Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 942 svör fundust
Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Samkvæmt þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar eru klementínur kynbætt, steinlaust afbrigði af mandarínum. Mandarínur vaxa á tré sem nefnist á fræðimáli Citrus reticulata og er af rútuætt. Citrus reticulata. Mynd: Citrus Nursery...
Hvað er jarðhiti?
Jarðhiti er eftir bókstaflegri merkingu orðsins sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Menn hafa lengi vitað að hiti fer vaxandi eftir því sem dýpra kemur undir yfirborðið. Fyrirbæri eins og eldgos og heitar lindir hafa alla tíð verið óræk sönnun fyrir þessu. Með aukinni nýtingu j...
Hve mikið af rekstri Háskóla Íslands fer fram utan höfuðborgarsvæðisins?
Upphafleg spurning var sem hér segir: Hve stórum hluta af heildarrekstrarumfangi HÍ mælt í peningum er varið utan höfuðborgarsvæðisins, skipt eftir kjördæmum? Háskóli Íslands rekur nokkrar rannsóknastöðvar á landsbyggðinni, sumar í samstarfi við aðra. Þær eru yfirleitt til komnar vegna sérstakra rannsóknaverkefna....
Hvað gerir Háskóli Íslands við sóknargjöld þeirra sem eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Ef maður er ekki í þjóðkirkjunni eða öðru trúfélagi, þá fara þeir peningar sem annars höfðu farið til þjóðkirkjunnar til Háskóla Íslands. Spurningin er í hvaða deild fara þessir peningar eða gerir háskólinn eitthvað sérstakt við þá og þá hef ég í huga alveg frá því að þessir pen...
Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?
Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni hans hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramíks til smáþörunga og örtækni. Undanfarinn áratug hefur meginviðfangsefni hans verið þróun nýrra kynslóða sólarsella og ljósnema sem byggir á því að móta ef...
Hvernig breytist misvísunin (segulnorður/rétt norður) á Íslandi um þessar mundir, minnkar hún eða eykst?
Á jörðinni eru eitthvað um tvö hundruð fastar segulmælingastöðvar sem fylgjast stöðugt með breytingum jarðsegulsviðsins. Einnig eru gerðar mælingar á því öðru hvoru á fleiri stöðum með færanlegum stöðvum, og frá skipum og flugvélum. Nokkrir gervihnettir sem sérstaklega eru hannaðir til segulsviðsmælinga, hafa veri...
Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?
Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar, 2. útgáfu frá árinu 1983, eru bæði orðin jafn gild í rituðu máli, og þau virðast notuð jöfnum höndum meðal almennings. Í nýju orðabókinni, 3. útgáfu í ritstjórn Marðar Árnasonar, er þó aðeins að finna orðin könguló og köngulló, og köngulóin virðist einn...
Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur?
Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja í mismunandi uppskriftum en erfitt er að skera úr um sérhljóðana í gömlum handritum. Tína mætti til fleiri myndir úr fornum handritum en rúmið ...
Hvað er vísindafræði?
Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...
Hversu gamalt er orðið gerpla í málinu og hvað þýðir það?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Hvað þýðir orðið Gerpla? Er það bara sérnafn og hversu gamalt er þetta í málinu? Gerpla er heiti á skáldsögu eftir Halldór Laxness sem gefin var út 1952. Ekki þótti merking bókarheitisins liggja í augum uppi. Í Mánudagsblaðinu 8. desember 1952 segir til d...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?
Jón Guðnason er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Hann leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni. Rannsóknir Jóns í talmerkjafræði snúa aðallega að því að hanna og þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt á...
Hver er á merki Háskóla Íslands?
Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en hana gleypti Seifur áður en gyðjan varð léttari. Nokkru síðar fékk Seifur ægilegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans...
Vísindamaður vikunnar - viðtöl við vísindamenn um rannsóknir og annað fróðlegt efni
Vísindavefur HÍ og RÚV eru í samstarfi um vísindamann vikunnar. Í þættinum Samfélagið á Rás 1 eru vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindafélag Íslands og Vísindavefurinn settu á laggirnar árið 20...
Hvað eru náttúruhamfarir?
Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar t...
Hverjir voru Serkir?
Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...