Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3180 svör fundust
Hvaðan er orðatiltækið "að slá á þráðinn" komið í merkingunni að hringja í einhvern?
Orðatiltækið að slá á þráðinn 'hringja í e-n' er ungt í íslensku máli. Það er fengið að láni úr dönsku slå på tråden í sömu merkingu. Þráður er þarna í merkingunni 'taug, strengur', samanber símaþráður. Orðatiltækið að slá á þráðinn> merkir að 'hringa í einhvern'. Hægt er að lesa meira um málfar sem tengist ...
Hvernig erum við látin vita ef það kemur eldgos?
Allar nauðsynlegar tilkynningar vegna hættu- eða neyðarástands eru lesnar í útvarpi. Mönnum er bæði bent á FM-sendingar og langbylgju (LW) Ríkisútvarpsins en hún nær um allt land og miðin einnig. Hægt er að lesa meira um FM- og langbylgjusendingar í Símaskránni á blaðsíðu 12. Á heimasíðu almannavarna.is eru sér...
Hvað merkir hestafl og af hverju?
Hestafl er mælieining um afl eða afköst (e. power), skilgreind sem það afl sem þarf til að lyfta 75 kg um einn metra á sekúndu. Það er söguleg skýring á þessari mælieingu. Skoski uppfinningamaðurinn og verkfræðingurinn James Watt (1736-1819) bjó til hugtakið. Hann vann að endurbótum á gufuvélinni sem meðal a...
Hvenær hættir að snjóa í Reykjavík?
Það hættir að snjóa í Reykjavík þegar ekki er lengur nógu kalt og rakt í háloftunum yfir okkur til að snjór geti fallið. Ástæðan fyrir því að það snjóar á veturna í Reykjavík en ekki á sumrin er sú að á veturna er loftið kalt og rakt. Stundum getur þó verið nógu kalt og rakt á sumrin til að snjói, einkum á fjöl...
Hvaðan kemur lífið?
Vísindamenn vita ekki hvernig lífið kviknaði á jörðinni. Hugsanlega barst það til jarðarinn utan úr geimnum. Ein kenning er sú að það hafi borist með lofsteinum frá Mars. Einnig gæti verið að lífið hafi borist hingað úr öðru sólkerfi. Vísindamenn telja það hins vegar ólíklegt. Mynd frá yfirborði reikistjörnunnar ...
Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?
Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis...
Af hverju þurfum við vatn til að lifa?
Lífið á jörðinni þróaðist í vatni og allar lífverur nýta sér sérstaka eiginleika vatnsins. Vatnið, ásamt vetnis- og hydroxyljónum sem myndast við sundrun þess, ræður að miklu leyti byggingu og líffræðilegurm eiginleikum prótína, kjarnsýra, fitusameinda og ýmissa annarra sameinda í lifandi frumu. Vatnið er þess ...
Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki? - Myndband
Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifamætti smáskammtalækninga á ýms...
Er hægt að gera sýnilega hluti ósýnilega? - Myndband
Hlutir eru sýnilegir vegna þess að yfirborð þeirra víxlverkar við ljós á ákveðinn hátt og við nemum ljósið með augunum. Einfaldasta leiðin til að gera hlut ósýnilegan er þess vegna að hafa hann í algjöru myrkri. Einnig mætti til dæmis loka augunum, eða setja hlutinn inn í skáp. Líklega er þó ekki átt við það með s...
Hvað er ást og er hún mælanleg? - Myndband
Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf − án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á, eru líklega forsendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins, „já-ið“, lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, uppbyggilega − líbídó. Hið gagns...
Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri? - Myndband
Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...
Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5? - Myndband
Þessi spurning snýst bæði um siðferðislega og efnahagslega þætti en stjórnmál ganga einmitt út á samspil þeirra. Stjórnmál fjalla að miklu leyti um samband okkar við aðra og það kerfi sem stýrir þeim samskiptum. Hins vegar er hér verið að spyrja um hvort ákvörðun einstaklings um kaup á tiltekinni vöru séu réttmæt....
Er hægt að keppa í fegurð? - Myndband
Spurningin í fullri lengd hljómar svona: Er hægt að keppa í fegurð og eru fegurðarsamkeppnir og módelfitness íþróttagreinar? - Myndband Þessari spurningu væri hægt að svara á einfaldan hátt: Hvorki fegurðarsamkeppni né módelfitness eru í raun keppnisíþróttir á Íslandi. Þær eru ekki skilgreindar af Íþrótta- ...
Hvers konar skrum fara lýðskrumarar með?
Orðið lýður merkir ‘þjóð, fólk, almenningur’ og skrum merkir ‘ýkjufrásögn, raup’. Lýðskrum er þá skjall eða skrum sem einhver flytur í því formi sem hann telur að nái best eyrum fólksins. Orðið lýðskrumari er til í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 20. öld. Það er oft notað um stjórnmálamann sem tekur a...
Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?
Jú, það er rétt að naut séu litblind. Þau sjá heiminn þó ekki bara í svart-hvítu, heldur geta þau greint á milli einhverra lita. Til dæmis sjá þau mun á gulum og bláum. Naut sjá hins vegar engan mun á rauðum og grænum lit, eins og menn sem þjást af vissri tegund litblindu. Margir hafa heyrt að nautum sé illa vi...