Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7129 svör fundust
Hvers lenskur var Tarzan og hvar gerast ævintýrin um hann?
John Clayton, sem við flest þekkjum undir nafninu Tarzan, er enskur greifi kenndur við Graystoke. Eftir að hann missti foreldra sína barnungur ólst hann upp meðal apa af óræðri tegund í skógum Afríku. Enginn veit nákvæmlega í hvaða landi foreldrar hans voru skilin eftir af uppreisnarmönnum sem tóku yfir skip þeirr...
Hvað getið þið sagt mér um Saladín?
An-Nasir Salah ad-Din ibn Ayyub, betur þekktur á Vesturlöndum sem Saladín var soldán af Egyptalandi og Sýrlandi á árunum 1174-1193 og er ef til vill einn af þekktustu leiðtogum mannkynssögunnar. Í bókum og kvikmyndum Vesturlanda er hann iðulega sýndur sem miskunnsamur leiðtogi og virðingarverður andstæðingur. S...
Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...
Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?
Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...
Hver var Edward Jenner og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?
Edward Jenner hefur yfirleitt verið álitinn brautryðjandi bólusetninga gegn bólusótt og stundum kallaður faðir ónæmisfræðinnar. Rannsóknir Jenners á ónæmisaðgerðum með kúabóluvessa gegn bólusótt árið 1798 gáfu mönnum í fyrsta sinn von um að loks væri hægt að ná tökum á þessum hræðilega sjúkdómi. Edward Jenner f...
Hvernig kom bærinn Dunkerque við sögu í seinni heimstyrjöldinni?
Dunkerque (franska, Dunkirk á ensku) er hafnarbær í Norður-Frakklandi, rétt sunnan við landamærin við Belgíu. Í lok maí og byrjun júní 1940 var borgin sögusvið atburða sem reyndust afdrifaríkir fyrir framgang seinni heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar innrásar Þjóðverja í Pólland í byrjun september 1939 lýstu Fra...
Hvað er indí-tónlist?
Nöfn á stefnum og undirgeirum dægurtónlistarinnar eða poppsins eiga sér misaugljósan uppruna. Sum nöfnin urðu til á einhverju tímabili og svo gott sem ómögulegt er að finna höfund þeirra á meðan önnur, eins og pönkið til dæmis, er hægt að festa á tiltekna blaðamenn og ár.[1] Tónlistarstefnan indí, eða „indie“ á...
Kemur ekki gífurleg mengun af öllum þessum flugeldum um áramótin?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „jú“. Í vetrarstillum safnast ryk í andrúmsloftinu saman. Við slíkar aðstæður um áramót getur magn agna sem eru fínni en 10 μm (PM10) orðið hundraðfalt hærra en æskilegt er, eða um 1500-2500 μg/m3. Þetta átti til að mynda við um áramótin 2016/2017. Þess...
Er morgunbirtan virkilega blárri en kvöldbirtan?
Staðhæfing um að sólarbirtan sé blárri við sólris en við sólarlag hefur komið fram í umfjöllun um svefngæði[1] og tengsl við breytingar á klukkustillingu. Til þess að leita svars við spurningunni "Er morgunbirtan virkilega blárri en kvöldbirtan?" er rétt að skoða hvaða fyrirbæri koma að litbrigðum í ljósi sólar. ...
Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli?
Skaðleg eða óæskileg áhrif af fæðu (e. adverse food reactions) hafa verið flokkuð í þrjá flokka: Áhrif miðluð af ónæmiskerfinu, áhrif óháð ónæmiskerfinu og eitranir.[1] (mynd 1). Fæðuofnæmi eru skaðleg eða óþægileg viðbrögð við fæðu, sem endurtaka sig aftur og aftur, ef viðkomandi fæðu er neytt, en koma ekk...
Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaða efni valda bláum lit í jurtaríkinu? Eins og til dæmis í lúpínu, blágresi og ef til vill líka í bláberjum. Litir plantna ráðast af samspili efnasambanda og þeim bylgjulengdum ljóss sem þau draga í sig eða endurvarpa. Hópur efna sem kallast antósíanín (anthocyanin) hefur m...
Hver væri dánartíðni inflúensu ef ekki væri bólusett fyrir henni?
Inflúensa (eða flensa) er veirusýking af völdum fjölskyldu veira sem kallast inflúensuveirur. Þessum veirum má skipta í fjóra flokka: A, B, C og D. Inflúensa C veldur vægum veikindum og inflúensa D veldur ekki sjúkdómi í mönnum. Þannig er mesta áherslan lögð á inflúensu A og B. Inflúensa A er algengasti orsakavald...
Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?
Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...
Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?
Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...
Hvaða áhrif hefur ofþjálfun á líkamann?
Skilgreiningar á ofþjálfun (e. overtraining) hafa verið á talsverðu reiki og orðið er bæði notað í mjög þröngri merkingu en einnig mjög víðri. Ofþjálfun er því oft notað yfir mörg mismunandi fyrirfæri í líkamanum. Árið 2013 var sett fram skilgreining sem flestir fræðimenn hafa stuðst við síðan.[1] Í henni felst að...