Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5624 svör fundust
Hvernig er stærðfræðileg sönnun þess að a + b = b + a og að (a + b) + c = a + (b + c) ef a, b og c eru rauntölur?
Þessar vel þekktu reglur eru kallaðar víxl- og tengiregla samlagningar. Ásamt nokkrum öðrum vel þekktum reglum um samlagningu og margföldun mynda þær grundvallaraðgerðir þeirrar algebru sem maður lærir í grunn- og menntaskóla. Þrátt fyrir að þær virðist einfaldar og eðlilegar er þó ekki hlaupið að því að sanna þær...
Hvað er níu-prófun?
Öll spurningin hljóðaði svona: Mér var kennt um miðja síðustu öld að finna þversummu þar til aðeins einn tölustafur stæði eftir. Dæmi: 378 ... 3 + 7 + 8 = 18 og 1 + 8 = 9. Þar með væri þversumma tölunnar 378 níu. Er það rangt? Og ef svo er, hvað kallast þá að taka ítrekað þversummu niður í einn tölustaf? V...
Hvernig eru tölvur látnar velja sjálfar af hendingu milli nokkurra kosta?
Oftast eru notaðir svokallaðir slembitölugjafar (á ensku "random number generators"), en það eru forrit sem búa til röð talna sem lítur út eins og tölurnar hafi verið valdar af hendingu. Aðalatriðið er að ekki sé nein regla í talnaröðinni heldur að tölurnar séu nokkuð jafndreifðar á því bili sem leyfilegt er. Byrj...
Hvað eru hvíthol?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað er hvíthol og hvað gerist ef svarthol og hvíthol rekast saman? (Arnljótur Sigurðsson) Er til eitthvert fyrirbæri (að því sjörnufræðingar telja) sem er andhverfa svarthols? (Bragi Kristjánsson)Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á...
Hvað er einn hestur mörg hestöfl?
Þegar talað er til dæmis um "100 hesta vél" þá er það samkvæmt okkar skilningi eins konar stytting eða einföldun fyrir "100 hestafla vél". "Einn hestur" er því í slíku samhengi sama og eitt hestafl enda var mælieiningin hestafl ákvörðuð með hliðsjón af meðalafköstum hesta í námuvinnu. Hestafl er mælieining um a...
Eru fullhlaðnar rafhlöður þyngri en þær sem eru tómar?
Já, fullhlaðnar rafhlöður eru örlítið þyngri en tómar rafhlöður. Massamunurinn er svo lítill að nánast ógerlegt er að mæla hann en engu að síður er hann til staðar. Rafhlöður nýta efnahvörf til að umbreyta efnaorku í raforku en lesa má nánar um virkni rafhlaðna í svari Ágústs Kvaran við spurningunni Hvernig ver...
Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.?
Því er til að svara að nafnið Lundúnir er ekki þýtt, en í elstu heimildum var það Londinium (hjá Tacitusi 115-117 e.Kr.) eða Lundonia (hjá Beda um 730 e.Kr.). Í elstu heimildum íslenskum eru myndirnar bæði Lundún og Lundúnir og eru þær myndir ekki fjarri því sem Beda skrifar. Merking nafnsins er engan veginn ljós ...
Hvaða áhrif hefur óvissulögmál Heisenbergs haft á heimsmynd vísindamanna?
Óvissulögmál Heisenbergs segir fyrir um það til dæmis að margfeldi af óvissunni í stað og skriðþunga tiltekinnar agnar í ákveðna stefnu sé alltaf stærra en tiltekið lágmark. Þess vegna er ógerlegt að ákvarða báðar stærðirnar í senn án óvissu. Þetta breytir hugmyndum vísindanna um hreyfingu, orsakir og löggengi. Mi...
Hvað er ensím?
Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...
Sjö skólabilar með sjö krökkum hver, hver krakki er með sjö bakpoka, hver bakpoki með sjö köttum, hver köttur hefur sjö kettlinga hver. Hvað eru kettlingarnir margir?
Krakkarnir eru 7 sinnum 7 eða 49. Bakpokarnir eru 7 sinnum sú tala og svo framvegis. Fjöldi kettlinganna er 7∙7∙7∙7∙7 eða sjö í fimmta veldi sem kallað er. Auðvelt er að reikna það á vasareikni eða reiknivél í tölvu, annaðhvort með því að margfalda saman beint eða með því að hefja í v...
Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?
Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...
Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?
Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...
Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku og hvenær varð fræðigreinin til? Elsta dæmi sem höfundar þessa svars hafa fundið um íslenska orðið gervigreind er í þýðingu Halldórs Halldórssonar á bók Noams Chomsky Mál og mannshugur, sem kom út á íslensku 1973.[1] Rithöfund...
Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?
Böðullinn sem hjó Jón Arason biskup á Hólum og syni hans tvo, Ara lögmann og séra Björn á Melstað, 7. nóvember árið 1550, var íslenskur og hét Jón Ólafsson. Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn,...
Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?
Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins...