Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2980 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi. Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis. Ef maður beygir ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu langt er eitt ljósár? Hversu hratt þyrfti maður að ferðast til að ná þangað á einu ári?

Ljósár er vegalengdin sem ljós ferðast á einu ári í tómarúmi. Því þarf maður að ferðast á ljóshraða til að 'ná þangað á einu ári' en eins og útskýrt er í þessu svari Þorsteins Vilhjálmssonar er það ekki hægt. Einingin ljósár er mikið notuð í stjarnvísindum þar sem einingar á borð við metra og kílómetra hrökkva ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað var Kristur að gera milli föstudagsins langa og páskadags, samanber trúarjátninguna?

Þessari spurningu er nú ekki létt að svara, en eins og spyrjandi nefnir, þá segir svo í trúarjátningunni um dauða Jesú: "Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur dáinn og grafinn, steig niður til heljar". Orðalagið steig niður til heljar var sótt í fyrra Pétursbréf (3.19) þar sem segir: Í andanum fór hann...

category-iconSálfræði

Hvað fær menn til að nota ung börn kynferðislega?

Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar fjallar sérstaklega um kynferðisafbrot sem beinast gegn börnum geranda. Fræðimenn sem rannsakað hafa kynferðislega misnotkun á börnum hafa meðal annars flokkað kynferðisafbrotamenn á þennan hátt: Gerandinn sem leitar eftir ástúð og hlýju Gerandinn þar sem allt snýst um kyn...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?

Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju voru geldingar látnir syngja í gamla daga?

Geldingahefðin átti uppruna sinn í kirkjutónlist, líklega um miðja 16. öld, enda var konum meinað að koma fram í húsi Drottins. Sums staðar sungu kórdrengir sópranrödd en það tók enda þegar þeir fóru í mútur og því var nauðsynlegt að þjálfa stöðugt nýja drengi til söngs. Geldingar (castrato) tóku þátt í óperuflutn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?

Karlsvagninn er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni og er þekktasta samstirnið sem sést frá Íslandi. Hugtakið samstirni er notað yfir mynstur á himninum sem eru ekki sjálfstæð stjörnumerki. Önnur þekkt samstirni eru Sjöstirnið og Sumarþríhyrningurinn. Raunar minnir Karlsvagninn frekar á pott heldur en vagn Karl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við í Tækniskólanum ætlum að fresta fundi en erum ósammála, getið þið hjálpað?

Svar við þessari spurningu birtist fyrst 27.2.2015. Það var skrifað án þess að tími gæfist til að kanna málið vel og þess vegna er hér önnur útgáfa af svarinu. Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag, við erum nokkur ósammála um hvenær þessi fundur á að vera: Starfsmanna- og kennarafundurinn sem v...

category-iconTrúarbrögð

Hvernig varð Guð til?

Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis. Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr...

category-iconHugvísindi

Er það rétt að tiltölulega fleiri örnefni í landinu tengist svínum en sauðfé? Ef svo er, hvernig stendur þá á því?

Ólíklegt er að tiltölulega fleiri örnefni hér á landi tengist svínum en sauðfé. Engin leið er að komast að því sanna, því að ógerningur er að telja íslensk örnefni með neinni nákvæmni eins og er. Purkey í Hvammsfirði.Vissulega eru mörg örnefni tengd svínum í landinu, Svínahraun, Galtafell, Gyltuskarð, Gríshóll, P...

category-iconHeimspeki

Hvernig sannar vitund að til er annað en hún?

Spyrjandi á væntanlega við hvort mögulegt sé, og þá hvernig, að setja fram sönnun á tilvist annarra hluta en eigin vitundar. Erfitt, eða jafnvel ómögulegt, er að efast um tilvist eigin vitundar en spurningin er hvort ég geti til dæmis sannað að hlutirnir sem ég skynja í kring um mig eigi sér sjálfstæða tilvist fre...

category-iconMálvísindi: íslensk

Tja, nú veit ég ekki - hvers konar orð er þetta tja?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar orð er „tja“ og hvaðan kemur það, til dæmis „tja, nú veit ég ekki“? Smáorðið tja flokkast undir upphrópanir. Í Íslenskri orðsifjabók skýrir Ásgeir Blöndal Magnússon það á eftirfarandi hátt (1989:1046): ... orðmyndin lætur í ljós óvissu, vafa, hik. Líklega tökuor...

category-iconHeimspeki

Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?

Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...

category-iconFöstudagssvar

Átti David Hasselhoff einhvern þátt í falli Berlínarmúrsins eins og hann heldur sjálfur fram?

Eins og kemur fram í svari við spurningunni Af hverju var Berlínarmúrinn reistur? er nokkuð erfitt að segja til um byggingarár múrsins. Frá því að verkið hófst árið 1961 og allt þar til árið 1975 voru gerðar stöðugar endurbætur á honum. Í áraraðir gat enginn flúið Austur-Berlín án þess að stofna lífi og limum í hæ...

Fleiri niðurstöður