Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Getur svo farið við skiptingu frumna að tveir eins litningar verði í sömu frumunni og hvað gerist þá?

Líkamsfrumur dýra og plantna eru yfirleitt tvílitna, það er með tvö eintök af hverjum litningi en oftast eru samstæðu litningarnir tveir ólíkir um breytingar í fjölmörgum genum erfðaefnisins. Ekki er útilokað að mistök í frumuskiptingu geti orðið til þess að tveir nákvæmlega eins litningar lendi í sömu frumu en þá...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er fjöruarfi?

Fjöruarfi (Honckenya peploides) er af hjartagrasaætt (Caryophyllaceae) og vex eingöngu í fjörusandi allt í kringum landið. Mest er af honum á söndunum miklu við suðurströndina, sérstaklega á svæðinu milli Kúðafljóts og Eldvatns í Skaftárhreppi þar sem hann setur mikinn svip á ströndina. Hægt er að skoða kort af út...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er maður þyngri á jörðinni heldur en á Plútó? Er maður þyngri á Venus eða Mars?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast gossúlur og guststrókar í eldgosum og hver eru ensku orðin yfir þessi fyrirbæri?

Ekki er alveg ljóst hvað spyrjandi á við með orðinu gossúlur en ætla má að orðið eigi við um gjósandi gíg og þá að átt sévið stöðuga súlu upp úr honum. Þetta getur gerst í tvenns konar eldgosum, annars vegar ef basísk kvika á í hlut og hins vegar þegar kvikan er súr. Hvort tilvik hefur hlotið sér nafn. Í þeim ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvers vegna tölum við?

Í grundvallaratriðum tölum við til þess að eiga samskipti við annað fólk. Tungumálið er leið okkar til þess að hafa tjáskipti við aðra, koma hugsunum okkar og skilaboðum á framfæri og eitt af því sem skilur okkur frá öðrum skepnum hér á jörðinni. Hæfileikinn til að tjá sig á þennan hátt er því afar mikilvægur og s...

category-iconHugvísindi

Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?

Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru snæuglur í útrýmingarhættu?

Það er hægt að nota ýmis viðmið til þess að meta hvað dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og ekki víst að allir sem komi að þeim málum fari alveg sömu leið. Alþjóðleg náttúruverndarsamtök sem kallast International Union for Conservation of Nature (IUCN) halda úti heimasíðu þar sem þau hafa flokkað dýra...

category-iconVísindafréttir

Sólmyrkvi á morgun 1. ágúst 2008

Svo skemmtilega vill til að á morgun, þann 1. ágúst 2008, mun verða deildarmyrkvi á sólu. Við deildarmyrkva gengur tunglið á milli sólar og jörðu og hylur hluta sólarinnar. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum frá Íslandi á milli klukkan 8:15 og til um 10:10. Eitthvað lengra verður að bíða næsta almyrkva, sem er ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?

Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að taka mynd af svartholi?

Vísindamenn telja að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Þegar kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa myndast svarthol. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis þetta svæði er þyngdarsviðið svo sterkt að ...

category-iconHugvísindi

Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?

Þegar við segjum eða skrifum eitthvað "upp úr okkur" þarf það ekki að hafa neitt með veruleikann að gera. Okkur er sem betur fer frjálst að láta okkur detta í hug hvað sem er, segja frá því og skrifa um það með penna eða myndavél og svo framvegis. Þegar ég sit hérna við skjáinn get ég til dæmis auðveldlega hugsað ...

category-iconVísindi almennt

Hver gerði "broskarlinn"?

Eftir því sem við komumst næst á broskarlinn eins og við þekkjum hann, svört augu og bros á gulum hringlaga bakgrunni, uppruna sinn hjá Bandaríkjamanninum Harvey R. Ball (1921-2001) frá Worcester, Massachusetts. Fyrirtækið The State Mutual Life Assurance Company fékk Ball til þess að hanna fyrir sig brosandi a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma nafnorðin þórðargleði og þórðarverk?

Þórbergur Þórðarson skráði ævisögu Árna Þórarinssonar prófasts og kom hún út í sex bindum. Í þriðja bindi, sem kom út 1947, segir Árni frá karli einum sem Þórður hét:Þórður hét maður og bjó á bæ nokkrum í prestakalla mínu. Einn dag á slætti kom hann út á engjar til fólks síns og fékk þá engu orði upp komið fyrir h...

category-iconUnga fólkið svarar

Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?

Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikill...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?

Svör við spurningunni um sólvinda má lesa um í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? Lesa má um sólbletti í svari við spurningunni Hvað eru sólgos og segulstormur? Til viðbótar er spurt um áhrif sólbletta á hitafar á jörðinni. Vitað er að fjöldi sólbletta eykst og minnkar í sveiflu sem ...

Fleiri niðurstöður