Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?

Þórdís Kristinsdóttir

Það sem í daglegu tali er kallað hálsbólga eru særindi í hálsi vegna bólgu sem er viðbragð við sýkingu vegna ónæmiskerfisins. Ef það nægir ekki til að ráða niðurlögum sýkingar þarf að ræsa sértæka ónæmiskerfið.

Þegar veira eða baktería kemst í vefi líkamans eru þar sérstakar átfrumur (e. macrophages) sem þekkja sýkla og framandi efni og koma bólguviðbragði af stað. Þær seyta svokölluðum sýtókínum (e. cytokines) og kemókínum (e. chemokines) sem laða úr blóðinu fleiri frumur ónæmiskerfisins og draga á sýkingarsvæðið. Fyrstir á svæðið eru daufkyrningar (e. neutrophiles), síðan koma einkjörnungar (e. monocytes) sem breytast í átfrumur er þær koma út í vefi og á eftir þeim koma rauðkyrningar (e. eosinophiles). Þessar frumur hafa allar það hlutverk að drepa sýkla og framandi efni.

Bólgusvar veldur því að gegndræpi æða eykst sem auðveldar þessum frumum að komast úr blóði út í vefi og auk þess verður æðavíkkun svo blóðflæði á svæðið eykst. Saman veldur þetta einkennum bólgu sem eru roði, hiti, bólga og sársauki, en frumur bólgusvarsins losa efni í vefjum sem valda sársauka. Tilgangur bólgusvarsins er bæði að halda sýkingu staðbundinni og að reyna að ráða niðurlögum hennar. Ef þetta nægir ekki þarf líkaminn að grípa til frekari aðgerða.

Sýnileg einkenni bólgusvars eru bólga og roði.

Í hálsinum er fjöldi lítilla dreifðra eitla, auk hálskirtlanna, sem eru í raun eitlar en ekki kirtlar. Eitlar eru lítil kúlu- eða egglaga líffæri og eru hluti ónæmiskerfisins. Þeir eru dreifðir um allan líkamann og sjá um að sía vessa í vessaæðum og hreinsa úr honum óhreinindi og framandi eindir, svo sem bakteríur. Í eitlum er mikið af átfrumum og eitilfrumum sem gegna þessu hlutverki.

Ef bólgusvar og frumur ósértæka ónæmiskerfisins geta ekki ráðið niðurlögum sýkingar í líkamanum ferðast sérstakar sýnifrumur sem þekkja sýkla (e. dentritic cells) til eitla. Þar geta þær ræst B- og T-eitilfrumur sem halda til í eitlum í óvirkjuðu ástandi. Ræsingin veldur því að eitilfrumurnar fjölga sér og þroskast. Þroskaðar B-frumurnar seyta mótefnum til að ráða niðurlögum sýkingarinnar en þroskaðar T-frumur drepa sýkla eða sýktar frumur beint. Þessi ræsing og fjölgun á sér stað í eitlum og veldur því að þeir bólgna.

Ekki er mælt með því að nota klaka til að draga úr hálsbólgu.

Þegar við bólgnum vegna meiðsla má minnka bólguna og einkenni hennar með að kælingu. Kuldinn veldur því að æðar dragast saman og blóðflæði, og þar með bólga og sársauki, minnkar. Þegar um ræðir hálsbólgu er dæmið ekki jafneinfalt. Vissulega er fyrsta svar við sýkingu í hálsinum bólga og kæling gæti mögulega haft einhver áhrif til að minnka blóðflæði og bólgu. Þessi áhrif eru þó ekki mikil og kuldinn við háls veikrar manneskju myndi líklegast valda henni meiri óþægindum en hann myndi gera gagn. Kæling hefur auk þess engin áhrif á bólgna eitla og því er ekki hægt að mæla með þessari meðferð við hálsbólgu, þó svo að hugmyndin eigi vissulega rétt á sér.

