Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 623 svör fundust
Hvaða rökvilla nefnist alhæfing?
Stysta svarið, sem hægt er að gefa við þessari spurningu, styðst við þónokkur íðorð eða tæknileg heiti, sem kalla aftur á nánari útskýringar. En byrjum á stutta svarinu: Alhæfing er rökvilla sem notar tilleiðslu til að álykta um hið almenna út frá hinu einstaka. Rökvilla er röksemdafærsla sem kann að vir...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?
Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi. Sólin gengur leið sína eftir...
Hvað er hægt að raða tíu kúlum í tíu glös á marga mismunandi vegu?
Hér höfum við ákveðinn fjölda hluta, sem við ætlum að raða í sama fjölda sæta. Vandamál af þessu tagi koma oft upp í strjálli stærðfræði eða tölvunarfræði, þar sem röð hluta skiptir máli. Í staðinn fyrir að leysa upphaflega vandamálið, sem er tiltölulega afmarkað, þá getum við skoðað aðeins almennari spurningu: Se...
Hverjar eru líkurnar á að hljóta fyrsta vinning í EuroJackpot með 10 valdar aðaltölur og 2 valdar stjörnutölur?
EuroJackpot er nýlegur lottóleikur sem hleypt var af stokkunum í mars 2012 og er samstarfsverkefni fjórtán Evrópuþjóða, þar á meðal Íslands. Ein lottóröð í EuroJackpot hefur fimm aðaltölur, sem eru einhverjar af tölunum frá 1 til 50, og tvær svokallaðar stjörnutölur, sem eru einhverjar af tölunum frá 1 til 8. A...
Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?
Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...
Hvernig er hægt að reikna líkurnar á að samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti?
Líkurnar á að tvær eða fleiri samliggjandi tölur komi upp úr lottóútdrætti eru 42,71%, eins og sagt er frá í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum? Hér verður sýnt hvernig hægt er að reikna þessar líkur. Tekið s...
Hvaða frumefni er með hæsta bræðslumarkið?
Kolefni (C) (e. carbon) hefur hæsta bræðslumark allra frumefna, 3800 K. Næst á eftir kemur málmurinn þungsteinn eða wolfram (W) (e. tungsten, wolfram) sem jafnframt hefur hæsta bræðslumark málma, 3695 K. Það er ein ástæða þess að þungsteinn er meðal mikið notaður í glóðarþræði í ljósaperum....
Hver er heimsins besti ofurleiðari?
Hér er einnig svarað í stuttu máli spurningu Edvards Jónssonar:Hvað er ofurleiðari og að hvaða notum kemur hann?Ofurleiðarar (e. superconductors) eru efni sem leiða rafstraum því sem næst án viðnáms. Ýmsir málmar, málmblöndur og fleiri efni verða ofurleiðandi þegar þau eru kæld niður undir alkul (0 K; absolute zer...
Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?
Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem...
Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?
Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á mil...
Hvert er rúmmál einingarkúlu?
Einingarkúla er kúla með geislann einn. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort yfirborð kúlunnar er talið með eða ekki, en það breytir ekki rúmmálinu. Stundum er miðja kúlunnar sett í upphafspunkt hnitakerfisins til hagræðis en það hefur ekki heldur áhrif á rúmmálið. Þeir sem hafa á reiðum höndum jöfnuna um ...
Ef hitinn í dag er 0°C og á morgun verður helmingi kaldara, hversu kalt er þá úti?
Ef þessi spurning hefði verið borin fram um miðja 19. öld hefðu eðlisfræðingar litið á hana sem markleysu eina eða að minnsta kosti fánýtan orðhengilshátt. Menn gerðu þá hvorki ráð fyrir upphafi né endi á hitakvarðanum og litu á frostmark vatns sem einn punkt á honum, valinn án þess að til þess lægju nein sérstök ...
Hvað er þversumma?
Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er 6: 6, 16: 1 + 6 = 7, 306: 3 + 0 + 6 = 9 og 1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22 Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða ...
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til?
Spurningin hljóðar svo í fullri lengd: Af hverju er því haldið fram að allt sem vísindin eru ekki búin að sanna að sé til, sé ekki til? Til dæmis sögðu vísindamenn einu sinni að breiðnefur væri ekki til, en svo var komið með breiðnef beint fyrir framan nefið á þeim. Til að svara þessari spurningu þurfum við ...