Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru mennirnir rándýr?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora. Tennur ljón...

category-iconHeimspeki

Er „strax“ teygjanlegt hugtak?

Orðið ‚strax‘ tilheyrir þeim flokki orða sem kalla má vísiorð eða ábendingarorð (e. indexicals) en um þau er fjallað í svari við spurningunni Hvenær er núna? Sagt er að slík orð eða orðasambönd einkennist af því að merking þeirra sé breytileg eftir samhengi. Þetta er að vísu heldur ónákvæm lýsing því segja má ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin að melda og hvað merkir hún?

Sögnin að melda er tökuorð í íslensku og fengin að láni úr dönsku þar sem melde merkir að ‘tilkynna, gera viðvart um e-ð’. Í íslensku hefur sögnin verið notuð að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld, aðallega þó í talmáli. Elsta dæmið í söfnum Orðabókar Háskólans er frá 1815. Það sama gildir um nafnorðið melding...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er kínverska stafrófið og hvað eru margir stafir í því?

Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kínversku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um 'kínverska stafrófið' en eru í raun að spyrja um kínverskt myndletur. Hér eru dæmi um spurningar sem hafa borist Vísindavefnum:Getið þið sýnt mér nokkur kínversk tákn og merkingu þeirra? ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað þýðir orðið 'blákalt' og hvaðan kemur það?

Orðið blákalt þýðir eiginlega bara kalt en forliðurinn blá- er notaður í herðandi merkingu; það sem er ‘blákalt’ er ennþá kaldara en kalt. Aðrir litaforliðir eru til dæmis ‘svart-’ eins og í orðunum ‘svartnætti’ sem er dimm nótt og ‘svartamarkaður’ þar sem verslað er á ólöglegan hátt eða með óleyfilegar vörur....

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir orðið „femin“ og hvaðan kemur það?

Kvenkynsorðið femina er latína og þýðir kona, samanber femme í frönsku. Í spænsku er kona hins vegar mujer eða señora. Ítölsku orðin eru donna eða signora en orðið femmina er haft til dæmis um kvendýr. Lýsingarorð eins og feminine (kvenlegur) í ensku og feminin í dönsku eru dregin af latneska orðinu og sömulei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Mig bráðvantar herslumun, hvar finn ég hann?

Herslumunur er samsett orð úr hersla ‘herðing, það að herða; áreynsla’ og munur ‘mismunur, breyting’. Hér vantar aðeins herslumuninn. Herslumunur er notað um smávegis átak til viðbótar svo að unnt sé að ljúka einhverju. Það er mjög oft notað í sambandinu það vantar aðeins/ekki nema herslumuninn og er þá átt...

category-iconVísindi almennt

Er hægt að særa djöfulinn úr andsetnu fólki?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Eru þekkt dæmi um það að djöfullinn sé til í fólki og hægt sé að særa hann út? (5. R í MR). Eru andsæringar til í alvörunni? Er hægt að sanna það að fólk hafi verið andsett. (Jenný Björk Ragnarsdóttir) Andsetning (e. possession) kallast það fyrirbæri þegar einstaklingur...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir orðið veritas?

Veritas er latína og þýðir sannleikur. Samstofna við það er til dæmis latneska lýsingarorðið verus, 'sannur'. Samkvæmt orðabókum eru þessi orð meðal annars skyld enska atviksorðinu very sem þýðir 'mjög'. Einnig lifir þessi orðstofn í alþjóðaorðum eins og því sem heitir á ensku verify en á dönsku verificere og mer...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja "Borgarfjörður eystri" eða "Borgarfjörður eystra"?

Algengt er að tala um Borgarfjörð eystri og er þeirri venju til dæmis haldið í ferðaauglýsingum frá héraðinu. Sjaldan er talað um Borgarfjörð vestri eða vestari. Þeir sem tala um Borgarfjörð eystra eru með í huga Borgarfjörð fyrir austan. Sé leitað að nöfnunum Borgarfjörður eystri og Borgarfjörður eystra í leitarv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er nostalgía?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað merkir orðið nostalgía og í hvaða samhengi er það notað? Hvaðan er orðið nostalgía upphaflega komið og er til íslenskt orð yfir fyrirbærið? Aðrir spyrjendur eru: Viðar Valdimarsson, Ilmur Gísladóttir og Marteinn Marteinsson. Orðið nostalgía er aðkomuorð í íslensku annað ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um taugahrörnunarsjúkdóma (ataxia) og hverjar eru helstu stofnanir í heiminum sem stunda rannsóknir á þeim?

Ataxia kallast á íslensku óregluhreyfing. Þetta orð er notað yfir ósamhæfðar og klaufalegar hreyfingar. Ataxia er ekki sjúkdómur, heldur einkenni, og getur hún verið einkenni fjölmargra taugasjúkdóma, meðal annars hrörnunarsjúkdóma. Það þarf þó ekki sjúkdóm til, því sá sem innbyrðir áfengi eða önnur efni sem bæla ...

category-iconJarðvísindi

Er til flokkunarkerfi yfir hveri?

Ýmis orð eru höfð um jarðhita á yfirborði sem fram kemur sem vatn eða gufa. Aðalnöfnin eru hver, laug og volgra, sem öðrum er síðan skeytt við, allt eftir eðli og útliti. Safnheiti eða sameiginlegt orð um þetta hefur ekki náð festu í málinu, annað en jarðhiti. Orðið varmalind sem safnheiti hefur sést en er sja...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?

Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi. Samkvæmt tölum frá FIFA (frá árinu 2000) leika rúmlega 240 milljónir manna um heim allan fótbolta. Það þýðir að einn af hverjum 25 iðka knattspyrnu reglulega. Í dómarastétt knattspyrnunnar eru um 5 milljónir manna. Knattspyrna er leikin í öllum heimshornum. Ef börn og aðr...

category-iconHeimspeki

Hvað er þetta?

Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...

Fleiri niðurstöður