn vafi á því að kettir og önnur spendýr geta lent í geðlægð og jafnvel þjáðst af þunglyndi. Til marks um þetta nefna gæludýraeigendur að þegar miklar breytingar verða á heimilishögum fólks, til dæmis við andlát eða flutninga, verður hegðun katta ön...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?

Á Vísindavefnum er að finna tvö svör um minnstu fuglategundir heims:Eftir Jón Má Halldórsson: Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?Eftir Auði Elvu Vignisdóttur: Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi? Í þessum svörum kemur fram að minnstu fuglategundir jarðar eru af ætt kólibrífugla (Trochilidae) og sú minnsta ...

category-iconLandafræði

Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hversu margir búa í Afríku? eru upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Í svarinu hér á eftir er stuðst við upplýsingar fyrir árið 2000 af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna. Til þe...

category-iconLæknisfræði

Er til blátt fólk?

Upphaflega var spurningin svona: Ég var í líffræðitíma og kennarinn sagði okkur frá bláu fólki sem fannst. Hvað olli því að fólkið var blátt? Var það kannski skyldleikaræktun? Spyrjandi er líklega að tala um Fugate-ættina í Kentucky, Bandaríkjunum. Margt fólk úr Fugate-ættinni þjáðist af erfðasjúkdómi, svokö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'pæling' og 'að pæla'?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan eru orðið pæling og sögnin að pæla upprunnin og hvenær koma þessi orð fyrst fram í íslenskri tungu? Hafa þau alltaf haft sömu merkingu? Sögnin að pæla hefur tvær aðalmerkingar í íslensku. Annars vegar er hún notuð um að stinga mold upp með pál eða skóflu en páll er s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða 'flanki' er á Flankastöðum?

Flankastaðir eru bær í Miðneshreppi í Gullbringusýslu. Þeir eru nefndir í skrá um rekaskipti á Rosmhvalanesi frá um 1270, skrifað "flankastader", en í afritum bæði "flangastader" og"flantastader". Bæjarnafnið er einnig ritað "flankastader" í skrá um hvalskipti á sama stað og frá sama tíma (Ísl. fornbréfasafn II:7...

Fleiri niðurstöður