Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1409 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Árið 1969 lentu tveir af þremur geimförum Appollo 11 á tunglinu, þeir Neil Alden Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Síðar sama ár voru það Charles Conrad yngri og Al...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er krabbamein læknað?

Sú var tíðin að litið var á krabbamein sem ólæknandi sjúkdóm og vissulega var það rétt. Margt hefur hins vegar breyst á undanförnum þremur áratugum eða svo. Nú eru ýmsar tegundir krabbameina læknanlegar og viðhorfin orðin önnur, og orðalag spurningarinnar er raunar ánægjulegur vitnisburður um það. Fyrir nokk...

category-iconHugvísindi

Komu tunglfarar á vegum NASA til Íslands til æfinga áður en þeir héldu til tunglsins?

Í Öldinni okkar sem Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson tóku saman segir frá því að sumarið 1965 hafi bandarísk geimfaraefni komið til Íslands og verið við rannsóknir við Öskju. Geimfaraefnin voru tíu talsins og dvöldust hér á landi í nokkra daga ásamt fulltrúum frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA o...

category-iconHugvísindi

Hvað er Kínamúrinn gamall og langur? Sést hann frá tunglinu?

Kínamúrinn eða The Great Wall of China eins og hann er stundum nefndur á ensku var byggður í áföngum á mjög löngum tíma. Kínamúrinn á fallegum degi. Ýmsar goðsagnir hafa verið við lýði um Kínamúrinn eins og til dæmis að hann sé fleiri þúsund ára gamall, ein órofa heild og eina mannvirkið á jörðinni sem sjáist úr...

category-iconMannfræði

Eru líkur á því að maðurinn blandist svo mikið á næstu 2 – 300 árum að á endanum verði bara til einn ljósgulbrúnn kynþáttur?

Spyrjandi virðist vilja vita hvort líkur séu á að smám saman verði til eitt mannkyn sem er eins að litarhætti, og væntanlega ýmsu öðru er lýtur að útliti. Hvort mannkyn framtíðarinnar verði einsleitt og án sérkenna staðbundinna hópa. Mannkynið er ein tegund þó að nokkur munur sé á útliti, einkum hörundslit. Fól...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?

Spyrjandi bætir líka við:Hve langt í burtu eru þessar stjörnur, og hvað eru þær?Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvar á jörðinni er mögulegt að sjá flestar stjörnur? Er það á pólunum? (Valgerður Bergmann)Hvernig hreyfast stjörnur og sjá allir það sama á himninum? (Hrafnhildur Runólfsdóttir)Hvað er ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er bogasekúnda?

Mikilvægur þáttur stjörnufræðinnar er að fylgjast með staðsetningum og sýndarstærðum fyrirbæra himinsins. Ekki er hægt að tilgreina fjarlægðir milli stjarnanna á himninum í metrum eða sentímetrum, og til þess að auðvelda sér mælingar tilgreina stjörnufræðingar fjarlægðir með hornmálum. Horn er opið milli tveggja l...

category-iconJarðvísindi

Eru líkur á að eldgos eða jarðhræringar valdi stórtjóni á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum?

Byggð á höfuðborgarsvæðinu, það er að segja svæði sem afmarkast af Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ, er öll utan eiginlegra eldgosasvæða. Hins vegar er stutt í þessi svæði og eru þau helstu Bláfjöll-Hengill og svo Trölladyngja-Brennisteinsfjöll. Síðustu eldgos á þessum svæðum urðu á tímabili...

category-iconLífvísindi: almennt

Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?

Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...

category-iconHugvísindi

Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?

Minnisbækur ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) eru illlæsilegar fyrir margra hluta sakir. Þar ber fyrst að nefna að listamaðurinn notaði spegilskrift og byrjaði hverja línu hægra megin á blaðinu og skrifaði til vinstri. Þeir sem eru vanir að lesa óspeglaða skrift frá vinstri til hægri ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?

Ekki er til einhlítt svar við þessari spurningu. Að hluta til liggur svarið í því að spúnar sem hafa reynst vel í tímans rás, hafa skapað sér nafn og áunnið virðingu veiðimanna og eru því oftar hnýttir á færið. Það leiðir aftur til þess að fiskar, sem á annað borð taka spún, taka þá spúna sem veiðimennirnir setja ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er blogg og hvaðan er það upprunnið?

Blogg er í stuttu máli dagbókarform á netinu. Á ensku er hugtakið 'blog' stytting á orðinu 'weblog' en 'log' er nokkurs konar dagbók eða kerfisbundin skráning. Í flugi er til að mynda haldin svokölluð 'leiðarflugbók' eða 'flugdagbók', en á ensku nefnist hún 'flight log' eða 'journey logbook'. Bloggið rekur ræt...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju gátu Bakkabræður ekki borið birtuna inn í húsið í húfunum sínum?

Bakkabræður virðast hafa lesið sér til í eðlisfræði og komist að því að ljósið hegði sér oft einsog agnir sem nefnast ljóseindir. Þeir hafa þess vegna ályktað að hægt væri að bera agnirnar inn í kolniðamyrkur og hleypa þeim þar út til að bregða birtu á bæinn. Ályktunarhæfni bræðranna hefur þó aðeins brugðist þ...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru starfshættir Alþingis til forna og hvert var gildi þess fyrir þjóðina?

Allt of langt mál væri á þessum vettvangi að lýsa starfsháttum Alþingis að fornu. Í örstuttu máli má þó segja að þingið hafi starfað með tvennum hætti á tveimur ólíkum tímaskeiðum, meðan það sat á Þingvöllum. Á fyrra skeiðinu, frá því á fyrri hluta 10. aldar og fram á síðari hluta 13. aldar, var það sameiginleg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fundu Egyptar stærðfræðiformúlur sínar, til dæmis formúluna fyrir rúmmáli píramída sem skorið er ofan af?

Oft er spurt hvenær og hvernig stærðfræðiformúlur hafi orðið til. Um sumar formúlur er vitað með vissu en saga annarra er hulin í blámóðu fortíðarinnar. Einstaka sinnum bregður þó birtu á fornar athuganir. Vitað er um háþróaða menningu meðal Egypta í Nílardalnum allt að þremur árþúsundum fyrir Krists burð. Með...

Fleiri niðurstöður