Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?

Haraldur Sigurðsson

Í lok maí og byrjun júní 2012 gengu nokkrir jarðskjálftar yfir Ítalíu, sá stærsti af stærðinni 6,0. Kostuðu þeir yfir 20 mannslíf, nokkur hundruð manns slösuðust og margir misstu heimili sín. Flestum er enn í minni jarðskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu árið 2009, er 150 manns fórust. Þrjú þúsund fórust einnig í skjálfta á Suður-Ítalíu árið 1980. Og enn verra var árið 1908, þegar að minnsta kosti 70 þúsund fórust í jarðskjálfta sem jafnaði borgina Messina við jörðu.

Jarðskjálftarnir á Ítalíu í maí og júní 2012 ollu töluverðum skemmdum eins og þessi illa farni sveitabær í Camposanto á Norður-Ítalíu ber með sér.

Hvaða öfl eru það sem hrista Ítalíu með svo miklum krafti og hörmulegum afleiðingum? Það eru vitaskuld flekahreyfingar Afríkuflekans í suðri og Evrasíuflekans í norðri. Fyrir mörgum milljónum ára var mikið haf milli Afríku og Evrópu, sem tengdi Atlantshaf í vestri og Kyrrahafið í austri. Það nefndist Tethyshaf. Síðan hefur Afríkuflekinn stöðugt rekið norður á bóginn á hraða sem nemur um 2 cm á ári, í átt til Evrópu. Flekahreyfingin hefur þannig lokað Tethyshafi og er sú hreyfing nú í þann veginn að þurrka Miðjarðarhafið út, en það eru síðustu leifarnar af Tethyshafi.

Ein afleiðing af þessum árekstri Afríku og Evrópu eru Alpafjöllin. Önnur afleiðing er sú mikla felling í jarðskorpunni sem myndar Ítalíuskagann.



Myndin hér að ofan sýnir helstu þætti í jarðskorpuhreyfingum á Ítalíu. Rauða línan eru mótin þar sem flekarnir mætast, í miklu sigbelti. Þetta eru mjög flókin flekamót, og hlykkjast þau eins og snákur eftir Ítalíu endilangri. Bláu línurnar eru hins vegar svæði þar sem gliðnun á sér stað á flekamótunum, en hafsbotninn rétt fyrir vestan Ítalíu er að gliðna í sundur. Heildaráhrif af þessum flekahreyfingum eru algengir jarðskjálftar og einnig eldvirkni í Vesúvíusi, Strombólí, Etnu og fleiri eldfjöllum. Um eldvirknina má lesa í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?

Myndir:
  • Mynd af löskuðu húsi: Greater New Orleans - ljósmyndari Luca Bruno. Sótt 6. 6. 2012.
  • Kort: Fengið af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar. Sótt 5. 6. 2012.


Þetta svar er lítillega aðlagaður pistill sem birtist á bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Haraldur Sigurðsson

eldfjallafræðingur

Útgáfudagur

12.6.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Haraldur Sigurðsson. „Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62735.

Haraldur Sigurðsson. (2012, 12. júní). Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62735

Haraldur Sigurðsson. „Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62735>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?
Í lok maí og byrjun júní 2012 gengu nokkrir jarðskjálftar yfir Ítalíu, sá stærsti af stærðinni 6,0. Kostuðu þeir yfir 20 mannslíf, nokkur hundruð manns slösuðust og margir misstu heimili sín. Flestum er enn í minni jarðskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu árið 2009, er 150 manns fórust. Þrjú þúsund fórust einnig í skjálfta á Suður-Ítalíu árið 1980. Og enn verra var árið 1908, þegar að minnsta kosti 70 þúsund fórust í jarðskjálfta sem jafnaði borgina Messina við jörðu.

Jarðskjálftarnir á Ítalíu í maí og júní 2012 ollu töluverðum skemmdum eins og þessi illa farni sveitabær í Camposanto á Norður-Ítalíu ber með sér.

Hvaða öfl eru það sem hrista Ítalíu með svo miklum krafti og hörmulegum afleiðingum? Það eru vitaskuld flekahreyfingar Afríkuflekans í suðri og Evrasíuflekans í norðri. Fyrir mörgum milljónum ára var mikið haf milli Afríku og Evrópu, sem tengdi Atlantshaf í vestri og Kyrrahafið í austri. Það nefndist Tethyshaf. Síðan hefur Afríkuflekinn stöðugt rekið norður á bóginn á hraða sem nemur um 2 cm á ári, í átt til Evrópu. Flekahreyfingin hefur þannig lokað Tethyshafi og er sú hreyfing nú í þann veginn að þurrka Miðjarðarhafið út, en það eru síðustu leifarnar af Tethyshafi.

Ein afleiðing af þessum árekstri Afríku og Evrópu eru Alpafjöllin. Önnur afleiðing er sú mikla felling í jarðskorpunni sem myndar Ítalíuskagann.



Myndin hér að ofan sýnir helstu þætti í jarðskorpuhreyfingum á Ítalíu. Rauða línan eru mótin þar sem flekarnir mætast, í miklu sigbelti. Þetta eru mjög flókin flekamót, og hlykkjast þau eins og snákur eftir Ítalíu endilangri. Bláu línurnar eru hins vegar svæði þar sem gliðnun á sér stað á flekamótunum, en hafsbotninn rétt fyrir vestan Ítalíu er að gliðna í sundur. Heildaráhrif af þessum flekahreyfingum eru algengir jarðskjálftar og einnig eldvirkni í Vesúvíusi, Strombólí, Etnu og fleiri eldfjöllum. Um eldvirknina má lesa í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?

Myndir:
  • Mynd af löskuðu húsi: Greater New Orleans - ljósmyndari Luca Bruno. Sótt 6. 6. 2012.
  • Kort: Fengið af bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar. Sótt 5. 6. 2012.


Þetta svar er lítillega aðlagaður pistill sem birtist á bloggsíðu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og birt hér með góðfúslegu leyfi.

...