Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3207 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað búa margir í Evrópu?

Árið 2000 voru íbúar Evrópu um 12% jarðarbúa eða tæplega 728 milljónir talsins og hafði þeim fjölgað um rúmlega 180 milljónir á fimmtíu ára tímabili. Ekki er gert ráð fyrir að þessi fjölgun haldi áfram eins og myndin hér að neðan sýnir (sjá einnig svar sama höfundar við spurningu um fólksfjöldaspár). Í raun er áæt...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn?

Fyrstu sögurnar sem fjalla um gralinn eru frá 12. og 13. öld. Samkvæmt sumum þeirra er gralinn sá bikar sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina. Þessi bikar var svo sagður hafa verið notaður til að safna því blóði Krists sem draup af honum á krossinum. Gralnum er oft eignaðir yfirnáttúrulegir eiginleikar og ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með möru og tröð þegar menn fá martröð?

Orðið martröð ‘áköf vanlíðan og vanmáttur í svefni’ er sett saman af orðunum mara og tröð. Orðið mara um óvættina þekktist þegar í fornu máli. Í Ynglinga sögu (13. kafla) sem er í fyrsta hluta Heimskringlu segir frá því að höfðingja nokkurn, Vanlanda að nafni, syfjaði mjög af göldrum sem Huld seiðkona bruggaði hon...

category-iconVeðurfræði

Minnkar vindur þegar byrjar að rigna?

Það er nú allur gangur á því. Úrkoma fylgir gjarnan loftþrýstibreytingum og þegar þær eru miklar er vindur oftast hvass. Hvassviðri með rigningu er eitt einkenna íslensks veðurlags. Engu að síður verður ákveðin eðlisbreyting á hvössum vindi þegar úrkoma hefst - alla vega sumstaðar. Vindstrengir af völdum landsl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum?

Í raun er ekkert sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur fremur en Guðrún, Sigríður og Kristín sem eru meðal algengustu kvenmannsnafna. Nafnið Jón er leitt af Jóhannes sem var biblíunafn en slík nöfn urðu mjög vinsæl þegar eftir kristnitöku. Jón biskup helgi er talinn hafa fyrstur borið nafnið hérlendis og ...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?

Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað eru hamsar í mörfloti og tólg? Spurning sem vaknaði í skötuveislu ársins. Nafnorðið hams ‘hamur, húð’ er í fleirtölu hamsar og notað um brúna bita sem verða eftir þegar mör er bræddur. Annað orð yfir sama er skræður. Margir kjósa að hafa þessa brúnu bita í viðbitinu me...

category-iconStærðfræði

Hvað eruð þið gömul?

Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?

Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þe...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta skáldsagan?

Þessi spurning er erfið og verður svarið því óhjákvæmilega bæði flókið og ófullkomið. Listina að segja sögu hefur mannkynið stundað frá örófi alda en hvenær tekur þessi list á sér það form sem við köllum skáldsögu? Þetta veltur auðvitað á því hvernig við skilgreinum skáldsöguna. Ef við skilgreinum hana sem frás...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Sturla Þórðarson og hvað gerði hann merkilegt?

Sturlugata liggur um lóð Háskóla Íslands. Hún er kennd við Sturlu Þórðarson (1214-1284), sagnaritara, skáld og lögmann. Helstu heimildir um hann er að finna í þeim hluta Sturlungu-samsteypunnar, sem kallast Íslendinga saga og hann sjálfur mun hafa sett saman, Þorgils sögu skarða og í Sturlu þætti sem fylgir á efti...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar voru helstu ástæður þess að Mongólar urðu að heimsveldi á miðöldum en ekki Kínverjar?

Hér skal reynt að gera samanburð á ólíkum eiginleikum Mongóla og Kínverja á 9.-13. öld, þá einkum hvað varðar lífsviðurværi, umhverfi og menningu. Eins og flestar þjóðir í norðurhluta Austur-Asíu voru Mongólar hirðingjar sem fluttu sig stöðugt á milli staða til að tryggja aðgang búfénaðar að góðum graslendum. T...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru Nóbelsverðlaun og hverjir veita þau?

Nóbelsverðlaunin eru kennd við Svíann Alfred Nobel (1833-1896). Í erfðaskrá sinni er hann ritaði undir hinn 27. nóvember árið 1895 talar hann um verðlaun sem skulu veitt í fjórum greinum: bókmenntum, eðlisfræði, efnafræði og læknisfræði. Auk þess skulu veitt svokölluð friðarverðlaun. Í erfðaskránni tiltekur Nobel ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Hengil?

Hengilskerfið nær utan úr Selvogi norðaustur fyrir Þingvallavatn. Það er fimm til tíu kílómetra breitt, breiðast um Þingvallavatn, en mjókkar til suðvesturs. Lengd þess er 50-60 kílómetrar. Mjög dregur úr gosvirkni þegar kemur norður í vatnið, en misgengi og gjár halda áfram um það bil tíu kílómetra inn af innstu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?

Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...

Fleiri niðurstöður