Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8207 svör fundust
Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?
Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...
Af hverju er bergrisi, sem táknar eitthvað vont í norrænni goðafræði, verndari Íslands?
Með verndara Íslands er í spurningunni sennilega átt við bergrisa þann sem í Heimskringlu segir að óð út á sjóinn fyrir sunnan land til móts við sendimann Haralds konungs Gormssonar, en sá fór í hvalslíki. Risinn var reyndar einn af fjórum helstu landvættum í sögunni, en hinar voru griðungur, gammur og dreki. Auk ...
Hvernig útskýrið þið það sem á ensku kallast „fractional reserve banking“?
Viðskiptabankar og aðrar innlánsstofnanir lána yfirleitt jafnharðan aftur út stóran hluta þess fjár sem þeir fá sem innlán. Útlánin eru yfirleitt til nokkurs tíma en innlánin að mestu óbundin. Þetta þýðir því óhjákvæmilega að bankarnir liggja ekki með nægilega sjóði til að endurgreiða öll innlán ef stór hluti þeir...
Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?
Það getur stundum verið erfitt að skilja hugtakið endalaust eða óendanlegt. Flestir sætta sig þó við að náttúrlegu tölurnar eru endalausar. Ef við byrjum að telja, 1,2,3,4 ... þá getum við í raun haldið áfram eins lengi og okkur endist ævin, því það er alveg sama hversu háa tölu við nefnum, við getum alltaf lagt 1...
Hvað eru margir þríburar á Íslandi?
Erfitt er að nálgast upplýsingar um hve margir lifandi einstaklingar á Íslandi í dag eru þríburar. Hins vegar er áhugavert að skoða hve margir þríburar hafa fæðst hér á landi á síðustu áratugum og hversu stórt hlutfall þeir mynda af öllum sem fæðst hafa á landinu á sama tímabili. Á vef Hagstofu Íslands má nálga...
Á hve marga vegu er hægt að velja fimm manna stjórn úr átján manna hópi ef tveir þeirra gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir?
Mennina tvo, sem gefa ekki kost á sér nema báðir séu valdir, skulum við kalla Jón og Hannes. Þá getum við skipt öllum mögulegum stjórnum í tvo flokka: Stjórnir sem hafa hvorki Jón né Hannes. Stjórnir sem hafa bæði Jón og Hannes. Einfalt mál er að finna fjölda stjórna sem tilheyra hvorum flokki fyrir sig, sv...
Hvaða reglur gilda í ESB um helgunarsvæði raflína?
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni eru engar reglur um nýtingu lands í Evrópurétti þar eð aðildarríkin fara ein með þá valdheimild. Allar reglur um nýtingu lands fyrir verkefni á sviði almennrar orkuvinnslu eða rafmagnsflutninga svo og réttindi landeigenda í þessu tilliti fall...
Hvaðan kemur orðasambandið „þeir sletta skyrinu sem eiga það“ og hver er merkingin í því?
Orðasambandið þeir sletta skyrinu sem eiga það er notað í háði um ásakanir annarra, til dæmis um þá sem tala eða láta sem þeir hafi ráð á einhverju eða geti leyft sér eitthvað. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 18. öld. Uppruninn er óviss en líklegast er að einhver saga liggi að baki. Í Grettis ...
Hvað er jarðköttur?
Jarðkettir (Suricata suricatta) eru smávaxin dýr af ættbálki rándýra. Þeir lifa í suðurhluta Afríku, nánar tiltekið í Kalahari-eyðimörkinni í Botsvana, Namib-eyðimörkinni í Namibíu og Angóla og auk þess í Suður-Afríku. Jarðkettir lifa neðanjarðar í göngum sem þeir grafa sjálfir. Þeir hafa mjög ríkt hópeðli og l...
Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?
Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...
Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?
Hér er sennilega vísað til „jöklafýlu“ sem liggur að baki nafninu Fúlilækur, samnefni Jökulsár á Sólheimasandi, og stafar af brennisteinsvetni, H2S, í vatninu. Undir ýmsum jöklum landsins, einkum Vatnajökli og Mýrdalsjökli, eru virkar eldstöðvar með jarðhitakerfum undir jökulísnum. Frá þeim streyma gufur, einkum k...
Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?
Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk e...
Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?
Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri. Búast má við því að flest börn sýn...
Er gras á norður- eða suðurpólnum?
Ef spurningin á við pólana í merkingunni nyrsti og syðsti punktur jarðkringlunnar er svarið nei. Þar er ekki gras eða annar gróður enda skilyrði öll hin erfiðustu fyrir gróður, um 2.700 m þykkur ís á suðurpólnum og hafís fljótandi yfir norðurpólnum. Hins vegar notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun...
Hvernig er veðurfar í Ástralíu?
Árstíðum í Ástralíu er öfugt farið miðað við hér á norðurhveli jarðar, það er þegar vetur er hér á landi er sumar í Ástralíu og öfugt. Oft er talað um að sumarið sé í desember, janúar og febrúar en veturinn í júní, júlí og ágúst. Ástralía er sjötta stærsta land jarðar að flatarmáli en eins og oft með stærri lönd g...