Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1017 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um rauðpöndur?

Rauðpandan (Ailurus fulgens) sem einnig er kölluð litla panda er smávaxin tegund af ætt rauðpanda (Ailuridae). Hún hefur einnig stundum verið kölluð kattbjörn þar sem hún minnir um margt á kött bæði í útliti og atferli. Hún var áður flokkuð til ættar hálfbjarna, en náttúrufræðingar töldu lengi vel að rauðpandan og...

category-iconSálfræði

Hver var Gustav Fechner og hvert var framlag hans til tilraunasálfræði?

Gustav Theodore Fechner (1801-1887) var þýskur tilraunasálfræðingur, sem lagði grunninn að sáleðlisfræði, vísindagrein þeirri sem fæst við að ráða í tengsl áreitis og þeirrar skynhrifa sem þau vekja, og magnbinda þessi tengsl. Það er öllum ljóst að þegar kveikt er á vaxkerti í myrkvuðu herbergi sjáum við mikin...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð teiknimyndapersónan Stjáni blái til?

Stjáni blái er söguhetja í bandarískum myndasögum sem teiknarinn Elzie Crisler Segar (1894-1938) bjó upphaflega til. Stjáni blái sást fyrst á prenti 17. janúar 1929, í daglegum teiknimyndadálki blaðs á vegum útgáfufyrirtækisins King Features. Dálkurinn bar nafnið Thimble Theater eða Fingurbjargarleikhús. Þegar ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru hitahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?

Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna er orka jarðarinnar ekki betur nýtt?

Af samhengi má ráða að spyrjandi á við jarðvarma þegar hann talar um orku jarðarinnar. Meginástæðan er sennilega sú hve ódýr olían er enn þá. Þegar olíukreppan reið yfir á 8. áratugnum jókst mjög áhugi Vesturlandabúa á endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vindorku, sólarorku og fleira. Þegar svo tókst að knýja olíu...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru berklar?

Berklar eru smitsjúkdómur, sem berst manna á milli um öndunarfæri. Meinvaldurinn er „baktería“ (sýkill). Sýklarnir komast inn í líkamann við öndun en berast frá öndunarfærum um líkamann með blóðrás. Berklasýklar geta hreiðrað um sig á ýmsum stöðum í líkamanum, svo sem: nýrum, beinum eða miðtaugakerfi. Algengast er...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna synda hvalir upp á land?

Nokkuð algengt er að hvalir syndi á land, en engu að síður eru orsakirnar fyrir því lítt þekktar. Ef tíðni þess er könnuð kemur í ljós að sumar tegundir stranda oftar en aðrar. Til dæmis er afar sjaldgæft að háhyrningar (Orcinus orca) og stökklar (e. bottlenose dolphin, Tursiops truncatus) strandi. Grindhvalir (Gl...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er ofsakláði?

Ofsakláði (urticaria) er húðsjúkdómur sem hrjáir allt að 20% fullorðins fólks einhvern tíma á ævinni. Við ofsakláða losnar efnið histamín í húð og veldur miklum kláða og ljósum eða rauðum upphleyptum útbrotum. Þessu fylgja stundum liðverkir, magaverkir, vægur hiti og bólgur í lófum og á iljum. Eitt af einkennum...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?

Esperantó er eins og margir vita tilbúið tungumál og hið útbreiddasta af slíkum málum. Höfundur þess var Ludvic Lazarus Zamenhof (1859–1917), pólskur læknir og málamaður. Nafnið er dregið af dulnefni Zamenhofs en hann skrifaði fyrstu bók sína undir heitinu „D-ro Esperanto“. Esperantó þýðir í raun ‘sá sem vonar’. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Himalajafjöll?

Himalajafjöll eru fjallgarður í Asíu sem liggur í austur-vestur stefnu og aðskilur Indlandsskaga frá tíbetsku-hásléttunni. Fjallgarðurinn nær yfir sex þjóðríki; Bútan, Kína, Indland, Nepal, Pakistan og Afganistan. Orðið 'himalaja' kemur úr sanskrít og þýðir 'hima' snjór og 'ālaya' híbýli. Hluti Himalajaf...

category-iconHugvísindi

Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?

„Hvíta stríðið“ er nafn sem notað er yfir óeirðir sem áttu sér stað í Reykjavík í nóvember árið 1921 fyrir framan hús jafnaðarmannsins Ólafs Friðrikssonar. Forsaga málsins er að þegar Ólafur kom heim af alþjóðaþingi kommúnista, Komintern, árið 1921 hafði hann með sér 14 ára dreng að nafni Natan Friedman. Drengurin...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita dagarnir sínum nöfnum?

Ekki er vitað nákvæmlega hvaðan sjö daga vikan, sem er í notkun um næstum allan heim, er upprunnin. Einhverjar heimildir benda þó til að Súmerar, Babýloníumenn og Ísraelar hafi notast við sjö daga viku. Frá þeim barst sjö daga vikan til Grikkja og Rómverja, og þaðan til Norðurlanda, en þar var áður miðað við fimm ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru margir þríburar á Íslandi?

Erfitt er að nálgast upplýsingar um hve margir lifandi einstaklingar á Íslandi í dag eru þríburar. Hins vegar er áhugavert að skoða hve margir þríburar hafa fæðst hér á landi á síðustu áratugum og hversu stórt hlutfall þeir mynda af öllum sem fæðst hafa á landinu á sama tímabili. Á vef Hagstofu Íslands má nálga...

category-iconHagfræði

Hvar fær maður kennitölu?

Kennitölum til einstaklinga er úthlutað af Þjóðskrá Íslands. Barn sem fæðist á Íslandi, fær kennitölu um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Þjóðerni barns skiptir engu máli; öll börn sem fæðast á landinu fá íslenska kennitölu. Aðrir einstaklingar fá kennitölur hjá Þjóðskrá eða Útlendingastofnun; ...

Fleiri niðurstöður