Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1400 svör fundust
Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?
Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...
Er hægt að geyma vetnisflúoríð á glerflösku ef það er ekki leyst upp í vatni?
Gerður er greinarmunur á HF á gasformi og HF í vatnslausn. HF á gasformi kallast vetnisflúoríð og er táknað með HF(g) en vatnslausn af vetnisflúoríði kallast flússýra (einnig kallað flúorsýra eða flúrsýra) og er táknuð með HF(aq). Algengasta form vetnisflúoríðs er 40% lausn af HF í vatni. Slíkar lausnir eru se...
Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?
Minkurinn (Mustela vison) er rándýr og öll rándýr éta önnur dýr en það þýðir þó ekki endilega að þau séu grimm. Öll villt rándýr geta sýnt árásargjarna hegðun ef þau eru svöng eða þeim er ógnað. Minkurinn stundar stundum afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) sem þekkist einnig meðal fjölda annarr...
Er það þekkt að Alzheimers-sjúklingar kannist ekki við eigin spegilmynd?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það til í dæminu að Alzheimers-sjúklingar líti í spegil og þekki ekki sjálfan sig? Stutta svarið við spurningunni er: Já, það getur átt sér stað. Fyrirbærinu var sennilega fyrst lýst árið 1928. Þar var um að ræða tæplega sjötugan karlmann með heilabilun. Þegar ha...
Hver er kornastærð gjósku?
Gjóskan sem myndast við eldgos er mismunandi að kornastærð. Súr og ísúr kvika tvístrast nær alltaf í gjósku við eldgos á meðan basísk kvika myndar sjaldan mikla gjósku. Ef vatn kemst að gosrásinni, eins og við gos undir jökli eða í vatni, myndast alltaf gjóska hvort sem kvikan er súr eða basísk. Þegar fer saman ti...
Af hverju verður silfurborðbúnaður hreinn þegar hann er látinn liggja í matarsóda, soðnu vatni og álpappír?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar ég fægi silfrið mitt þá set ég matarsóda og álpappír út í sjóðandi vatn, hendi silfrinu úti og bíð róleg um stund. Svo tek ég upp skínandi fínt silfur en álpappírinn verður svartur. Hvað gerist? Silfur (Ag) dökknar með tíð og tíma þegar það hvarfast við brenni...
Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?
Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...
Hvað eru smástirni?
Hér er einnig svarað spurningu Grétars Ómarssonar:Eru til góðar myndir af smástirninu Seres milli Mars og Júpíters?Smástirni eru öll lítil (þvermál er innan við 1000 km) berg- og málmkennd fyrirbæri í sólkerfinu sem hafa enga halastjörnuvirkni, ganga um sólina en eru ekki nægilega stór til að geta talist til pláne...
Hvað er afstæðiskenningin?
Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi: Ef A og B eru tveir menn sem hreyfast innbyrðis með föstum hraða þá er ó...
Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?
Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón á...
Hvað er andefni?
Með þessum texta er einnig svarað spurningu Andra Pálssonar, "Er andefni framleitt einhvers staðar?" og spurningu Þorvaldar S. Björnssonar, "Er andefni til?" Já, andefni er til. Það myndast til dæmis í öreindahröðlum og þegar geimgeislar rekast á efniseindir. Andefni er eins konar spegilmynd venjulegs e...
Hver er skýring eðlisfræðinnar á því að vatn hvirflast rangsælis á norðurhveli jarðar en réttsælis á suðurhveli?
Áhrifin sem spurt er um í þessu svari eru kennd við Coriolis og eru stundum kölluð Corioliskraftur en einnig er talað um svigkraft. Hér er þó ekki um neinn raunverulegan kraft að ræða heldur aðeins áhrif sem stafa af því að atburðir eru skoðaðir frá sjónarhóli jarðarinnar sem er ekki kyrr heldur snýst. Auðveld...
Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?
Svarið er já, hvaða skilningur sem lagður er í spurninguna. Sýnileiki annars vegar og þyngd, massi eða orka hins vegar eru óskyldir hlutir. Eitthvert einfaldasta dæmið um efni sem við sjáum ekki en hefur samt þyngd eða massa er andrúmsloftið kringum okkur. Einn rúmmetri af lofti við staðalaðstæður hefur massa s...
Hvernig stofnar maður þjóðríki, til dæmis ef maður á jörð á Suðurlandi eða eyju á Breiðafirði?
Stofnast getur til ríkja með tvenns konar hætti. Í fyrsta lagi getur verið að landsvæði sé þegar háð yfirráðum eins eða fleiri ríkja. Ef svo háttar til getur nýtt ríki aðeins stofnast á svæðinu með einhvers konar samningum við það ríki eða þá í kjölfar uppreisnar, stríðs eða annarra átaka, sem leiða til þess að íb...
Hver er mesti hraði sem manneskja hefur náð á hvernig farartæki sem er?
Mesti hraði sem mannað farartæki hefur náð er tæplega 40.000 kílómetrar á klukkustund (km/klst). Það gerðist á sjöunda og áttunda áratugnum þegar stjórnför Apolló-geimflauganna voru á leið til jarðar. Mestum hraða náði stjórnfar frá Apolló 10 eða um 39.740 km/klst. Sennilegt er að rússneskar geimflaugar hafa ein...