Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hverjir eru 10 merkilegustu atburðir Íslandssögunnar á 20. öld?

Á Vísindavefnum er svar mitt við spurningu um hvaða ár var merkilegast í sögu Íslands. Þar reyni ég að útskýra hvers vegna spurningum um hvað var merkilegt í sögunni verður ekki svarað á einfaldan vísindalegan hátt. Þar kemur til mat hvers og eins á því hvað sé merkilegt í mannlífinu yfirleitt. Þeir sem meta efnah...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er arfgengt að eignast tvíbura?

Hér er einnig svar við spurningunni:Eru líkurnar á að eignast tvíbura meiri ef það eru margir tvíburar í ætt föðurins eða veltur það eingöngu á ætt móðurinnar? Tvíburar geta verið eineggja eða tvíeggja, sem er mun algengara. Eineggja tvíburar verða til úr nákvæmlega sama erfðaefninu, einu eggi og einni sæðisfrumu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eiga pólskipti sér stað? Hvað stendur hvert segulskeið lengi?

Áður en lengra er haldið er lesendum bent á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvað eru pólskipti? en þar er fjallað um hreyfingar innan jarðkjarnans og myndun jarðsegulsviðs. Öðru hvoru virðast hreyfingar innan jarðkjarnans verða of hægfara, of óreglulegar, eða jafnvel of reglulegar, til þess að ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni?

Svonefnt fjölblöðrueggjastokkaheilkenni er notað um það þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. Það gengur yfirleitt undir skammstöfuninni PCOS (Polycystic Ovarian Syndrome). Fjölbröðrueggjastokkaheilkenni er með algengari innkirtlakvillum hjá konum og er talinn hrjá allt að 20% kvenna í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig rata farfuglarnir á milli landa?

Vísindamenn telja að helstu kennileiti farfugla séu segulsvið jarðar og staðsetning himintunglanna. Það var Þjóðverjinn Wolfgang Wiltschko sem sýndi fyrstur manna fram á að fuglar nota segulsvið jarðar sem áttavita. Wiltschko gerði tilraun með þetta árið 1966 sem lesa má um í svari Jóns Más Halldórssonar Hvern...

category-iconVísindavefurinn

Hvað eru til svör við mörgum spurningum á Vísindavefnum?

Með þessu svari eru svörin á Vísindavefnum orðin 10.092. Sú tala á reyndar ekki við nema stutta stund því innan tíðar hefur svörunum fjölgað um eitt. Ef þetta svar er lesið einhverjum dögum, vikum, mánuðum eða jafnvel árum eftir að það birtist, er staðan síðan orðin öllt önnur! Svarið við þessari spurning breyt...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvenær gæti Indland orðið fjölmennara en Kína?

Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni allri í framtíðinni, en einnig í hverri heimsálfu fyrir sig, í einstökum löndum, skilgreindum landsvæðum og borgum. Um mannfjöldaspár er fjallað í svari við ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig drepur rafstraumur lifandi vef?

Rafstraumur getur bæði valdið minniháttar skaða í lifandi vefjum og einnig verið banvænn. Þegar straumur hleypur gegnum líkamann myndast hiti og staðbundin skemmd verður í vefjum sem er í raun brunadrep. Raflost, það er að segja mikill straumur í snöggu höggi af völdum háspennu, getur líka orðið mönnum að fjörtjón...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er pipar og hvernig verður hann til?

Pipar er krydd úr berjum piparjurtarinnar (Piper nigrum). Piparjurtin er klifurjurt upprunnin í hitabelti Asíu. Jurtin getur náð 4-6 metra hæð. Þriggja til fjögurra ára gömul byrjar jurtin að blómstra litlum hvítum blómum sem verða að berjum og kallast piparkorn. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer bragð og lit...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...

category-iconLögfræði

Hver er lagaleg skilgreining á orðinu hjúskapur?

Í lögum er ekki að finna neina hnitmiðaða skilgreiningu á hjúskaparhugtakinu. Hins vegar má komast þannig að orði að hjúskapur sé samningur með stöðluðum samningsskilmálum. Nú geta borgararnir gert margvíslega samninga sín í milli. Oft koma einstaklingar sér saman um samningsskilmála, ýmist skriflega eða munnl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta mannvera í heiminum til?

Þróunarfræðin gerir ekki ráð fyrir að til hafi verið nein ein "fyrsta mannvera." Það þarf að minnsta kosti tvo einstaklinga, karl og konu, til að nýr einstaklingur verði til og líf verður einungis til af öðru lífi (sjá umfjöllun um lífgetnað). Hinsvegar má segja að þegar tegund verður útdauð þá sé til síðasta líf...

category-iconHeimspeki

Hvað eru hrúgurök?

Rökin sem þekkjast undir nafninu hrúgan (sorites, dregið af gríska orðinu um hrúgu) eru náskyld svokölluðum fótfesturökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Meira má lesa um fótfesturök í svari höfundar við spurningunni Hvað eru sleipurök? Hrúgurökin voru vel þekkt meðal fornmanna. Sagnaritarinn Díogeneas Laertí...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í febrúar 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör febrúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi? Hvernig verða frumeindir til? Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur? Hvernig og hvenær urðu vísindi til? Af hverju var bannað að borða hrossa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru interfasi, prófasi, metafasi, anafasi og telófasi? Hvað gerist í hverjum?

Þessi nöfn vísa í atburði sem verða í frumu við frumuskiptingu. Frumuskiptingarferlinu er skipt upp í nokkur stig (eins og má sjá á myndinni). Íslensk orð eru til yfir öll stigin: millistig (e. interphase), forstig (e. prophase), miðstig (e. metaphase), aðskilnaðarstig (e. anaphase), lokastig (e. telophase). Hér e...

Fleiri niðurstöður