Myndir:


Höfundar þakkar læknum við Landspítalann aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.9.2012

Spyrjandi

Sigurður Freyr Sigurðarson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?“ Vísindavefurinn, 13. september 2012, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61939.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 13. september). Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61939

Þórdís Kristinsdóttir. „Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2012. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61939>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?
Það sem í daglegu tali er kallað hálsbólga eru særindi í hálsi vegna bólgu sem er viðbragð við sýkingu vegna ónæmiskerfisins. Ef það nægir ekki til að ráða niðurlögum sýkingar þarf að ræsa sértæka ónæmiskerfið.

Þegar veira eða baktería kemst í vefi líkamans eru þar sérstakar átfrumur (e. macrophages) sem þekkja sýkla og framandi efni og koma bólguviðbragði af stað. Þær seyta svokölluðum sýtókínum (e. cytokines) og kemókínum (e. chemokines) sem laða úr blóðinu fleiri frumur ónæmiskerfisins og draga á sýkingarsvæðið. Fyrstir á svæðið eru daufkyrningar (e. neutrophiles), síðan koma einkjörnungar (e. monocytes) sem breytast í átfrumur er þær koma út í vefi og á eftir þeim koma rauðkyrningar (e. eosinophiles). Þessar frumur hafa allar það hlutverk að drepa sýkla og framandi efni.

Bólgusvar veldur því að gegndræpi æða eykst sem auðveldar þessum frumum að komast úr blóði út í vefi og auk þess verður æðavíkkun svo blóðflæði á svæðið eykst. Saman veldur þetta einkennum bólgu sem eru roði, hiti, bólga og sársauki, en frumur bólgusvarsins losa efni í vefjum sem valda sársauka. Tilgangur bólgusvarsins er bæði að halda sýkingu staðbundinni og að reyna að ráða niðurlögum hennar. Ef þetta nægir ekki þarf líkaminn að grípa til frekari aðgerða.

Sýnileg einkenni bólgusvars eru bólga og roði.

Í hálsinum er fjöldi lítilla dreifðra eitla, auk hálskirtlanna, sem eru í raun eitlar en ekki kirtlar. Eitlar eru lítil kúlu- eða egglaga líffæri og eru hluti ónæmiskerfisins. Þeir eru dreifðir um allan líkamann og sjá um að sía vessa í vessaæðum og hreinsa úr honum óhreinindi og framandi eindir, svo sem bakteríur. Í eitlum er mikið af átfrumum og eitilfrumum sem gegna þessu hlutverki.

Ef bólgusvar og frumur ósértæka ónæmiskerfisins geta ekki ráðið niðurlögum sýkingar í líkamanum ferðast sérstakar sýnifrumur sem þekkja sýkla (e. dentritic cells) til eitla. Þar geta þær ræst B- og T-eitilfrumur sem halda til í eitlum í óvirkjuðu ástandi. Ræsingin veldur því að eitilfrumurnar fjölga sér og þroskast. Þroskaðar B-frumurnar seyta mótefnum til að ráða niðurlögum sýkingarinnar en þroskaðar T-frumur drepa sýkla eða sýktar frumur beint. Þessi ræsing og fjölgun á sér stað í eitlum og veldur því að þeir bólgna.

Ekki er mælt með því að nota klaka til að draga úr hálsbólgu.

Þegar við bólgnum vegna meiðsla má minnka bólguna og einkenni hennar með að kælingu. Kuldinn veldur því að æðar dragast saman og blóðflæði, og þar með bólga og sársauki, minnkar. Þegar um ræðir hálsbólgu er dæmið ekki jafneinfalt. Vissulega er fyrsta svar við sýkingu í hálsinum bólga og kæling gæti mögulega haft einhver áhrif til að minnka blóðflæði og bólgu. Þessi áhrif eru þó ekki mikil og kuldinn við háls veikrar manneskju myndi líklegast valda henni meiri óþægindum en hann myndi gera gagn. Kæling hefur auk þess engin áhrif á bólgna eitla og því er ekki hægt að mæla með þessari meðferð við hálsbólgu, þó svo að hugmyndin eigi vissulega rétt á sér.

Myndir:


Höfundar þakkar læknum við Landspítalann aðstoð við gerð þessa svars....