Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?
Upphafleg spurning var:Hvað getur maður borðað eða tekið inn ef maður getur ekki borðað fisk? Og þá hversu mikið magn til að fá öll þau bætiefni sem líkaminn þarf?Í fiski er að finna mörg lífsnauðsynleg næringarefni, en flest þeirra er einnig hægt að fá í ríkum mæli úr öðrum fæðutegundum. Í raun er aðeins tvö lífs...
Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?
Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðb...
Er alltaf jafnmikið vatn í höfunum, þó svo að jöklar bráðni, það rigni eða vatn gufi upp?
Þetta er góð spurning og svarið við henni er í aðalatriðum „já“ nema að því er varðar jöklana. Það er yfirleitt alltaf jafnmikið vatn í höfunum þó að einhverjar tímabundnar breytingar verði á rigningu og uppgufun. Þetta er hreint ekki augljóst en stafar af því að um þetta ríkir að mestu stöðugt jafnvægi, það er að...
Af hverju þurfum við að passa upp á lágmarksþörf prótína en getum verið frjálslegri með hlutfall kolvetna?
Líkaminn notar prótín, ásamt kolvetnum og fitu, sem eldsneyti. Öll þessi efni gegna þó einnig öðrum og mikilvægum hlutverkum í líkamanum. Líkaminn notar þau prótín sem hann fær til að búa til sín eigin prótín, til dæmis eru prótín aðalbyggingarefni líkamans og nauðsynleg til uppbyggingar, vaxtar og viðhalds ve...
Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?
Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...
Er það rétt að kvikan sem kom upp við Fagradalsfjall 2021 sé ólík annarri kviku á Reykjanesskaga?
Í stuttu máli: 2021-hraunin við Fagradalsfjall eru við fyrstu sýn venjulegt basalt en reynast við nánari skoðun að ýmsu leyti frábrugðin flestum öðrum hraunum á Reykjanesskaga. 1. mynd. Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði...
Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona í heild sinni: Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki? Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á...
Eru til dæmi um samkynhneigð þroskaheftra? Gera þeir sér þá grein fyrir því sjálfir?
Fræðileg umfjöllun um fötlun og samkynhneigð hefur verið fremur lítil þar til á allra síðustu árum. Í rannsóknum á kynhegðun fatlaðra almennt hefur þó komið í ljós að þroskaheftir karlmenn hafa átt kynferðislegt samneyti við aðra karlmenn en færri konur við konur. Misjafnt er hvort þroskaheftur einstaklingur er fæ...
Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör?
Þetta er góð spurning og svarið er já: Við höfum hugleitt þetta öðru hverju. Við höfum hins vegar verið svo önnum kafin að vinna með spurningar og svör að við höfum ekki getað gefið okkur tíma til að líta nánar á þetta. Auk þess má kannski segja að umræðan komi að nokkru leyti af sjálfu sér því að sumar spurningar...
Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?
Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...
Framan á löggubílum stendur 'Lögregla' en það snýr öfugt. Hver er ástæðan fyrir því?
Ástæðan kemur í ljós þegar lögreglan fer að elta þig og þú horfir í spegilinn á bílnum þínum: Þá snýr textinn rétt! Þetta á raunar ekki eingöngu við um suma lögreglubíla, heldur líka til dæmis sjúkrabíla. Þeir sem láta mála þetta svona á bílana telja mikilvægara að við getum lesið textann í speglinum en þegar v...
Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?
Þrjár tegundir sækúa eru til. Þær tilheyra allar sömu ættkvíslinni sem heitir Trichechus á latínu. Tegundirnar þrjár lifa í þremur heimsálfum. Tegundin Trichecus inunguis (e. Amazon manatee) lifir í Amasonfljóti og Orinoco-fljótunum og er í mikilli útrýmingarhættu. Önnur tegund, Trichechus manatus (e. Caribbean ma...
Hvernig fer passaskoðun fram þegar strangtrúaðar múslimakonur með blæju fyrir andlitinu eiga í hlut?
Eins og kunnugt er bera sumar strangtrúaðar múslimskar konur blæju sem þekur ekki eingöngu hár þeirra og axlir heldur einnig andlit þeirra. Ef ferðamenn eru þannig til fara liggur það í hlutarins eðli að erfitt er fyrir lögreglu og útlendingaeftirlit að sannreyna að manneskjan sem fer í gegnum vegabréfsskoðunina s...
Getið þið útskýrt fyrir mér af hverju blýlóð og fjöður falla jafnhratt í lofttæmi?
Samkvæmt öðru lögmáli Newtons er heildarkraftur á hlut sama og massi hans margfaldaður með hröðuninni. Massinn er einfaldlega efnismagnið og hann er mældur í kg. Hröðun er sama og hraðabreyting á tímaeiningu. Þegar hlutur fellur frá kyrrstöðu segir hröðunin til um hversu ört hraðinn vex: Því meiri sem hröðunin er,...
Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?
Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...