Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 926 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá tilteknum stað?

Upphafleg spurning hljóðaði svo: Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá Sauðárkróki og/eða Eyjafirði. Og hvenær ársins séð frá norðanverðu Seltjarnarnesi?Spyrjandi á við það, hvenær sólin setjist í hafið í stað þess að setjast á land, séð frá viðkomandi stað. Stutta svarið er að þetta er algerlega háð staðháttu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getur þú sagt mér um Giardia-sníkjudýrið sem fannst í vatninu í Osló?

Nýverið var greint frá því að í drykkjarvatni Oslóarbúa væri sníkjudýr sem gæti skaðað menn og gerði vatnið því óhæft til neyslu beint úr krananum. Hér er um að ræða einfrumung sem kallast Giardia duodenalis (= Giardia lamblia og Giardia intestinalis) en hann tilheyrir svonefndum svipudýrum og er tæplega 1/50 úr m...

category-iconLæknisfræði

Geta karlmenn fengið fullnægingu þótt þeir séu ófrjóir?

Ófrjósemi karla hefur ekki áhrif á getu þeirra til að fá fullnægingu. Sem dæmi má nefna að þó karlmaður gangist undir ófrjósemisaðgerð þannig að sæði hans inniheldur ekki lengur sáðfrumur, hefur aðgerðin engin áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Hins vegar þarf karlmaður að fá fullnægingu eða sáðlát til að get...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?

Það sem í daglegu tali er kallað hálsbólga eru særindi í hálsi vegna bólgu sem er viðbragð við sýkingu vegna ónæmiskerfisins. Ef það nægir ekki til að ráða niðurlögum sýkingar þarf að ræsa sértæka ónæmiskerfið. Þegar veira eða baktería kemst í vefi líkamans eru þar sérstakar átfrumur (e. macrophages) sem þekkj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?

Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...

category-iconLögfræði

Ef farþegi í bílnum mínum væri að deyja, mundi ég þá brjóta lög ef ég keyrði yfir hámarkshraða til að bjarga lífi hans?

Í íslenskum rétti eru reglur um svokallaðan neyðarrétt sem geta mögulega leitt til þess að hraðakstur, í því skyni að bjarga lífi manneskju, væri talinn lögmætur og ekki varða refsingu. Í neyðarrétti felst í stuttu máli að það er viðurkennt að í ákveðnum tilvikum geti verið nauðsynlegt að fórna minni hagsmunum fyr...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?

Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr er trektkönguló og er hún hættuleg?

Til svonefndra trektköngulóa teljast nokkrar tegundir innan ættkvíslarinnar Hydronyche og ein innan ættkvíslarinnar Atrax (A. Robust), alls 42 tegundir. Ástæðan fyrir nafngiftinni er gerð köngulóarvefsins sem er trektlaga og frábrugðinn hefðbundnum flatlaga vefjum flestra köngulóategunda. Trektköngulær eru sva...

category-iconVísindavefur

Er jörðin flöt?

Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...

category-iconJarðvísindi

Hver var Sigurður Þórarinsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var bóndasonur, alinn upp á Teigi í Vopnafirði. Þrátt fyrir lítil efni foreldranna var hann settur til bókar og lauk stúdentsprófi frá MA 1931. Eftir eins vetrar jarðfræðinám í Kaupmannahöfn flutti hann sig til Stokkhólms þar sem jarðfræðideildin státaði á þeim tíma af merkum og fj...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru háloftavindar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru háloftavindar? Hvernig verða þeir til? Í hvaða hæð eru þeir? Í stuttu máli þá eru háloftavindar vindar í lofthjúpnum þar sem viðnám yfirborðs jarðarinnar gætir ekki. Þeir myndast vegna þrýstimunar, líkt og allur vindur. Í háloftunum eru vindrastir þar sem vindur er mu...

category-iconLæknisfræði

Hafa nýju mRNA-bóluefnin við COVID-19 verið prófuð á öldruðu fólki?

Öll spurningin hljóðaði svona: Fólk á umönnunarstofnunum og gamalt fólk er í forgangi fyrir COVID-19-bóluefni. Ónæmissvarið veikist með aldrinum. Hafa bóluefnin, ekki síst mRNA-bóluefnin, verið prófuð á öldruðu fólki og þá hversu öldruðu? Verið er að þróa yfir 50 mismunandi bóluefni við COVID-19. Þróun þess...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu?

Spurningin öll með nánari skýringu hljóðaði svona:Er hægt að nota orðið skipulag í fleirtölu? Er það kannski ekki fleirtöluorð? Ég er að vinna á skipulagssviði og er oft að auglýsa fleiri en eitt skipulag. (t.d. deiliskipulag eða aðalskipulag) Þá þvælist fyrir okkur að ekki sé hægt að auglýsa t.d. nokkur „skipulög...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru ísbirnir á litinn undir feldinum?

Það kann að koma einhverjum á óvart en undir feldinum er skinn hvítabjarna (Ursus maritimus) svart. Reyndar er skinn hvítabjarnarhúna bleikt þegar þeir koma í heiminn, en um það leyti sem þeir skríða úr hýðinu, þar sem dvelja fyrstu mánuði ævi sinnar, er skinn þeirra orðið svart. Talið er að þessi dökki litur sé e...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju gefur fólk gjafir um jólin og hvenær varð sá siður almennur?

Jólahald var ekki með sama sniði um alla Evrópu á fyrri öldum. Það var breytilegt í tímans rás eftir löndum, héruðum og kirkjuskipan. Jólagjafir virðast að sumu leyti sprottnar frá hinum fornu rómversku skammdegishátíðum, en þær voru í eðli sínu alþýðlegar nýársgjafir. Áramót voru víða á miðöldum miðuð við fæð...

Fleiri niðurstöður