Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu?

Þórólfur Matthíasson

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Það er algerlega nýtt fyrir mér að heyra orðið „almenningsvæðing“ og ég skil það ekki! Hvað þýðir það og síðan hvenær er það í íslensku? Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu? [Spyrjandi sendi einnig hlekk sem meðal annars vísaði á: Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins - Alþingiskosningar 2016.]

Hugtökin almenningsvæðing og almannavæðing virðast eiga við sama fyrirbærið. Orðið almannavæðing er líklegra eldra í málinu. Elsta dæmið um það sem höfundur þessa svars hefur fundið er í grein í tímaritinu Frjáls verslun frá 1.8.1991.[1]

Í kynningu á helstu kosningaáherslum Sjálfstæðisflokksins vegna Alþingiskosninga haustið 2016 kemur meðal annars eftirfarandi fram: „Sjálfstæðisflokkurinn vill almenningsvæða banka. Rétt er að almenningur fái drjúgan hlut eignar sinnar milliliðalaust í hendur, samhliða skráningu bankanna á markað.“[2][3]

Samkvæmt íslenskri málvenju mætti ætla að einkavæðing annars vegar og almannavæðing eða almenningsvæðing hins vegar væru andstæðar aðgerðir í þeim skilningi að önnur aðgerðin sneri við afleiðingum hinnar. Sá skilningur er hins vegar ekki lagður í orðin í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins.

Íslenska orðið „einkavæðing“ er þýðing á enska orðinu privatization eða privatisation. Ekki er ljóst hvort orðið almennisvæðing eins og það er notað í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins sé þýðing á ákveðnu alþjóðlegu orði. Nærtækast er að ætla að það sé þýðing á enska orðasambandinu voucher privatization. Orðið voucher er meðal annars þýtt sem kvittun, fylgiskjal eða „úttektarseðill“.[4] Með hliðsjón af þýðingum á orðinu voucher mætti þýða orðasambandið voucher privatization sem úttektarvæðing. Hér á eftir mun þó vera notast við þýðinguna „áskriftarvæðing“.

Munurinn á fyrirbærunum einkavæðing og áskriftarvæðing er að áskriftarvæðing er ein birtingarmynda einkavæðingar. Áskriftarvæðing er því þrengra hugtak en einkavæðing. Myndin sýnir Englandsbanka (e. Bank of England).

Í áskriftarvæðingu (e. voucher privatization) felst að umtalsverðum hluta hlutabréfa í ríkisfyrirtæki er dreift, með áskrift, til allra þegna ákveðins svæðis eða ríkis. Einnig þekkist að þegnunum sé gefinn réttur til að kaupa fastákveðinn fjölda hluta á hagstæðu verði. Áskriftarvæðingu var beitt við einkavæðingu nokkurra ríkisfyrirtækja í Austur-Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins 1989.[5]

Áskriftarvæðingu hefur einnig verið beitt á Íslandi. Árið 1999 var 10% hlutur í Búnaðarbankanum boðinn almenningi (einstaklingum með íslenska kennitölu) til kaups á föstu gengi sem almennt var talið undir markaðsgengi. Hámark var á einstökum áskriftum. Svo fór að um 23.500 kennitöluhandhafar vildu eiga aðild að áskriftinni og var virk áskrift því umtalsvert lægri en auglýst hámark.[6]

Munurinn á fyrirbærunum einkavæðing og áskriftarvæðing er að áskriftarvæðing er ein birtingarmynda einkavæðingar. Áskriftarvæðing er því þrengra hugtak en einkavæðing. Sama á við um fyrirbærið almenningsvæðing/almannavæðing eins og því er lýst í kosningaáherslum Sjálfstæðisflokksins.

Hugtakið einkavæðing kemur fyrst fyrir í þýskum og breskum fréttatímaritum á fjórða áratug 20. aldar. Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar og þeim efnahagsþrengingum sem hún færði Þjóðverjum höfðu sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar neyðst til að yfirtaka rekstur samgöngufyrirtækja (lestir og sporvagnar) og fjármálastofnana. Eftir að Þjóðernissósíalistar (nasistar) komust til valda færðu þeir þessi fyrirtæki kerfisbundið í eigu stórfyrirtækja. Spænski hagfræðingurinn Bel[7] rekur hvernig þessi viðskipti tengdust hernaðarundirbúningi nasista. Þess má geta að orðið privatization kemur fyrst fyrir í enskri tungu í tímaritinu The Economist, 3. apríl 1937, í grein frá fréttaritara blaðsins í Þýskalandi.

Tilvísanir:
  1. ^ Frjáls verslun, 50. árgangur 1991, 8. tölublað - Timarit.is. (Sótt 3.10.2016).
  2. ^ Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins - Sjálfstæðisflokkurinn. (Skoðað 03.10.2016).
  3. ^ Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins - Alþingiskosningar 2016. (Skoðað 03.10.2016).
  4. ^ Sjá til dæmis Orðabanka Íslenskrar málstöðvar (Skoðað 03.10.2016).
  5. ^ Ellerman, David. 2001. "Lessons from Eastern Europe's Voucher Privatization", Challenge, 44(4): 14-37.
  6. ^ Sjá skýrslu Ríkisendurskoðunar (Skoðað 03.10.2016).
  7. ^ Bel, Germà. 2006. "Retrospectives: The Coining of "Privatization" and Germany's National Socialist Party." Journal of Economic Perspectives, 20(3): 187-194. DOI: 10.1257/jep.20.3.187.

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.10.2016

Spyrjandi

Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu?“ Vísindavefurinn, 5. október 2016, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72731.

