Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8519 svör fundust
Hver eru áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim?
Áhrif jarðskjálfta á borholur og vatn í þeim má flokka í þrennt. Í fyrsta lagi geta þeir haft áhrif á borholurnar sjálfar, í öðru lagi á gæði vatnsins og í þriðja lagi hafa spennubreytingar í jarðskorpunni áhrif á þrýsting í grunnvatns- og jarðhitakerfum sem endurspeglast í breytingum á vatnsborði í borholum. Á...
Hvað er eirðarleysi í fótleggjum og hvað er til ráða við því?
Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um" og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mes...
Hvað er neyslustýring?
Neyslustýring hefur verið notuð innan hagfræðinnar til að lýsa því hvernig opinberar álögur og í sumum tilfellum niðurgreiðslur hafa áhrif á neyslu manna. Ef álögur eða niðurgreiðslur eru mjög mismunandi á vörur sem eiga í samkeppni í hugum neytenda þá getur það breytt neyslu manna, þannig að hún verði öðruvísi en...
Hversu hátt næði byssukúla sem skotið væri af jörðinni, og væri fólk í hættu þegar hún lenti?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hversu hratt fellur byssukúla ef henni er skotið upp og skiptir máli hve þungir hlutir eru í sambandi við fallhraða? frá Jóhannesi Jónssyni.Hvað verður um byssukúlu þegar henni er skotið upp í loftið? frá Andra Runólfssyni.Hvað fer byssukúla hratt? frá Hildi Helgu og Sævari Jóhann...
Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?
Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...
Hverfur allt sem fer inn í svarthol eða kemur eitthvað út úr þeim aftur?
Samkvæmt sígildri eðlisfræði hverfur allt sem fer inn í svarthol sjónum þess sem situr fyrir utan. En ef skammtafræði er tekin með í reikninginn kemur í ljós að svarthol senda frá sér geislun. Svarthol eru dularfull og spennandi fyrirbæri sem komu fyrst fram sem mögulegar lausnir á jöfnum almennu afstæðiskennin...
Hvað er ofskynjun og hvernig er hún framkölluð með efnum á borð við LSD?
Hér er svarað eftirtöldum tveimur spurningum: Hvernig framkalla ofskynjunarlyf á borð við LSD ofskynjanir? Þ.e.a.s. hvernig verka þau á heilann?(spyrjandi: Hálfdán Pétursson)Hvað er ofskynjun? (spyrjandi: Ágústa Arnardóttir) Ofskynjun (hallucination) er þegar fólk skynjar eitthvað sem ekki á sér stoð í raunver...
Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...
Hvað er týrósín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?
Týrósín er ein af þeim tuttugu amínósýrum sem líkami okkar þarfnast til að mynda prótín. Lifrin getur myndað týrósín úr amínósýrunni fenýlalanín og því er ekki nauðsynlegt að fá hana úr fæðunni. Týrósín er flokkuð undir arómata vegna benzenhringsins (hringur úr sex kolefnisatómum sem hvert um sig er tengt einu vet...
Hvernig getur salt myndast í námum og hvaða hráefni þarf í salt?
Saltnámur eru uppgufunarset, það er að segja set sem verður til við það að vatn gufar upp og efni sem voru uppleyst í því falla til botns. Saltnámurnar myndast nánar tiltekið við uppgufun úr heitum innhöfum sem og úr stöðuvötnum þar sem uppgufun er jöfn innstreymi í vatnið eða hraðari. Dæmi um hið síðarnefnda eru ...
Eru óveður algeng um páska (páskahret)?
Hret eru algeng síðla vetrar og á vorin, en þau lenda ekkert frekar á páskum en öðrum dögum á tímabilinu. Ekkert samband hefur fundist milli illviðra og tunglstöðu. Þar sem páskar falla á mismunandi tíma á ári hverju er hægt að tengja veðuratburði á nokkuð löngum tíma við þá. Af umræðu síðustu 40 til 50 ára er...
Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?
Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...
Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari?
Munurinn á næringargildi hvítra hrísgrjóna og hýðishrísgrjóna er í raun álíka mikill og munurinn á franskbrauði og grófkornabrauði. Nýlega voru kynntar í British Medical Journal niðurstöður sem benda til þess að mikil neysla á hvítum hrísgrjónum geti aukið hættuna á sykursýki af tegund 2 (fullorðinssykursýki). ...
Af hverju er hitastig og vatnsmagn lindáa nærri því jafnt yfir allt árið?
Frá fornu fari hafa straumvötn hér á landi verið greind í tvennt, bergvatnsár og jökulár. Skiptingunni ræður litur ánna, bergvatnið er blávatn en jökulvötnin eru lituð af aurnum, jökulsvarfi, sem þau bera með sér. Í Náttúrufræðingnum 19451 greindi Guðmundur Kjartansson bergvatnsár í lindár og dragár. Mest af því s...
Hvernig smitast zíkaveira?
Zíkaveira telst til svokallaðra flaviveira (Flaviviridae) en meðal þeirra eru beinbrunaveira (e. dengue virus) og guluveira (e. yellow fever virus). Zíkaveiran berst í menn með stungum moskítóflugna. Hún uppgötvaðist fyrst í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar og dregur nafn sitt af Zíkafrumskóginum í Úg...