Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?

Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er skammtafræði?

Skammtafræði er stærðfræðileg lýsing á hegðun smæstu hluta sem við þekkjum. Þetta eru hlutir eins og rafeindir, frumeindir eða jafnvel hinir örsmáu kvarkar sem mynda róteindir og nifteindir í kjarna frumeinda. Þessar agnir eru grundvallareiningar í byggingu nær alls efnis í hinum þekkta heimi og marga af eiginleik...

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni fermingarinnar?

Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er kreatín?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er kreatín og er óhollt fyrir unglinga í íþróttum að taka það?Hvað er kreatín mónóhydrate og hvernig virkar það?Hverjum gagnast inntaka á kreatíni?Hefur kreatín einhverjar aukaverkanir?Úr hverju er kreatín búið til?Hver eru áhrif kreatíns á mannslíkamann?Af hverju er kreatín ...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?

Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig...

category-iconLandafræði

Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?

Armenía er í suðurhluta Kákasus og á landamæri að Georgíu, Aserbaídsjan, Tyrklandi og Íran. Það er minnst Kákasuslandanna, 29.800 km2 að flatarmáli, og jafnframt það þéttbýlasta, með rétt um 100 íbúa á hvern ferkílómetra. Armenía var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur á...

category-iconFornfræði

Hver stjórnaði morðinu á Júlíusi Sesari? Hver drap hann?

Spurningar og spyrjendur: Hver stjórnaði morðinu á Sesari? (Brynjar Björnsson, f. 1987) Hvenær var Sesar drepinn og hvað var hann gamall? (Andrés Gunnarsson) Hver var það sem drap Sesar? (Guðjón Magnússon) Hver drap Júlíus Sesar? (Arnór Kristmundsson) Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: H...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Mætti ég fá að vita sem allra mest um afríska villihundinn?

Fyrr á tímum náði útbreiðsla afríska villihundsins (Lycaon pictus) um alla Afríku utan þétts skóglendis og eyðimarka. Í dag takmarkast útbreiðsla hans aðallega við lönd í suðurhluta álfunnar, Namibíu, Botsvana, Mósambík, Zimbabwe, Svasíland og Suður-Afríku. Afríski villihundurinn er meðalstórt rándýr, á bilin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru einkenni skordýra?

Skordýr (Insecta) er tegundaauðugasti flokkur dýra á jörðinni í dag. Áætlað er að allt að 75% allra núlifandi dýrategunda séu skordýr og eru einstaklingarnir gríðarlega margir. Sem dæmi má nefna að fræðimenn við Smithsonian-safnið í Washington í Bandaríkjunum gerðu tilraun til þess að meta fjölda skordýra í he...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?

Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...

category-iconLandafræði

Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er erfitt að skilgreina hugtakið heimsálfa á afdráttarlausan hátta. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó. ...

category-iconNæringarfræði

Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi?

Líkami okkar er samsettur úr frumefnum eins og allt annað í heiminum. Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N) en samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Nánar er fjallað um frumefni líkamans í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hver eru hels...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á kolvetnum og kaloríum?

Munurinn á kolvetnum og kaloríum er margvíslegur þótt bæði hugtökin tengist orku og varma og geti tengst mannslíkamanum. Kolvetni (e. carbohydrates) eru tiltekinn flokkur efna sem er skilgreindur nánar út frá samsetningu efnanna. Kaloría (e. calorie) er hins vegar mælieining um orku eða varma. Meðal annars er hægt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur efedrín haft hættuleg áhrif á fólk?

Í aldanna rás hefur jurtin ma huang verið notuð í kínverskum lækningum. Jurtin, sem oftast er nefnd ephedra á erlendum tungumálum, inniheldur meðal annars efedrín sem er virkasta innihaldsefnið. Efedrín er að finna í mörgum fæðubótarefnum sem markaðssett eru fyrir fólk sem vill grennast og fólk sem er að leita að ...

category-iconLífvísindi: almennt

Fyrir hvað er Jacques Monod þekktur?

Jacques Lucien Monod var fæddur í París árið 1910. Hann ólst upp í Suður-Frakklandi og gekk í skóla í Cannes en síðar í París þar sem hann lauk lísensíatprófi í náttúruvísindum árið 1931. Á næstu árum vann hann að rannsóknum á frumdýrum bæði í Strasbourg og París, en þar fékk hann árið 1934 starf við Sorbonne-hásk...

Fleiri niðurstöður