Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3231 svör fundust

category-iconEfnafræði

Varð allt efnið í alheiminum til samstundis í Miklahvelli?

Efnisheimurinn á því formi sem hann er í dag varð ekki allur til í Miklahvelli (e. Big Bang). Hins vegar mynduðust grunneindir efnisins sem lágu til grundvallar myndun efnisheimsins, eins og við þekkjum hann í dag, á fyrstu sekúndubrotum eftir Miklahvell. Þessar grunneindir kallast öreindir. Hér á eftir verður þet...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?

Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Jacob Bernoulli og framlag hans til stærðfræðinnar?

Jacob Bernoulli (1655-1705) var svissneskur stærðfræðingur sem þróaði örsmæðareikning Leibniz, hnikareikning, algebru, aflfræði, raðir og líkindafræði. Hann sannaði meðal annars fyrstu meginsetningu líkindafræðinnar, lögmál mikils fjölda. Og þótt hann sé yfirleitt ekki kallaður heimspekingur þá setti hann fram nýs...

category-iconNæringarfræði

Er mjólk krabbameinsvaldandi? Á það sérstaklega við um tiltekin efni í mjólk?

Fyrst er rétt að gefa stutt svar við spurningunni: Það er aldrei einn orsakavaldur í krabbameinsmyndun, alltaf er um samspil margra þátta að ræða. Venja er að tala um tvo aðalþætti; umhverfi og erfðir. Mataræði telst til umhverfisþáttarins. Til þess að svara þessum spurningum er hér stuðst við skýrslu frá Alþj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Dauðahafið þessu nafni og hver er eðlismassi þess?

Nafnið á Dauðahafinu má vísast rekja til þess að það er svo salt að þar þrífast hvorki fiskar né aðrar stærri sjávarlífverur. Eina lífið sem þar finnst eru smásæir þörungar og gerlar. Dauðahafið er stórt stöðuvatn á landamærum Ísraels og Jórdaníu. Það er í lægð sem er framhald af Austur-Afríku sprungunni (e. E...

category-iconJarðvísindi

Hvað getur það sagt okkur um möttulstrókinn undir Íslandi ef nýleg kvika á Reykjanesskaga líkist kviku úr Kötlu og Grímsvötnum?

Stutta svarið Möttullinn undir Reykjanesskaga er grein af Íslands-möttulstróknum (2. mynd). Nákvæm skoðun á 30 tímasettum sýnum úr 2021-hrauninu við Fagradalsfjall (3. mynd) sýnir að jarðmöttullinn undir Reykjanesskaga, sem hraunbráðin hefur bráðnað úr, er misleitur, að minnsta kosti á smáum skala, og sama á þ...

category-iconHeimspeki

Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu?

Hver er spurningin? Hún er hversu mörg rétt svör séu til við ákveðinni spurningu. Nú er spurning ekkert annað en áskorun um að veita ákveðnar upplýsingar, samanber svar við Er þetta spurning?. Í þessu tilviki eru hugsanleg svör: "Til er ekkert svar", "Til er nákvæmlega eitt svar", "Til eru nákvæmlega tvö svör", o....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?

Orðasambandið að gefa e-u eða e-m undir fótinn er notað í fleiri en einni merkingu. Það getur merkt að 'vekja vonir hjá e-m um e-ð, hvetja til e-s, gefa e-ð í skyn' og það getur líka merkt 'að stíga í vænginn við e-n eða e-ja, reyna við e-n eða e-ja'. Hugsunin að baki er líklegast sú að menn gefa oft merki með...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það rétt að Grindavík sé á Mars?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða löndum búa leðurblökur?

Leðurblökur (Chiroptera) eru tegundaauðugasti ættbálkur spendýra á eftir nagdýrum. Til ættbálks leðurblaka teljast um 1.200 tegundir eða liðlega 20% allra spendýrategunda. Leðurblökur finnast í öllum heimsálfunum að Suðurskautslandinu undanskildu. Appelsínuguli liturinn á kortinu sýnir hvar leðurblökur finnast...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað vitað um langtímaafleiðingar rafrettureykinga?

Fyrsti vísirinn að rafsígarettum (e. electronic cigarettes) í þeirri mynd sem við þekkjum í dag má rekja aftur til ársins 1965 þegar Ameríkaninn Herbert A. Gilbert fékk einkaleyfi fyrir „reyklausa sígarettu án tóbaks“, en græjan hitaði upp rakt bragðbætt loft. Hraðspólum nú til síðustu aldamóta í Kína. Lyfjafræðin...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?

Nel Noddings er fædd 1929 og starfaði sem stærðfræðikennari í grunn- og framhaldsskólum á árunum 1949-1972. Hún lauk doktorsprófi 1975 og hefur starfað við Stanford-háskóla frá árinu 1977 þar sem hún er prófessor í menntaheimspeki. Flest verk Noddings, um 30 bækur og 200 greinar, tengjast því að umhyggja sé grundv...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er stærð sólar mæld?

Nærtækust er sú aðferð að reikna stærð sólar út frá fjarlægð hennar og því horni sem hún spannar á himninum. Einnig má mæla stærð sólar með því að nota birtustig og fjarlægð til sólar til að reikna ljósafl hennar. Þá er hiti reiknaður út frá birtustigi á mismunandi bylgjulengdum. Loks er notuð jafnan:L = 4pR2o...

category-iconEfnafræði

Hvaða örverur eru í bjór?

Bjórbruggun felur í sér nokkur skref og örverur koma að flestum þeirra, ef ekki öllum, allt frá hráefnisframleiðslu til geymslu fullbúinnar vöru. Örveran sem mest er nýtt til bjórframleiðslu er einfruma sveppur, svokallaður gersveppur (e. yeast), af ættkvísl Saccharomyces (Bokulich & Bamforth, 2013). Sveppurinn ge...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?

Sýnataka úr æxli eða meinvarpi er nauðsynleg til greiningar á lungnakrabbameini. Auk hefðbundinnar vefjagreiningar er nauðsynlegt að sýnið sé nægilega stórt þannig að hægt sé að gera á því ónæmis-, sameinda- og stökkbreytingarannsóknir, sérstaklega ef fyrirhuguð er krabbameinslyfjameðferð. Berkjuspeglun nýtist ...

Fleiri niðurstöður