Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8504 svör fundust
Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi?
Erfitt er að segja til um hver séu 10 sjaldgæfustu nöfn á Íslandi. Sum nöfn, sem áður voru þekkt, eru að hverfa og ef til vill aðeins einn eða tveir sem bera þau nú. Sem dæmi mætti nefna Hinrika, Ingifríður, Jónadab. Í dag er vinsælt að leita óvenjulegra nafna og eru því til ýmis nöfn sem aðeins eru borin af einni...
Hvað er mikið af peningum á jörðinni?
Ef við tökum þá stærð sem kölluð er peningamagn og almennt sparifé (M2 á fræðimáli) í öllum löndum heims, sem tölur eru til fyrir, umreiknum yfir í krónur með því að miða við kaupmátt hvers gjaldmiðils, og leggjum saman þá fæst að árið 1996 var þessi upphæð um 1,8 milljónir milljarða króna. Sjá einnig svar sama...
Hefðu menn fyrr á öldum orðið varir við Heklugos eins og varð í febrúar 2000?
Alveg örugglega hefðu þeir orðið varir við slíkt gos, bæði eldglæringar og öskufall, því að Hekla er hið næsta þéttbýlum sveitum. Hins vegar er ekki víst að þeir hefðu alltaf fært slíkt gos á bækur, enda virðist það nokkuð undir hælinn lagt hvað komist hefur í annála af þessu tagi. Þannig er næstum engra eldgosa g...
Hvað hét pabbi Abrahams?
Tara hét faðir Abrahams. Abraham fæddist Abram en var samkvæmt 1. Mósebók nefndur Abraham af Guði er Guð gerir við hann samning:Sjá, það er ég, sem hefi gjört við þig sáttmála, og þú skalt verða faðir margra þjóða. Því skalt þú eigi lengur nefnast Abram, heldur skalt þú heita Abraham, því að föður margra þjóða ...
Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við landnám?
Sama gróðurþekja og var við landnám mun ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Talið er að 25-30% af Íslandi hafi verið þakið birkiskógi eða kjarri við landnám. Áform eru uppi um að eftir 40 ár verði 5% láglendis, sem er um 2,5% landsins alls, þakið skógi. Til að ná þessu markmiði með gróðursetningu einni þyrfti ...
Hvað bendir til þess brennan í Njálu sé sönn?
Það hefur oft verið grafið á Bergþórshvoli og þar hafa fundist brunarústir. Svo virðist sem bærinn á staðnum hafi brunnið nokkrum sinnum og þess vegna er er alls ekki ólíklegt að bruninn í Njáls sögu hafi í raun og veru átt sér stað. Hægt er að lesa meira um Njáls sögu á Vísindavefnum í svörum við spurningunum:...
Hve lengi lifa ernir?
Erfitt getur verið að meta aldur dýra í náttúrunni. Þó er staðfest að haförn (Haliaeetus albicilla) nokkur sem búsettur var í Finnlandi náði rúmlega 25 ára aldri. Nokkur staðfest dæmi eru um að villtir skallaernir (Haliaeetus leucocephalus) í Norður-Ameríku hafi orðið rúmlega 28 ára gamlir, en skallaernir í ha...
Hvernig varð sjórinn til?
Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni "Hvaðan kom hafið?" er talið að sjórinn hafi að langmestu leyti orðið til úr gosgufum eldgosa í gegnum 4500 milljón ára sögu jarðar. Sumir vísindamenn telja jafnvel að hluti hafsins á jörðinni hafi líka komið með stórum halastjörnum, sem nóg va...
Hver er uppruni orðsins 'að tvínóna'?
Sögnin að tvínóna er ekki gömul í málinu og virðast elstu heimildir um hana vera frá því um 1700 samkvæmt heimildum Orðabókar Háskólans. Merkingin er 'dunda, hika, slóra'. Síðari hluti orðsins er tengdur hvorugkynsorðinu nón 'tíminn um klukkan 3 síðdegis', kvenkynsorðinu nóna sem í eldra máli var notað um tíði...
Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?
Merking orðatiltækisins að ganga ekki heill til skógar er að ‘vera ekki við góða heilsu, eiga við meiðsl eða veikindi að stríða’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er fengið úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út árið 1830. Þar er orðatiltækið prentað: ,,Hann gengr ekki heill til ...
Hvað er þetta „trútt“ sem þú getur um talað?
Orðmyndin trútt í orðasambandinu að geta trútt um talað er hvorugkyn lýsingarorðsins trúr ‘dyggur, tryggur, öruggur, áreiðanlegur’. Hún er í orðasambandinu notuð sem atviksorð. Merking atviksorðsins er ‘trúverðuglega’, það er unnt er að trúa því sem sagt er. Hægt væri að segja: ,,Verkfræðingurinn gat trútt um ...
Hér sit ég glorhungraður, hvað merkir þá eiginlega glor?
Nafnorðið glor er notað um gulgráan litarhátt sem stafar til dæmis af megurð eða hungri. Lýsingarorðið glorulegur er að sama skapi notað um fölleitan mann en einnig um dauft ljós. Enski tónlistarmaðurinn David Bowie er oft fölleitur að sjá. Hann er þess vegna glorulegur.Í orðunum glorhungraður, glorsoltinn og glor...
Hvernig er ástand neysluvatns á Íslandi?
Neysluvatnsauðlindin Nægilegt hreint vatn til neyslu hefur verið talið auðfengið og ódýrt á Íslandi. Úrkoma er mikil, eða 2000 mm á ári að jafnaði. Ísland er einnig eitt strjálbýlasta land í Evrópu ef íbúafjöldanum er dreift á allt flatarmál landsins, eða um 3 íbúar á ferkílómeter. Flestir Íslendingar búa hins v...
Hver fékk Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2016 og fyrir hvað?
Japanski líffræðingurinn Yoshinori Ohsumi hlaut Nóbelsverðlaunin í læknavísindum árið 2016 fyrir rannsóknir á frumuferli sem nefnist sjálfsát (e. macroautophagy) [1][2]. Fjölfrumungar eins og maðurinn eru samsettir úr milljörðum fruma, sem saman mynda vefi líkamans. Frumur líkamans framleiða sífellt ný prótín, og ...
Hvað er vedísk stærðfræði?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvað er vedísk stærðfræði/reikningur og er hún kennd hér á landi? Vedísk stærðfræði getur þýtt tvennt: Annars vegar var stærðfræði, sem iðkuð var á Indlandi á svonefndu vedísku tímabili frá því um 1500 til um 500 – 400 fyrir Krist, nefnd vedísk stærðfræði. Indversk stær...