Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9680 svör fundust
Af hverju eru til mýflugur og hvaða gagn gera þær?
Stutta svarið er að mýflugur eru mikilvæg fæðutegund fyrir aðrar tegundir dýra. Ef mýflugur á Íslandi hyrfu mundi líka hverfa allur fiskur úr ám og vötnum. Þótt ótrúlegt megi virðast gegna allar lífverur einhverju hlutverki hér á jörðinni. Þetta hlutverk er oft ekki augljóst fyrir okkur mennina, en í lí...
Ef við skjótum úr byssu úti í geimnum, heldur kúlan þá áfram að eilífu?
Þeir sem kannast við fyrsta lögmál Sir Isaacs Newtons (1642-1727) geta svarað þessari spurningu snarlega. Í Stærðfræðilögmálum náttúruspekinnar eftir Newton er fyrsta lögmálið sett fram á þennan hátt: Sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu, eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar sem á han...
Af hverju er Skakki turninn í Písa skakkur?
Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er sjö hæða hár klukkuturn sem er frægur um allan heim fyrir að halla ískyggilega. Turninn er rúmlega 800 ára gamall. Vinna við hann hófst árið 1173, en vegna tafa af völdum ýmissa stríða var lokahöggið við bygginguna ekki slegið fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn byr...
Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?
Í lok maí og byrjun júní 2012 gengu nokkrir jarðskjálftar yfir Ítalíu, sá stærsti af stærðinni 6,0. Kostuðu þeir yfir 20 mannslíf, nokkur hundruð manns slösuðust og margir misstu heimili sín. Flestum er enn í minni jarðskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu árið 2009, er 150 manns fórust. Þrjú þúsund fórust e...
Af hverju draga dökk föt að sér hita?
Sólarljós og annað venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar er oftast svokallað hvítt ljós, en hvítt ljós er í rauninni blanda af öllum litum ljóss. Litur hlutar ræðst af því hvernig hann endurkastar hvítu ljósi. Hlutur sem er til dæmis grænn endurkastar þeim lit meira en öðrum þegar hvítt ljós skín á hann, en ...
Af hverju finnast sömu hraunlög á Grænlandi og Bretlandseyjum?
Norður-Atlantshafið er hlutfallslega ungt á jarðsögulegum tíma. Fyrir um 55 milljón árum var Grænland hluti af meginlandi Evrópu og þá samfellt land með Skandinavíu og því landsvæði sem nú eru Bretlandseyjar. Fyrsta myndin sýnir legu landanna á þeim tíma. Áætluð landaskipan fyrir um 55 milljón árum. Fyrr ...
Er það satt að geimfarar fái sér epli við lendingu á jörðu?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Er það satt að geimfarar fái sé epli við lendingu á jörðu? Af hverju og hvenær kom þessi siður á? Já, þessi siður tíðkast að minnsta kosti þegar rússnesk geimför lenda á jörðu. Lítið er tekið af ferskum matvælum út í geim, þar sem þau skemmast fljótt. Aftur á móti bíða g...
Væri hægt að framleiða dópamín sem verkjalyf í staðinn fyrir morfín?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Náttúruleg „verkjalyf“ líkamans eins og dópamín virðast hvorki hafa eitrunar- né ávanabindandi áhrif, eins og t.d. morfín. Svo hvers vegna er dópamín þá ekki bara framleitt sem lyf til sölu, í staðinn fyrir hættulegu, ávanabindandi gerviefnin? Taugaboðefni eru sameindir, oft...
Ef ég ætla að vigta helín-gasblöðru þarf þá vogin að vera fyrir ofan blöðruna?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu þungt er helín? Er hægt að fá kíló af helíni? Þyrfti maður þá að setja vigtina fyrir ofan gasið en ekki undir? Helín er lofttegund og frumefni númer 2 í lotukerfinu. Það er hægt að fá kíló af helíni en eins og á við um aðrar lofttegundir er erfitt að vigta það. ...
Úr hvaða efnum eru gen búin til?
Einfalda svarið við spurningunni er að gen eru búin til úr kjarnsýrum. En þá þarf líka að útskýra hvað kjarnsýrur eru. Í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? kemur þetta fram: Kjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast ...
Hvenær er logn á Íslandi?
Logn er þegar enginn vindur er. Það getur komið logn á öllum árstímum og tímum dags, en er algengast að næturlagi á sumrin og endurspeglast það í orðum á borð við „morgunstillu“ og „kvöldkyrrð“. Almennt er logn algengara inn til landsins en úti við sjóinn og á það rætur að rekja til þess að sjórinn veitir vindi...
Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar?
Öll spurningin hljóðaði svona: Var í kransæðavíkkun og var þá sagt að ég væri með fjórar kransæðar ásamt 20% landsmanna. Er þetta rétt og ef svo er af hverju. Eru flestir með þrjár? Fjallað er um kransæðar í svari við spurningunni Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum? og er textinn sem hér kemur ...
Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim?
Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu, um 190 kílómetra langt. Miðhluti þess er undir norðvestanverðum Vatnajökli. Stór megineldstöð, Bárðarbunga, og önnur minni sunnan hennar, Hamarinn, eru undir jöklinum. Í Bárðarbungu er stór askja, barmafull af ís, allt að 850 ...
Hvað er Parkinsonssjúkdómur?
Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...
Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?
Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utan...