Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?

Eins og lesa má í svari mínu við spurningunni Er líklegt að í framtíðinni verði hægt að búa til greindar vélar? eru þegar til vélar sem læra. Fæstar þeirra skrifa þó sín eigin forrit, að minnsta kosti ekki í bókstaflegri merkingu. Í raun er mjög einfalt að búa til forrit sem skrifar eigin forrit. Sumir vefþjón...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er fjölmenningarhyggja? Verður hún að lokum til þess að allir í heiminum tilheyri sömu þjóðinni?

Í textanum er svarað eftirfarandi spurningum: Hvað er fjölmenningarhyggja? (Ingibjörg Óskarsdóttir) Hvað er fjölmenning? (Ágúst Sigurður, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Friðrik Stefánsson, Sóley Sigurðardóttir) Hvernig er fjölmenningarlegt samfélag skilgreint? (Eyþór Benediktsson, Kristbjörn Hauksson) Eiga land...

category-iconJarðvísindi

Er ísaldarjökull að hluta til valdur að jarðlagahalla á Íslandi eða er farg gosefna eina ástæðan?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers vegna hallast hraunlögin í Steindórsstaðaöxl í Borgarfirði inn til landsins? Er það vegna jökuls eða yngra hraunlags sem þrýstir því niður? Af hverju hallar jarðlögunum á Austurlandi til vesturs en ekki í einhverja aðra átt? Síðarnefnda uppástungan, það er farg gosefna, e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að menn sofi yfir sig, en ekki að þeir sofi of lengi?

Orðasambandið að sofa yfir sig er, eins og svo mörg önnur orð og orðasambönd í síðari alda íslensku, fengið að láni úr dönsku. Þar er talað um at sove over sig ef einhver sefur lengur en hann ætlaði sér. Ekkert er að því að nota sambandið að sofa of lengi og reyndar gera það margir, segja til dæmis: "Ég svaf of le...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju þarf að drepa kindina ef hún fær riðuveiki, er ekki hægt að lækna hana?

Riðuveiki eða riða í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur a...

category-iconHugvísindi

Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?

Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar?

Fyrst má nefna það sem stendur okkur næst, manninn, en á hverju ári eru veidd hundruð þúsunda tonna af síld. Til að mynda veiddu Íslendingar yfir 300 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. En maðurinn er ekki eini "óvinur" síldarinnar. Fjölmargar tegundir sjávardýra éta síld á öllum aldursstigum hennar. Margar fi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?

Með aukinni notkun rafmagns og raftækja undanfarin ríflega hundrað ár hafa jafnframt aukist áhyggjur manna af hættum sem geta skapast af henni, og eru þar með taldar hættur vegna rafsegulsviðs (e. electromagnetic field). Sérstaklega hafa þessar áhyggjur vaxið undanfarin um það bil 40 ár. Þannig þekkjum við flest u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það satt að örfín glerbrot séu sett í íslenska neftóbakið til að fá skjótari áhrif?

Nei, íslenska tóbakið inniheldur hvorki hrossaskít né glerbrot eins og margir telja. Ástæðan fyrir flökkusögunni um að örfín glerbrot séu í munn- eða neftóbaki er líklega sú að stundum svíður mönnum undan tóbakinu. Í íslenska neftóbakinu er hrátóbak, pottaska (kalín karbónat, K2CO3), ammoníak (NH3), salt og va...

category-iconStærðfræði

Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur raðist þannig eftir stokkun að annað hvert spil sé rautt?

Áður hefur verið fjallað um líkur tengdar stokkun í svari sama höfundar við spurningunni Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun? Þar segir meðal annars: Líkurnar á því að fá einhverja ákveðna gerð uppröðunar við stokkun má reikna út með því að finna á hve marga mismunandi vegu u...

category-iconHagfræði

Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband

Það sem er helst áhugavert við þetta frá sjónarhóli hagfræðinnar er sú einfalda staðreynd að það er engin þörf á öllu þessu gulli á jörðinni. Það er til meira en nóg af gulli og megnið af því sem hefur verið grafið úr jörðu er algjörlega gagnslaust, rykfellur bara í bankahvelfingum. Jörðin yrði því ekki í neinu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?

Nafnorðið forkunn merkir ‛ágæti, snilld’ og í eldra máli einnig ‛löngun, þrá’. Eignarfallið forkunnar- er notað sem áhersluliður lýsingarorða, langoftast í jákvæðri merkingu. Dæmi: forkunnarfagur, forkunnarfríður, forkunnarglaður, forkunnargóður og mörg fleiri. Eignarfallið forkunnar- er notað sem ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?

Þegar vetrarhörkur ríkja sækja þúsundir fugla til byggða í fæðuleit og fjölmargir landsmenn bera út fæðu fyrir þá. Á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann eru algengustu smáfuglarnir skógarþröstur (Turdus iliacus), stari (Sturnus vulgaris), hrafn (Corvus corax), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og auðnutittli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að koma átta drottningum fyrir á skákborði án þess að þær ógni hver annarri?

Áður en við byrjum að útskýra svarið við spurningunni viljum við hvetja lesendur til að spreyta sig sjálfir á þrautinni með því að hækka nokkur peð tímabundið í tign og raða þeim á borð, eða nýta sér vefsíður eins og þessa hér í tilraunastarfsemi sína. Ánægjan sem fylgir svona spurningum kemur að stóru leyti frá t...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?

Leysibendlar með rauðum eða grænum geisla eru þeir leysar sem flestir kannast við. Afl geislanna er minna en eitt milliwatt og það er hættulaust augum viðstaddra í fyrirlestrasal. Geislinn getur þó valdið langvarandi glýju í augum þeirra sem fyrir honum verða. Þess vegna er stórhættulegt að beina honum að fólki að...

Fleiri niðurstöður