Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 964 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?

Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna er slétt tala tvö orð en oddatala eitt orð?

Spurningin í fullri lengd var: Hvers vegna skrifar maður slétt tala í tveimur orðum en oddatala í einu orði? Slétt tala ‚heil tala sem 2 gengur upp í‘ og oddatala ‚heil tala sem 2 gengur ekki upp í‘ eru þekkt hugtök í stærðfræði. Fyrra hugtakið er orðasamband í íslensku og því ritað í tvennu lagi en hið síð...

category-iconJarðvísindi

Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?

Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kílógrammið skilgreint?

Í nóvember 2018 ákvað Alþjóðanefnd um mál og vog (Comité international des poids et mesures, CIPM ) að ný skilgreining á kílógrammi skyldi taka gildi í maí 2019. Eldri skilgreining hafði þá verið í gildi frá árinu 1889. Forsaga málsins er í stuttu máli þessi. Þegar Frakkar tóku upp metrakerfið undir lok 18. ald...

category-iconJarðvísindi

Hvernig tengist Snæfellsjökull ártalinu 1864?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað getur þú sagt mér um þegar Snæfellsjökull gaus síðast árið 1864? Vitað er að Snæfellsjökull hefur gosið alloft á nútíma, en á milli 20 og 25 gos hafa verið rakin til Snæfellsjökulskerfisins á þeim tíma. Síðast gaus í eldstöðvakerfi Snæfellsjökuls fyrir tæpum 1800 ...

category-iconHugvísindi

Hvað er nýlendustefna? Hver voru helstu nýlenduveldin og af hverju sölsuðu þau undir sig önnur lönd?

Eins og á við um mörg fræðileg hugtök er erfitt að gefa nákvæma skilgreiningu á nýlendustefnu (e. colonialism). Oft er henni ruglað saman við heimsvaldastefnuna (e. imperialism) og eru þessi hugtök gjarnan notuð jöfnum höndum um sama eða svipað fyrirbæri. Í nýlendustefnu felst að valdameira ríki (móðurlandið) l...

category-iconHeimspeki

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

category-iconHagfræði

Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?

Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er götuheitið Laugavegur alltaf skrifað þannig og af hverju dregur gatan nafn sitt?

Laugavegurinn liggur úr miðbænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamótastígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju haldast hlutir eins og atóm og sameindir saman í heilu lagi?

Í þessu samhengi ber fyrst að nefna rafstöðukrafta. Flestir hafa séð hvað gerist ef blöðru er nuddað upp við hár manns. Þá er hægt að festa blöðruna upp í loft og hárin sem blöðrunni var nuddað upp að standa upp í loft og hvert út frá öðru. Núningurinn hefur þá framkallað krafta sem láta hárin fjarlægjast hvert an...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?

Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna stendur oft Ltd, eða limited, á eftir fyrirtækjanöfnum? Dæmi: R. Winter & Co. Ltd.

Limited þýðir takmarkaður og þessi skammstöfun vísar til þess að ábyrgð eigenda á rekstrinum er takmörkuð. Skammstöfunin er meðal annars notuð í Bretlandi. Með henni er bent á að ekki er hægt að krefjast þess að eigendur greiði úr eigin vasa það sem upp á vantar ef félagið á ekki fyrir skuldum. Það er því verið að...

category-iconEfnafræði

Þar sem rúmmál leggst ekki saman þegar vökvum er blandað er þá hlutfall af rúmmáli góð mælieining fyrir styrk vína?

Þegar einum vökva er hellt út í annan getur vel farið svo að rúmmálið verði minna en samanlagt rúmmál vökvanna var áður. Þetta er það sem spyrjandi hefur réttilega í huga og dæmi um það koma fram í svarinu hér á eftir. Þar kemur einnig í ljós hvernig menn komast fram hjá þessu með því að nota ákveðna og einræða sk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?

Hversu margir samhljóðar fara saman í einu orði fer eftir því hvort um grunnorð er að ræða, þ.e. ósamsett orð, eða hvort það er samsett. Ef orð er ósamsett eru ekki fleiri en þrír samhljóðar í framstöðu, þ.e. fremst í orðinu. Orð sem byrja á sp-, st-, sk- geta t.d. bætt við sig þriðja samhljóða og þeim fjórða ef h...

Fleiri niðurstöður