Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHugvísindi

Um hvað snerist Kúbudeilan?

Í stuttu máli snerist Kúbudeilan um vígbúnaðarkapphlaup og pólitískt stolt risaveldanna. Þau áttu bágt með að gefa eftir þegar deilan hafði náð ákveðnu stigi og eins hafa ýmsir fræðimenn fullyrt að Nikita Krúséff Sovétleiðtogi hafi teflt djarfan leik til að styrkja sig í sessi eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Um hvaða mávategund er ort í ljóðinu um fuglinn í fjörunni?

Fuglinn í fjörunni hann heitir már. Silkibleik er húfan hans og gult undir hár. Er sá fuglinn ekki smár, bæði digur og fótahár, á bakinu svartur, á bringunni grár. Bröltir hann oft í snörunni, fuglinn í fjörunni. „Fuglinn í fjörunni“ er gömul alþýðuvísa eða þula sem skáldkonan Theódóra Thoroddsen (1863-1954)...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti.

Spurningin er svohljóðandi: Af hverju þarf að stækka hjól á fjórhjóladrifsbílum sem notaðir eru á Íslandi? Geta bílar sem breytt hefur verið hvað varðar hjólabúnað, verið hættulegir í notkun? Gefur ESB út reglur varðandi búnað ökutækja? 1. Hjólbarðar eru stækkaðir til að gera þessum bílum fært að komast y...

category-iconHugvísindi

Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?

Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...

category-iconHugvísindi

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?

Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...

category-iconLögfræði

Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?

Í heild sinni var spurningin svona: Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi? Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Má ég heita fjórum nöfnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Má heita 4 nöfnum? Má ég bæta við einu? Hef bætt einu sinni áður. Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni[1] ef við á og kenninafni/nöfnum. Samkvæmt núgildandi lögum um mannanöfn (nr. 45/1996) mega eiginnöfn og millinafn aldrei vera fleiri en þrjú sa...

category-iconOrkumál

Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?

Tekið skal fram strax í upphafi að íslensk stjórnvöld selja ekki rafmagn. Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins, er 100% í eigu íslenska ríkisins (0,1% félagsins er í eigu einkahlutafélags sem er 100% í eigu íslenska ríkisins en 99,9% félagsins eru í beinni eigu ríkisins) (lög um Landsvirkjun nr. 42/1983). ...

category-iconHagfræði

Af hverju fær starfsfólk desemberuppbót?

Desemberuppbót er sérstök launauppbót sem samið hefur verið um í kjarasamningum og greiðist með launum í desember ár hvert. Í kjarasamningum starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga er gjarnan talað um persónuuppbót og þar sem greiðslan kemur í desember hefur nafnið „desemberuppbót“ fest sig í sessi. Í kjarasamningum f...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er mansöngur í rímum?

Talið er líklegt að rímnaskáld hafi snemma tekið upp á því að yrkja mansöng í upphafi hvers rímnaflokks en fljótlega fór þó að bera á því að mansöngur væri ortur á undan hverri rímu og þá nokkrir innan hvers flokks. Ýmislegt bendir til þess að mansöngvar hafi verið ortir að kröfu kvenna. Í Skáld-Helga rímum segir ...

category-iconHeimspeki

Hvað er réttlæti?

Spurningin um réttlætið – hvað er réttlæti? – er eitt stærsta viðfangsefni heimspekisögunnar. Mannkynið hefur glímt við þessa spurningu frá því að siðmenningin varð til. Raunar er eðlilegt að líta svo á að siðmenning verði einmitt til þegar manneskjurnar taka að skipuleggja samfélag sitt á þann hátt að til staðar ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er nanótækni?

Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað um hákarlaárásir á menn við Ísland?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hefur hákarl einhvern tíma ráðist mann í kringum Ísland? Ef ekki, er þá til eitthvert dýr við Ísland sem mundi ráðast á mann ef það gæti það?Hér er einnig svarað spurningunum:Er vitað um einhver tilvik þar sem hákarl hefur ráðist á einhverja skepnu við Ísland?Geta selir við Í...

category-iconLögfræði

Hvenær má borgari handtaka mann?

Heimildir til að handtaka menn er að finna í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Þar segir í 97. gr.:Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og ör...

Fleiri niðurstöður