Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4511 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...

category-iconStærðfræði

Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Oft er það þannig að erfiðast er að færa rök fyrir staðhæfingum sem okkur virðast hvað augljósastar. Flestir notfæra sér þekkingu eins og að $1+1=2$ og $2+2=4$ án nokkurrar umhugsunar í daglegu lífi, en eins og spyrjendur hafa áttað sig á er hægara sagt en gert að útskýra hvers vegna þessar staðhæfingar eru sannar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er Sjólyst og hvað þýðir þetta orð?

Nokkur dæmi eru um sérnafnið Sjólyst á Íslandi og er þetta yfirleitt nafn á húsi.[1] Að minnsta kosti tvö dæmi koma fyrir í örnefnasafni Árnastofnunar og eru þau bæði á Austurlandi: annað þeirra er að finna á Eyrum í Seyðisfirði og hitt á Búlandsnesi í Berufirði. Samkvæmt öðrum gögnum er nafnið einnig að finna á S...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að rækta kjöt á tilraunastofu?

Stutta svarið er já. Framfarir í frumulíffræði og erfðafræði hafa gert kjötræktun á tilraunastofu mögulega. Stofnfrumur dýra (til dæmis nautgripa) eru einangraðar og þeim gefin næring og svokallaðir vaxtarþættir. Þættirnir hvetja frumurnar til þess að þroskast í vöðva- og fitufrumur. Úr slíkum tilraunum hefur frum...

category-iconHagfræði

Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað íbúa aðflutningslands þegar innflytjendur á vinnualdri flytja til landsins? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag? eru áhrif aðflutnings fólks á vinnufærum aldri ...

category-iconHagfræði

Er ekki hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var þessi: Í ljósi allra þeirrar tækni sem er til staðar í dag væri þá ekki auðveldlega hægt að hætta notkun seðla og myntar á Íslandi? Ef notkun seðla og myntar væri hætt og í staðinn yrðu aðeins leyfð rafræn viðskipti sem færu um miðlæga grunna væri þá ekki hægt að koma í veg fyrir nánast ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?

Á síðustu 1100 árum er talið að um 20 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp úr Grímsvatnakerfinu, og einungis Kötlukerfið hafi verið mikilvirkara í framleiðslu kviku.[1] Þar sem flest gosin hafa orðið í Vatnajökli og gosmyndanir því huldar jökli, er óvissa á þessu mati vissulega mikil. Sé horft til fjölda gosa, sl...

category-iconLæknisfræði

Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig túlka guðfræðingar kenningar Erich von Dänikens um Biblíuna?

Kenningar von Dänikens hafa hvorki haft áhrif á guðfræðina né aðrar fræðigreinar. Þvert á móti hafa fjölmargir fræðimenn hrakið þær í bæði tímaritsgreinum og bókum. Von Däniken tekur Biblíuna fortakslaust trúanlega í tilteknum atriðum en hafnar henni jafnafdráttarlaust í öðrum, hvorttveggja algerlega eftir eigin g...

category-iconJarðvísindi

Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?

Þessi spurning beinist að kjarna storkubergfræðinnar – uppruna og venslum hinna ýmsu bergtegunda. Á síðasta fimmtungi 20. aldar var orðið ljóst að storkubergi á jörðinni má í aðalatriðum skipta í fjórar meginsyrpur, sem hver um sig tengist tilteknu „jarðfræðilegu umhverfi.“ Á rekhryggjum myndast lág-alkalíska eða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru í útrýmingarhættu í Kína?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða dýr lifa í Kína? Hver af þeim eru í útrýmingarhættu eða eru sérstök að öðru leyti? Dýralíf í Kína er með því fjölskrúðugasta sem þekkist innan nokkurs ríkis í heiminum og ógerningur er að fjalla um allar þær tegundir sem þar er að finna í svari eins og þessu. Hér verð...

category-iconFélagsvísindi

Er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið barn síns tíma?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) varð til stærsta samræmda markaðssvæði heims sem nú telur um 450 milljónir íbúa í 28 ríkjum. Frá gildistöku hans árið 1994 hafa þó orðið miklar hræringar í evrópsku samstarfi og rekstrarumhverfi EES-samningsins er gjörbreytt frá því sem áður var. Mestu munar að Evróp...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?

Hver forseti mótar embættið eftir eigin höfði. Það þarf hann þó að gera innan þeirra marka sem stjórnarskrá, venjur og jafnvel tíðarandi setja honum. Starfssviði og völdum forseta má í grófum dráttum skipta í sex hluta: Formlegt hlutverk í stjórnskipun. Vald til synjunar laga. Pólitískt áhrifavald. Landkynning...

category-iconHeimspeki

Hvað er hugmyndasaga?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...

Fleiri niðurstöður