Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2638 svör fundust
Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað eru Doppler-hrif og hvernig getum við séð að stjarna er á leið til okkar eða frá? Eru það sömu áhrif sem sýna okkur að bíll er að nálgast eða fara burt?Margir hafa veitt því athygli að sírenuhljóð sjúkrabíls eru ekki þau sömu þegar hann nálgast okkur og þegar hann fjarlægi...
Hvernig myndast sjávarrof við Ísland?
... því hafgang þann ei hefta veður blíð sem voldug reisir Rán á Eyjasandi, þar sem hún heyir heimsins langa stríð.Þannig lýsir Jónas Hallgrímsson sjávaröldunni sem sífellt nagar landið. Því hafaldan er alltaf að, þó að mest muni um öldugang í stórviðrum. Um það efni lærðu jarðfræðingar merka lexíu í Sur...
Hvers vegna er ekki hægt að deila með núlli í stærðfræði?
Þessari spurningu er hægt að svara á ýmsa vegu, allt eftir því hvaða skilning menn leggja í deilingarhugtakið. Hér verða því gefin þrjú svör við spurningunni, hvert í sínum hluta, þannig að sem flestir geti fengið svar við sitt hæfi. 1. Deiling sem skipting í jafna hópa Þegar nemendum er fyrst sagt frá dei...
Hvaða dýrategund er elst?
Út frá rannsóknum á steingervingum er sennilegt að tegund nokkur af fylkingu armfætlinga (brachiopoda), sem fengið hefur íslenska nafnið tyngla en nefnist á latínu lingula, sé sú tegund sem lengst hefur verið við lýði af núlifandi tegundum jarðarinnar. Tegund þessi hefur fundist í steingervingalögum frá kambríum t...
Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?
Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...
Út af hverju eru íslenskar kartöflur rauðar?
Kartöflur komu til Evrópu frá Ameríku seint á 16 öld en bárust fyrst til Íslands árið 1758. Þær hafa borist hingað margoft síðan og þau yrki sem nú eru ræktuð eru öll komin hingað að utan. Þær kartöflur sem hægt er að segja að séu íslenskar eru þær sem búið er að rækta á Íslandi í langan tíma, hafa að einhverju l...
Eru hundar skyldir bjarndýrum?
Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er allt líf hér á jörðinni komið af einni rót, það er að segja að allt líf á jörðinni sé einstofna. Darwin taldi að allt líf hafi sprottið af frumstæðum dreifkjörnungum sem lifðu fyrir meira en 3,5 milljörðum ára. Frá þeim hafi plöntur, bakteríur, sveppir og dýr komið fram á un...
Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?
Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með tilvísun til trúarinnar. Þorgeirsboli, ol...
Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?
Í nútímamáli er greint á milli eintölu og fleirtölu persónufornafna eftir því hvort talað er um einn eða fleiri. Í eldri íslensku var þessi skipting þríþætt: eintala, tvítala (við, þið) og fleirtala (vér, þér). Sama gilti um eignarfornöfn. Á síðari málstigum varð breyting á. Tvítalan tók við hlutverki fleirtölu en...
Af hverju lifa ekki moskítóflugur á Íslandi, fyrst þær geta lifað báðum megin á Grænlandi?
Moskítóflugur, Culicidae, eru tvívængjur, Diptera, sem lifa um allan heim. Fullorðin kvendýr sjúga blóð úr spendýrum, fuglum og í sumum tilfellum skriðdýrum til að afla næringar og próteina. Án blóðmáltíðar geta þær ekki þroskað egg. Þær lifa ekki hér á landi, en eru algengar í nágrannalöndunum. Á Grænlandi er...
Gæti ég fengið að vita allt um hornsíli?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) er ein af tólf tegundum síla innan ættarinnar Gasterosteidae. Þessar tegundir lifa á norðurhveli jarðar. Hornsíli draga nafn sitt af broddum sem eru á bakinu framan við bakuggann. Hornsílið hefur þrjá slíka brodda enda kallast hornsílið á ensku threespice stickleback. Aðrar teg...
Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?
Þetta er ein af þeim spurningum sem réttast og einfaldast er að svara með því að spyrja á móti: "Af hverju ekki?" Eða væri einhver önnur röð eðlilegri, hagkvæmari eða betri? Menn hafa viljað skrifa niður alla stafi ritmálsins og hafa þá auðvitað gert það í einhverri röð. Síðan hefur smám saman komist á samkomu...
Hvað þýðir 'baðm' í orðinu baðmull?
Orðið baðmull er íslenskun á danska orðinu bomuld frá 19. öld. Eldri íslensk mynd er bómull sem þekkist frá því á 17. öld. Bómull hefur sjálfsagt þótt of dönskuskotið orð og því hefur orðið baðmull verið búið til, sett saman af baðmur ‛tré’ og ull. Baðmull vex á runnum, ekki trjám.Ástæða þess að baðmur var...
Hvaða Danakonungur ákvað að gefa Íslendingum sjálfstæði?
Eiginlega enginn, að minnsta kosti enginn einn. Eini konungurinn sem mér vitanlega tók persónulega ákvörðun um að veita Íslendingum sjálfstæðari stöðu en þeir höfðu haft fram að þeim tíma var Kristján áttundi, sem skipaði svo fyrir árið 1840, þvert ofan í tillögur embættismanna sinna, að Íslendingum yrði gefinn ko...
Hvaða spendýr syndir hraðast?
Það spendýr sem syndir hraðast er háhyrningstarfur (Orcinus orca). Hraði dýrs af tegundinni mældist 55,5 km/klst. í Kyrrahafi árið 1958. Sá var 6,1-7,62 m. langur. Höfrungstegundin Phocoenoides dalli ku geta náð sama hraða á stuttri vegalengd. Heimild: Heimsmetabók Guinness 1990, Örn og Örlygur, 1989. ...