Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er jarðköttur?

Jarðkettir (Suricata suricatta) eru smávaxin dýr af ættbálki rándýra. Þeir lifa í suðurhluta Afríku, nánar tiltekið í Kalahari-eyðimörkinni í Botsvana, Namib-eyðimörkinni í Namibíu og Angóla og auk þess í Suður-Afríku.

Jarðkettir lifa neðanjarðar í göngum sem þeir grafa sjálfir. Þeir hafa mjög ríkt hópeðli og lifa gjarnan saman í hópum sem telja 20-30 dýr.

Jarðköttur í varðstöðu.

Jarðkettir eru grannvaxnir með smágert andlit, lítil eyru og svarta hringi í kringum augun. Þeir eru ljós- til dökkgráir að lit með dökkar rendur á bakinu og dökkan brodd á rófunni. Jarðkettir eru fremur litlir, einungis um 25-35 cm á lengd en rófa þeirra er um 17-25 cm.

Jarðkettir éta meðal annars skordýr, köngulær og sporðdreka en einnig litla snáka, fugla og nagdýr. Þeir eru þekktir fyrir að standa þráðbeinir á afturfótunum en þá eru þeir í varðstöðu, til að mynda þegar önnur dýr í hópnum leita ætis.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Útgáfudagur

25.6.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Tilvísun

Hrafnhildur Jóna Steingrímsdóttir og Jenný Jónsdóttir. „Hvað er jarðköttur?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2012. Sótt 13. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=62823.

Hrafnhildur Jóna Steingrímsdóttir og Jenný Jónsdóttir. (2012, 25. júní). Hvað er jarðköttur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62823

Hrafnhildur Jóna Steingrímsdóttir og Jenný Jónsdóttir. „Hvað er jarðköttur?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2012. Vefsíða. 13. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62823>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Viðar Guðmundsson

1955

Viðar Guðmundsson er prófessor í eðlisfræði við HÍ. Rannsóknir Viðars hafa snúist um líkanagerð af ýmsum eiginleikum rafeindakerfa í skertum víddum í manngerðum hálfleiðurum.