Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 758 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver var Adam Smith og fyrir hvað er hann helst þekktur?

Adam Smith fæddist árið 1723 í hafnarbænum Kirkcaldy á austurströnd Skotlands og dó sextíu og sjö árum síðar, árið 1790. Eftir hann komu út tvær merkilegar bækur meðan hann lifði og að minnsta kosti önnur þeirra er ótvírætt meistaraverk. Fyrra ritið fjallaði um siðfræði og gerði höfund sinn þekktan í landi sínu en...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Bryndís Björk Ásgeirsdóttir rannsakað?

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. Hún hefur stundað rannsóknir við rannsóknarmiðstöðina Rannsóknir & greining frá árinu 1999. Þá stofnaði hún ásamt samstarfsmönnum sínum Þekkingarsetur áfalla við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík árið 2017. Rannsóknir Br...

category-iconJarðvísindi

Hvenær gýs næst á Reykjanesskaga?

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega „það er engin leið að vita það“. Það sem núna er að gerast við Grindavík kann að vera fyrsta vísbending um að næsta goshviða sé í aðsigi. Því skiptir höfuðmáli að vel sé fylgst með. Spurningunni er einnig hægt að svara í aðeins lengra máli en þar takast á tvö grundv...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni íslensku pönnukökunnar?

Tíundi kafli í Einfalda matreiðsluvasakverinu fyrir heldri manna húsfreyjur, sem kom út í Leirárgörðum aldamótaárið 1800, hefst á uppskrift af pönnukökum. Í pönnukökur er tekinn rjómi eður góð mjólk, saman við hana vel hrærð fáein egg, eður í þeirra stað lítið eitt af broddmjólk, og þar ofan í sigtað hveiti o...

category-iconHeimspeki

Hversu erfitt þarf að vera að breyta stjórnarskrám?

Segja má að meginhlutverk stjórnarskrár í lýðræðisríkjum sé af tvennum toga. Annarsvegar að stjórnarskráin sé traustur og öruggur rammi utan um stjórnskipulag, stjórnmál og löggjöf og hinsvegar að tryggja grundvallarréttindi sem talin eru undirstaða borgaralegs lýðræðissamfélags og þrískiptingar ríkisvaldsins. Stj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?

Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist. Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt f...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á þjóðtrú og hjátrú?

Jón Hnefill Aðalsteinsson segir í grein sinni um þjóðtrú í Íslenskri þjóðmenningu: Þjóðtrú er veigamikill og margslunginn þáttur þjóðmenningar og setur mark sitt á menningu flestra þjóða. Er átt við þjóðtrú í almennri og yfirgripsmikilli merkingu sem felur í sér hvaðeina af vettvangi hins yfirnáttúrulega og ós...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?

Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörn...

category-iconHugvísindi

Hvernig var vísinda- og fræðaiðkun háttað í Evrópu á miðöldum?

Á miðöldum mátti finna mikil menntasetur víða um lönd kristinna manna og múslima. Má þar til dæmis nefna Bagdad á 9. öld, en fræðimenn frá öllum löndum streymdu þangað til að gerast hluti af því samfélagi sem myndaðist í kringum „hús viskunnar“ (ar. Bayt al-Hikmah). Í Konstantínópel á 11. öld myndaðist einnig fræ...

category-iconSálfræði

Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?

Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er heila- og mænusigg og er til lækning við því?

Erfitt er að finna lækningu við sjúkdómi ef við skiljum ekki eðli hans. Til að góð lækning finnist þarf að rannsaka niður í kjölinn eðli og orsakir viðkomandi sjúkdóms og þá fyrst er hugsanlega hægt að ráðast gegn frumorsök hans. Einn þeirra sjúkdóma sem gengið hefur ákaflega illa að skilja er heila- og mænusigg s...

category-iconSálfræði

Getur persónuleiki fólks gerbreyst?

Ef svara á spurningunni hvort persónuleikinn geti tekið stakkaskiptum þarf fyrst að skilgreina hugtakið persónuleiki. Almennt er með persónuleika átt við stöðugleika eða ef til vill öllu fremur samkvæmni í hegðun manna í tíma og rúmi. Hvaða viðmiðum ættum við þá að beita um það hvenær persónuleiki einhvers hefur b...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?

Carambolatréð (Averrhoa carambola) er upprunnið í Austur-Indónesíu (Sri Lanka og Mólúkkaeyjum). Þetta er þétt, sumargrænt tré sem nær um það bil 6-9 metra hæð og gefur af sér ávöxt sem einnig er nefndur Carambola. Tréð vex á heitum og rökum slóðum þar sem rigning er nokkuð jöfn allt árið. Stálpuð tré þola vægt fr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjö...

Fleiri niðurstöður