Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3567 svör fundust
Hvað eru til margir kondórar í heiminum?
Tvær tegundir kondóra eru þekktar í heiminum, þær er að finna í Suður- og Norður-Ameríku. Um er að ræða kaliforníukondórinn (Gymnogyps californianus) og andeskondórinn (Vultur gryphus) en hann er sérlega stór, með 3,5 metra vænghaf og 12 kg að þyngd. Báðar þessar tegundir eru í mikilli útrýmingarhættu. Kaliforn...
Hvað heitir gjaldmiðill Armeníu?
Gjaldmiðill Armeníu nefnist dram. Eitt dram kostar um 15 íslenska aura þegar þetta er ritað (14.5.03) 100 dram frá Armeníu. Armenía var fyrr á öldum mun stærra land en hlutar þess tilheyra nú nágrannalöndunum. Armenía var hluti Rússlands frá 1828, lýsti yfir sjálfstæði 1918 en landið var síðan hernumið af T...
Eru kynferðisbrotamenn síbrotamenn?
Samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi árið 2001 (sjá heimild) á ítrekunartíðni var tíðnin almennt lægst hjá þeim sem sátu í fangelsi fyrir kynferðisbrot. Ítrekunartíðni var mæld eftir aðalbroti sem refsað var fyrir. Fimm tegundir brota voru bornar saman:fjármunabrotmanndráp og líkamsmeiðingarkynferðisbrotfíkn...
Hvernig er sólarhringnum skipt, hádegi og svo framvegis, og hvernig var honum skipt til forna? Af hverju voru nöfnin dregin?
Sólarhringnum er skipt í fjóra hluta:morgundagaftannnótt Samkvæmt fornri reglu var hverjum hluta síðan skipt í tvær eyktir. Í einum sólarhring eru þess vegna átta eyktir, hver um sig þrjár klukkustundir á lengd. Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvaðan er orðið eykt komið? segir að eykt merki þrjár stun...
Hvernig varð Grímsey til?
Grímsey er gerð úr blágrýtislögum sem halla um 3° til suð-vesturs. Það bendir til þess að hraunin hafi runnið úr gosbelti þar sem nú er Eyjafjarðaráll og síðar varð óvirkt er gosvirknin fluttist til norð-austurs. Eyjan (bergið) er um 1 milljón ára, nefnilega frá ísöld. Hraunin eru holufyllt, í kabasít-zeólítabe...
Hversu hratt geta fílar hlaupið?
Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort fílar hlaupi eða gangi þegar þeir fara hratt yfir. Þegar þeir eru á hraðferð er líkamsbeiting þeirra meira í ætt við hraða göngu en hlaup. Lengi vel var talið að fílsskrokkur þyldi ekki að hlaupa á sama hátt og önnur léttari dýr gera. Ýmsir náttúrfræðingar hafa þó hrakið...
Af hverju fær maður kalt í heilann þegar maður borðar ís?
Margir hafa örugglega fundið fyrir verk þegar þeir borða ís. Verkurinn kemur yfirleitt fram nokkrum sekúndum eftir að maður hefur borðað mjög hratt eitthvað kalt. Oftast finnum við fyrir verknum í miðenninu, en hann getur þó einnig verið í gagnaugum og augntóftum. Þegar eitthvað mjög kalt kemst í snertingu við ...
Hvað er röst?
Rastir myndast þegar þungir sjávarfallastraumar mæta grynningum. Sjólag verður erfitt eða illfært í röstum einkum þegar vindalda er mikil og á móti straumnum. Hér við land er Reykjanesröstin, Húllið, vel þekkt en hún er milli Eldeyjar og Reykjaness. Á minni skipum getur þurft að sæta sjávarföllum til að kom...
Geta allir í heiminum staðið hlið við hlið á Vatnajökli?
Íbúar jarðar eru rétt rúmlega 7 milljarðar, þar ef eru um það bil 27% börn, það er yngri en 15 ára. Gerum ráð fyrir að þeir myndi langa keðju sem hlykkjast fram og til baka nokkuð þétt þannig að á hverjum fermetra komast fyrir tveir fullorðnir eða fjögur börn. Börnin taka þá 472.500.000 m2 eða 472,5 km2. Plássið ...
Hvers vegna er það kallað að bursta annað lið þegar menn sigra til dæmis 3-0?
Sögnin að bursta er fengin að láni úr dönsku børste og merkir 'hreinsa með bursta'. Nafnorðið bursti (áhaldið) var sömuleiðis fengið að láni úr dönsku børste þegar á 17. öld. Á 20. öld var tekin að láni, einnig úr dönsku, sagnmerkingin 'sigra með yfirburðum'. Upphaflega merkingin hefur þarna víkkað og má vel hugsa...
Hvað er átt við með sögninni að pilla? Til dæmis „að pilla sér í sturtu“ eða „pillaðu þér, ég þarf að einbeita mér!“
Sögnin pilla sig (einnig með þágufalli pilla sér) er notuð í óformlegu máli um að ‛fara, koma sér burt, drífa sig’. Hún er nær eingöngu notuð neikvætt í skammartóni: „Pillaðu þig burt“, „Pillaðu þig á fætur“. Hún virðist notuð í málinu í þessari merkingu frá því snemma á 20. öld. Að baki liggur sögnin að pil...
Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?
Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...
Var spámaðurinn Merlín til í raun og veru?
Hér er einnig svarað spurningu Sigursteins Gunnarssonar: Reisti Merlín Stonehenge?Spámaðurinn Merlín er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum sögnum af Artúri konungi og riddurum hringborðsins. Fyrstu samfelldu frásögnina af Merlín er að finna í Breta sögum Geoffrey frá Monmouth sem rituð var á latínu á fyrri hluta...
Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?
Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...
Hvað þýðir „hæ” og hvaðan kemur það?
Hæ er kallorð (upphrópun), oftast notað í nútímamáli sem ávarp en í eldra máli einnig til að tjá fögnuð. Elstu dæmi um það í prentmáli eru frá 17. öld. Í dönsku er upphrópunin hej og er talin eiga rætur til lágþýsku hei [frb. hæ]. Upphrópunin er einnig gömul í háþýsku og hollensku sem hei. Enska upphrópunin hey...