Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?

Þórdís Kristinsdóttir

Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti og beinverkir eru til staðar eru það merki um flensu, sem oft er ruglað saman við kvef, en er í raun annar og alvarlegri sjúkdómur. Kvefeinkenni eru aftur á móti mjög oft hluti af einkennum flensu.

Nefstífla er oftast afleiðing kvefs vegna veirusýkingar, en getur einnig stafað af til dæmis ofnæmi, sepum í nefi og ofnotkun nefúða.

Margir telja að við kvef stíflist nefið vegna mikillar framleiðslu slíms, eða hors. Í raun stafar stíflan þó helst af bólgu í slímhimnu og æðum í henni. Nefholið er klætt slímhúð sem er eins og nafnið gefur til kynna þekja sem er hulin slími á ytra borði, en í slímhúðinni er einnig mikið af æðum. Slímið myndast í sérstökum kirtlum sem opnast út á yfirborð og í frumum í þekjunni sem kallast bikarfrumur. Slímið gegnir mikilvægu hlutverki í hreinsi- og varnarstarfsemi líkamans.

Það er frekar bólga en mikið slím sem veldur stífluðu nefi og því ekki víst að stíflan losni við það að snýta sér.

Framleiðsla slíms stjórnast fyrst og fremst af áreiti á slímhúðina svo sem vegna veira, ofnæmisvalda eða annarra ertandi agna. Þegar að fólk fær kvef ræðst veira á slímhúðina og sýkir hana. Í upphafi verður þá vart kláða og hnerra en svo veldur aukin slímmyndun gulgrænu nefrennsli. Við þetta áreiti verður einnig bólguviðbragð í slímhúðinni og æðum á svæðinu sem veldur nefstíflunni sjálfri. Æðavíkkun og aukið gegndræpi æða eykur blóðflæði um svæðið og gerir varnarefnum í blóði, svo sem átfrumum og mótefnum, kleift að komast í vefi og vinna þar á orsakavaldi sýkingar.

Nefstífla getur valdið miklum óþægindum í daglegu lífi. Meðal annars getur hún haft áhrif á heyrn og tal og mikil stífla getur haft áhrif á svefn. Til að vinna gegn nefstíflu er hægt að nota nefúða sem veldur æðasamdrætti og eykur þannig rými í nefholi og auðveldar andardrátt. Um nefúða má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.11.2013

Spyrjandi

Eva María Guðmundsdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2013. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=18063.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 19. nóvember). Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18063

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2013. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18063>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna stíflast nefið þegar maður fær kvef?
Kvef er bráðsmitandi, hvimleiður en meinlaus veirusjúkdómur sem veldur bólgum og óþægindum í öndunarfærum og í sumum tilfellum einnig í afholum nefs, miðeyra og augum. Einkenni kvefs eru nefrennsli og stíflað nef, særindi í hálsi, hósti og hnerri. Stundum getur þreyta, máttleysi og höfuðverkur fylgt kvefi. Ef hiti og beinverkir eru til staðar eru það merki um flensu, sem oft er ruglað saman við kvef, en er í raun annar og alvarlegri sjúkdómur. Kvefeinkenni eru aftur á móti mjög oft hluti af einkennum flensu.

Nefstífla er oftast afleiðing kvefs vegna veirusýkingar, en getur einnig stafað af til dæmis ofnæmi, sepum í nefi og ofnotkun nefúða.

Margir telja að við kvef stíflist nefið vegna mikillar framleiðslu slíms, eða hors. Í raun stafar stíflan þó helst af bólgu í slímhimnu og æðum í henni. Nefholið er klætt slímhúð sem er eins og nafnið gefur til kynna þekja sem er hulin slími á ytra borði, en í slímhúðinni er einnig mikið af æðum. Slímið myndast í sérstökum kirtlum sem opnast út á yfirborð og í frumum í þekjunni sem kallast bikarfrumur. Slímið gegnir mikilvægu hlutverki í hreinsi- og varnarstarfsemi líkamans.

Það er frekar bólga en mikið slím sem veldur stífluðu nefi og því ekki víst að stíflan losni við það að snýta sér.

Framleiðsla slíms stjórnast fyrst og fremst af áreiti á slímhúðina svo sem vegna veira, ofnæmisvalda eða annarra ertandi agna. Þegar að fólk fær kvef ræðst veira á slímhúðina og sýkir hana. Í upphafi verður þá vart kláða og hnerra en svo veldur aukin slímmyndun gulgrænu nefrennsli. Við þetta áreiti verður einnig bólguviðbragð í slímhúðinni og æðum á svæðinu sem veldur nefstíflunni sjálfri. Æðavíkkun og aukið gegndræpi æða eykur blóðflæði um svæðið og gerir varnarefnum í blóði, svo sem átfrumum og mótefnum, kleift að komast í vefi og vinna þar á orsakavaldi sýkingar.

Nefstífla getur valdið miklum óþægindum í daglegu lífi. Meðal annars getur hún haft áhrif á heyrn og tal og mikil stífla getur haft áhrif á svefn. Til að vinna gegn nefstíflu er hægt að nota nefúða sem veldur æðasamdrætti og eykur þannig rými í nefholi og auðveldar andardrátt. Um nefúða má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist þegar maður sprautar nefúða í nefið á sér?

Mynd:

...