Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3697 svör fundust
Hvernig virka fjögurra blaða smárar? Fær maður ósk sína uppfyllta eða eru þeir bara fyrir heppni?
Fjögurra blaða smári er eitt útbreiddasta happatákn í okkar heimshluta og hann hefur lengi verið talinn með áhrifaríkustu jurtum til verndar gegn göldrum og öllu illu. Venjulega hefur smárinn aðeins þrjú lauf en talan þrír er almennt álitin happatala. Af þeirri ástæðu einni er skiljanlegt að smárinn hafi fengið á ...
Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?
Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...
Hver var Bjarni Sæmundsson og hvert var hans framlag til náttúrufræða á Íslandi?
Bjarni Sæmundsson (1867 - 1940) var brautryðjandi í rannsóknum á lífríki Íslands. Hann fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík þann 15. apríl 1867 og voru foreldrar hans Sæmundur Jónsson útvegsbóndi og Sigríður Bjarnadóttir. Snemma kom í ljós að Bjarni var gæddur miklum gáfum og var hann einnig mjög hagur. Það lá ...
Hvers vegna er stundum sagt að núgildandi stjórnarskrá sé „bútasaumur“?
Þetta orð lýsir því einkenni stjórnarskrárinnar okkar að hún á rætur að rekja til ólíkra tíma og hefur verið endurnýjuð að hluta oftar en einu sinni. Eins hefur henni verið líkt við „stagbætta flík“. En bútasaumur er ekki nauðsynlega neikvætt hugtak eins og allir sem eiga falleg bútasaumsteppi vita. En það þótti e...
Hvaðan er orðið skötuhjú komið?
Elsta dæmi um orðið skötuhjú í Ritmálsskrá Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er frá árinu 1898. Dæmið er úr tímaritinu Fjallkonunni og þar segir: "karl og kerling, einhver ljótustu skötuhjú, sem ég hefi séð á ævi minni." Önnur dæmi í Ritmálsskránni benda til þess að skötuhjú hafi í fyrstu aðeins ver...
Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?
Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...
Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem vera átti nk. föstudag 27. febrúar hefur verið færður FRAM um viku og verður haldinn föstudaginn 6. mars kl 15:15. Ég vildi hafa þetta: Starfsmanna- og kennaraf...
Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í janúar 2020?
Alls voru birt 25 ný svör á Vísindvefnum í janúar 2020. Notendur Vísindavefsins í sama mánuði voru 147.608, innlitin 217.790 og flettingar 311.764. Flestir höfðu áhuga á að lesa kærastuna sem vildi fá ogguponsu mjólk í teið sitt - og hvað hún ætti eiginlega við. Svör um kórónaveiru, Jósef Stalín, gróðurelda og ...
Ef rétt er að segja þúsundir og hundruð, ætti þá ekki að segja ein þúsund rétt eins og eitt hundrað?
Orðið þúsund er bæði notað í kvenkyni og hvorugkyni. Það er líka notað sem töluorð og þá óbeygt. Það beygist því á tvennan hátt: Kvenkyn Hvorugkyn eintala nf. þúsund þúsund þf. þúsund þúsund þgf. þúsund þúsundi ef. þúsundar þúsunds fleirtala nf. þúsundir þúsund þf. þúsundir þúsund...
Hver var Arnljótur Ólafsson og hvað getið þið sagt mér um hann?
Árið 1848 var byltingarár og konungar víða um Evrópu riðuðu til falls, en meðal annars varð konungur Dana að afsala sér einveldi sínu. Þeir Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895) rituðu Kommúnistaávarpið og Jón Sigurðsson (1811-1879) „Hugvekju til Íslendinga“. Það var þó ekki fyrr en veturinn 1849-5...
Signingin: Hvers vegna er orðunum "heilags anda" skipt í tvennt?
Þetta er einfaldlega málfræðilegt atriði. Við skrifum 'stór strákur' eða 'lítill strákur' í tveimur orðum. Eins er það með 'heilagan anda' – lýsingarorð og nafnorð standa saman. 'Föður' eða 'sonar' væri ekki jafn auðveldlega hægt að skipta upp í tvö mörk við signinguna, en við þurfum fjögur orð eða mörk svo að úr ...
Hver var Francis Galton?
Ekkert virtist vera óviðkomandi hinum breska landkönnuði og fjölfræðingi Frances Galton (1822-1911). Hann fékkst við ótal ólík fræðasvið, þar á meðal tölfræði, aðferðafræði, sálfræði, mannfræði, læknisfræði, veðurfræði, erfðarannsóknir og jafnvel kynbótafræði manna. Frances Galton (1822-1911). Galton var sonur ...
Af hverju verðum við ástfangin?
Spurningin af hverju við verðum ástfangin er tengd spurningunni Hvað er ást? Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðisle...
Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?
Vladimír Pútín var lítt þekktur maður í rússnesku samfélagi þegar hann tók við forsetaembætti af Boris Jeltsín í lok árs 1999, 47 ára gamall. Starfsferill hans hafði að mestu verið innan Öryggismálastofnunar ríkisins (KGB), en um nokkurra ára skeið starfaði hann við hlið hins frjálslynda Anatolís Sobtsjaks sem var...
Hvað þýðir BC og AD?
Skammstafanirnar BC og AD eru notaðar um ártöl í ensku til að tákna fyrir Krist og eftir Krist. AD er komið úr latínu og stendur fyrir "Anno Domini" sem merkir eiginlega "á því Herrans ári". BC stendur hins vegar fyrir einföld ensk orð, "before Christ," sem merkir orðrétt "fyrir Krist". Samsvarandi skammstafanir á...