Þórólfur Matthíasson. (2016, 5. október). Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72731

Þórólfur Matthíasson. „Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2016. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72731>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Það er algerlega nýtt fyrir mér að heyra orðið „almenningsvæðing“ og ég skil það ekki! Hvað þýðir það og síðan hvenær er það í íslensku? Hver er munurinn á einkavæðingu og almenningsvæðingu? [Spyrjandi sendi einnig hlekk sem meðal annars vísaði á: Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins - Alþingiskosningar 2016.]

Hugtökin almenningsvæðing og almannavæðing virðast eiga við sama fyrirbærið. Orðið almannavæðing er líklegra eldra í málinu. Elsta dæmið um það sem höfundur þessa svars hefur fundið er í grein í tímaritinu Frjáls verslun frá 1.8.1991.[1]

Í kynningu á helstu kosningaáherslum Sjálfstæðisflokksins vegna Alþingiskosninga haustið 2016 kemur meðal annars eftirfarandi fram: „Sjálfstæðisflokkurinn vill almenningsvæða banka. Rétt er að almenningur fái drjúgan hlut eignar sinnar milliliðalaust í hendur, samhliða skráningu bankanna á markað.“[2][3]

Samkvæmt íslenskri málvenju mætti ætla að einkavæðing annars vegar og almannavæðing eða almenningsvæðing hins vegar væru andstæðar aðgerðir í þeim skilningi að önnur aðgerðin sneri við afleiðingum hinnar. Sá skilningur er hins vegar ekki lagður í orðin í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins.

Íslenska orðið „einkavæðing“ er þýðing á enska orðinu privatization eða privatisation. Ekki er ljóst hvort orðið almennisvæðing eins og það er notað í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins sé þýðing á ákveðnu alþjóðlegu orði. Nærtækast er að ætla að það sé þýðing á enska orðasambandinu voucher privatization. Orðið voucher er meðal annars þýtt sem kvittun, fylgiskjal eða „úttektarseðill“.[4] Með hliðsjón af þýðingum á orðinu voucher mætti þýða orðasambandið voucher privatization sem úttektarvæðing. Hér á eftir mun þó vera notast við þýðinguna „áskriftarvæðing“.

Munurinn á fyrirbærunum einkavæðing og áskriftarvæðing er að áskriftarvæðing er ein birtingarmynda einkavæðingar. Áskriftarvæðing er því þrengra hugtak en einkavæðing. Myndin sýnir Englandsbanka (e. Bank of England).

Í áskriftarvæðingu (e. voucher privatization) felst að umtalsverðum hluta hlutabréfa í ríkisfyrirtæki er dreift, með áskrift, til allra þegna ákveðins svæðis eða ríkis. Einnig þekkist að þegnunum sé gefinn réttur til að kaupa fastákveðinn fjölda hluta á hagstæðu verði. Áskriftarvæðingu var beitt við einkavæðingu nokkurra ríkisfyrirtækja í Austur-Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins 1989.[5]

Áskriftarvæðingu hefur einnig verið beitt á Íslandi. Árið 1999 var 10% hlutur í Búnaðarbankanum boðinn almenningi (einstaklingum með íslenska kennitölu) til kaups á föstu gengi sem almennt var talið undir markaðsgengi. Hámark var á einstökum áskriftum. Svo fór að um 23.500 kennitöluhandhafar vildu eiga aðild að áskriftinni og var virk áskrift því umtalsvert lægri en auglýst hámark.[6]

Munurinn á fyrirbærunum einkavæðing og áskriftarvæðing er að áskriftarvæðing er ein birtingarmynda einkavæðingar. Áskriftarvæðing er því þrengra hugtak en einkavæðing. Sama á við um fyrirbærið almenningsvæðing/almannavæðing eins og því er lýst í kosningaáherslum Sjálfstæðisflokksins.

Hugtakið einkavæðing kemur fyrst fyrir í þýskum og breskum fréttatímaritum á fjórða áratug 20. aldar. Í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar og þeim efnahagsþrengingum sem hún færði Þjóðverjum höfðu sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar neyðst til að yfirtaka rekstur samgöngufyrirtækja (lestir og sporvagnar) og fjármálastofnana. Eftir að Þjóðernissósíalistar (nasistar) komust til valda færðu þeir þessi fyrirtæki kerfisbundið í eigu stórfyrirtækja. Spænski hagfræðingurinn Bel[7] rekur hvernig þessi viðskipti tengdust hernaðarundirbúningi nasista. Þess má geta að orðið privatization kemur fyrst fyrir í enskri tungu í tímaritinu The Economist, 3. apríl 1937, í grein frá fréttaritara blaðsins í Þýskalandi.

Tilvísanir:
  1. ^ Frjáls verslun, 50. árgangur 1991, 8. tölublað - Timarit.is. (Sótt 3.10.2016).
  2. ^ Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins - Sjálfstæðisflokkurinn. (Skoðað 03.10.2016).
  3. ^ Kosningaáherslur Sjálfstæðisflokksins - Alþingiskosningar 2016. (Skoðað 03.10.2016).
  4. ^ Sjá til dæmis Orðabanka Íslenskrar málstöðvar (Skoðað 03.10.2016).
  5. ^ Ellerman, David. 2001. "Lessons from Eastern Europe's Voucher Privatization", Challenge, 44(4): 14-37.
  6. ^ Sjá skýrslu Ríkisendurskoðunar (Skoðað 03.10.2016).
  7. ^ Bel, Germà. 2006. "Retrospectives: The Coining of "Privatization" and Germany's National Socialist Party." Journal of Economic Perspectives, 20(3): 187-194. DOI: 10.1257/jep.20.3.187.

Mynd:

...