Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?

Stjörnufræðivefurinn

Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi.

Sólin gengur leið sína eftir sólbaugnum um Sporðdrekann og telst hann því eitt af stjörnumerkjum dýrahringsins. Sólin er innan marka Sporðdrekans um miðbik vetrar frá 20. nóvember til 29. nóvember (en ekki 24. október til 22. nóvember eins og segir í stjörnuspám). Tunglið og reikistjörnurnar fara aldrei langt frá sólbaugnum og sjást því stundum í Sporðdrekanum.

Kort af stjörnumerkinu Sporðdrekanum.

Sporðdrekinn er ólíkur flestum öðrum stjörnumerkjunum að því leyti að auðvelt er að sjá mynd hans út frá uppröðun björtustu stjarnanna. Hann liggur fyrir sunnan miðbaug himins og er syðst á sólbaugnum ásamt Bogmanninum.

Þótt Sporðdrekinn sé bjart og auðþekkjanlegt stjörnumerki er hægt að nota nokkrar leiðir til þess að auðvelda sér leitina að honum á himninum. Stjörnur Bogmannsins við hlið Sporðdrekans raðast upp í mynstur sem minnir á teketil. Séu skilyrði góð má rekja sig eftir vetrarbrautarslæðunni frá Svaninum og Erninum niður að Sporðdrekanum. Einnig er hægt að ferðast eftir dýrahringnum frá Ljóninu og Meyjunni í gegnum Vogina niður í Sporðdrekann, með viðkomu í neðsta hluta Naðurvalda.

Bjarta appelsinugula stjarnan á myndinni er rauði reginrisinn Antares.

Sporðdrekinn er það sunnarlega á himinhvelfingunni að einungis er hægt að sjá örlítinn hluta merkisins frá Íslandi, snemma á vorin.

Stjörnur Sporðdrekans eru margar hverjar bjartar og áberandi. Í merkinu eru þrettán stjörnur bjartari en af 3. birtustigi en sú bjartasta er rauði reginrisinn Antares sem liggur í hjarta sporðdrekans. Stjarnan er næstum 883 sinnum breiðari en sólin og meira en 15 sinnum massameiri. Væri hún í miðju okkar sólkerfis væri yfirborð hennar í smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters. Antares er í um það bil 500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni og gefur frá sér 10.000 sinnum meira sýnilegt ljós en sólin. Stjarnan er hins vegar aðeins 3.400 gráðu heit svo geislunin er að mestu á innrauða sviðinu.


Meira má lesa um stjörnumerkið Sporðdrekann á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndirnar eru fengnar af sama vef.

Útgáfudagur

13.8.2018

Spyrjandi

Kristinn Anton, Vigdís Hafliðadóttir

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2018, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=16316.

Stjörnufræðivefurinn. (2018, 13. ágúst). Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=16316

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2018. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=16316>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?
Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi.

Sólin gengur leið sína eftir sólbaugnum um Sporðdrekann og telst hann því eitt af stjörnumerkjum dýrahringsins. Sólin er innan marka Sporðdrekans um miðbik vetrar frá 20. nóvember til 29. nóvember (en ekki 24. október til 22. nóvember eins og segir í stjörnuspám). Tunglið og reikistjörnurnar fara aldrei langt frá sólbaugnum og sjást því stundum í Sporðdrekanum.

Kort af stjörnumerkinu Sporðdrekanum.

Sporðdrekinn er ólíkur flestum öðrum stjörnumerkjunum að því leyti að auðvelt er að sjá mynd hans út frá uppröðun björtustu stjarnanna. Hann liggur fyrir sunnan miðbaug himins og er syðst á sólbaugnum ásamt Bogmanninum.

Þótt Sporðdrekinn sé bjart og auðþekkjanlegt stjörnumerki er hægt að nota nokkrar leiðir til þess að auðvelda sér leitina að honum á himninum. Stjörnur Bogmannsins við hlið Sporðdrekans raðast upp í mynstur sem minnir á teketil. Séu skilyrði góð má rekja sig eftir vetrarbrautarslæðunni frá Svaninum og Erninum niður að Sporðdrekanum. Einnig er hægt að ferðast eftir dýrahringnum frá Ljóninu og Meyjunni í gegnum Vogina niður í Sporðdrekann, með viðkomu í neðsta hluta Naðurvalda.

Bjarta appelsinugula stjarnan á myndinni er rauði reginrisinn Antares.

Sporðdrekinn er það sunnarlega á himinhvelfingunni að einungis er hægt að sjá örlítinn hluta merkisins frá Íslandi, snemma á vorin.

Stjörnur Sporðdrekans eru margar hverjar bjartar og áberandi. Í merkinu eru þrettán stjörnur bjartari en af 3. birtustigi en sú bjartasta er rauði reginrisinn Antares sem liggur í hjarta sporðdrekans. Stjarnan er næstum 883 sinnum breiðari en sólin og meira en 15 sinnum massameiri. Væri hún í miðju okkar sólkerfis væri yfirborð hennar í smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters. Antares er í um það bil 500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni og gefur frá sér 10.000 sinnum meira sýnilegt ljós en sólin. Stjarnan er hins vegar aðeins 3.400 gráðu heit svo geislunin er að mestu á innrauða sviðinu.


Meira má lesa um stjörnumerkið Sporðdrekann á Stjörnufræðivefnum en þetta svar er stytt útgáfa af þeirri umfjöllun og birt með góðfúslegu leyfi. Myndirnar eru fengnar af sama vef....