Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1378 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Getur verið banvænt að taka inn LSD og getur efnið valdið geðveiki?

Ekki eru þekkt dæmi um að of stórir skammtar af LSD hafi beinlínis valdið dauða en sál- og geðræn áhrif efnisins geta hæglega verið banvæn. LSD (lýsergsýruetýlamín) er ofskynjunarefni sem breytir skynjun, hugsunum og tilfinningum fólks. Ofskynjun getur náð til allra skynfæra, það er hún getur komið fram í sjón...

category-iconSálfræði

Hvað getið þið sagt mér um geðhvarfasýki II og að hvaða leyti er hún ólík hringhygli?

Geðhvarfasýki telst til geðrofssjúkdóma þar sem fram koma ýmis geðrofseinkenni, svo sem missir á raunveruleikatengslum, ofskynjanir, ranghugmyndir og truflun á formi hugsana eða tilfinningaflatneskja, framtaksleysi og þunglyndi. Geðhvarfasýki er almennt talin hrjá um 1% þjóðarinnar. Sjúkdómnum er skipt í undirflok...

category-iconSálfræði

Hver eru einkenni meðvirkni?

Enginn veit með vissu hvaðan hugtakið meðvirkni (e. codependence) kemur. Flestir telja að það eigi rætur að rekja til enska hugtaksins co-alcoholic. Einkenni hins meðvirka voru í upphafi rakin til streitunnar sem fólk upplifir við að búa með alkóhólista eða fíkli. Það kom í ljós að þegar alkóhólistinn hætti að dre...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Gat fólk skilið í gamla daga?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hægt að útskýra hvað list er?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig útskýrir maður list? Er það kannski of stórt og vítt hugtak til þess að hægt sé að útskýra það? Eða er það bara of umdeilt til þess að hægt sé að skilja það til fullnustu? Til eru fjölmargar leiðir til að útskýra list en vandinn er sá að ekki er almenn samstaða um e...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?

Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Max Weber og hvert var framlag hans til félagsvísinda?

Þýski félagsfræðingurinn Max Weber fæddist 2. apríl 1864 og lést úr lungnabólgu 14. júní 1920. Þrátt fyrir tiltölulega skamma ævi er vísindalegt framlag Webers slíkt að hann telst, ásamt Karli Marx og Émile Durkheim, einn merkasti frumkvöðull nútímafélagsvísinda. Skrif hans spanna vítt svið og hafa, auk risahlutve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til íslensk orð, gömul eða ný, sem innihalda bókstafinn w?

Fjöldi orða hefur verið ritaður með bókstafnum w í hinni löngu sögu ritaðrar íslensku. Varðveittir eru textar á íslensku, öðru nafni norrænu, með latínuletri frá því á 12. öld. Táknið w var ekki algengt í elstu handritunum en því bregður þó fyrir, meðal annars í Grágásarhandriti frá lokum 12. aldar þar sem orðm...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hefur íslenskt samfélag einhvern tíma verið stéttlaust?

Svarið við spurningunni veltur á tvennu. Annars vegar því hvaða skilning við leggjum í orðið stéttleysi og þar með stéttskiptingu og hins vegar því hver raunveruleikinn var á ýmsum tímabilum Íslandssögunnar. Um hríð hefur sú hugmynd verið nokkuð útbreidd meðal almennings að Ísland sé og hafi verið stéttlaust samfé...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er átt við þegar talað er um dökku hlið tunglsins?

Engin hlið tunglsins er alltaf dökk vegna þess að sólarljósið skín jafnmikið á allar hliðar þess í hverjum mánuði. Hins vegar eru hlutar tunglsins sem sjást aldrei frá jörðu og hefur "dökka hlið tunglins" stundum verið látið vísa til þess. Þetta er þó villandi notkun. Spurningin í heild var sem hér segi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað gerist á jörðinni ef tunglið yrði sprengt í loft upp?

Ef tunglið yrði sprengt í tætlur með sprengju í miðju þess mundi það að sjálfsögðu hverfa af himninum ásamt öllum atburðum sem tengjast því, þar á meðal sólmyrkvum. Ef til vill mundu koma fram hringir í staðinn, svipað og á Satúrnusi. Einhver brot kynnu að skella á jörðinni. Sjávarföll mundu minnka til muna og bre...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er innri gerð snjókorna? Eru engin tvö snjókorn eins?

Andri Vigfússon, Karl Valur Guðmundsson og Þórdís Katla Bjartmarz, nemendur í FSu, spurðu: 'Hvernig er bygging snjókorna?' Eiríkur Rafn spurði: 'Hvers vegna eru öll snjókorn mismunandi og hvað gerir þau svona ólík hvert öðru og hvernig getur það verið svona nákvæmt?' Hugrún spurði: 'Er rétt að engin tvö snjókorn...

category-iconFélagsvísindi

Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?

Upphafleg spurning í heild var sem hér segir:Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í ...

Fleiri niðurstöður