Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er neyslustýring?

Gylfi Magnússon

Neyslustýring hefur verið notuð innan hagfræðinnar til að lýsa því hvernig opinberar álögur og í sumum tilfellum niðurgreiðslur hafa áhrif á neyslu manna. Ef álögur eða niðurgreiðslur eru mjög mismunandi á vörur sem eiga í samkeppni í hugum neytenda þá getur það breytt neyslu manna, þannig að hún verði öðruvísi en ef hið opinbera gerði ekki upp á milli þessara vara. Við því er að búast að minna sé neytt en ella af vöru sem há gjöld eru lögð á og að meira en ella sé notað af vörum sem eru niðurgreiddar.

Stundum er tilgangurinn með slíkri neyslustýringu beinlínis að fá fólk til að nota minna af sumum vörum og meira af öðrum. Oft er neyslustýringin þó ekki takmark í sjálfu sér heldur afleiðing af skattlagningu sem fyrst og fremst er hugsuð sem leið til tekjuöflunar fyrir ríkið. Þá er algengt að saman fari há gjöld, sem ætlað er að hafa áhrif á neyslu, og miklar tekjur hins opinbera af gjöldunum. Há gjöld á tóbak og áfengi draga þannig úr neyslu á þessum vörum og það er eitt af markmiðunum með því að hafa gjöldin há. Þess utan afla gjöldin verulegra tekna í ríkissjóð.

Há gjöld á tóbak draga úr notkun þess.

Gjöld sem lögð eru í sama hlutfalli á allar vörur hafa minni áhrif á neyslu því að þau hafa engin eða að minnsta kosti lítil áhrif á hlutfallsleg verð vara. Þetta á til dæmis við um virðisaukaskatt. Í flestum tilfellum leggst sama hlutfall ofan á verð allra vara og allrar þjónustu og skatturinn hefur því lítil áhrif á hvort menn velja eina vöru fremur en aðra. Þrepin í virðisaukaskatti eru þó tvö, 24,5% og 14%. Sumar vörur lenda í lægra virðisaukaskattsþrepinu og það hefur án efa einhver áhrif til neyslustýringar, það er fólk kaupir frekar vörur sem bera lágan virðisaukaskatt heldur en háan. Þá eru ýmsar vörur án virðisaukaskatts, til dæmis þær sem menn framleiða til eigin nota og skattur á aðrar vörur ýtir væntanlega undir neyslu þessara vara.

Það sama má segja um vinnu manna fyrir sjálfa sig. Sá sem málar eigið hús greiðir engan virðisaukaskatt af vinnunni en ef hann ræður málara til þess þarf málarinn að innheimta virðisaukaskatt af vinnunni sem hann selur. Það ýtir undir að menn máli sjálfir (eða reyni að svíkja undan skatti).

Skattar og niðurgreiðslur sem skekkja verðhlutföll eru almennt litin hornauga í hagfræði. Þó er hægt að færa rök fyrir því að slík gjöld geti verið til bóta ef þau draga úr neyslu á vörum eða þjónustu sem hafa slæm áhrif á aðra en þá sem taka ákvörðun um neysluna. Sem dæmi má nefna vörur sem valda mengun. Þá telja margir réttlætanlegt að leggja lægri gjöld á vörur sem tekjulítið fólk ver hærra hlutfalli af tekjum sínum til kaupa á en tekjuhátt fólk. Réttlætingin er annars vegar að slík gjöld hafi áhrif til jöfnunar á kaupmætti og hins vegar að tekjuháir finni síður fyrir gjöldunum en tekjulágir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.10.2003

Spyrjandi

Valur Grettisson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er neyslustýring?“ Vísindavefurinn, 20. október 2003, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3807.

Gylfi Magnússon. (2003, 20. október). Hvað er neyslustýring? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3807

Gylfi Magnússon. „Hvað er neyslustýring?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2003. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3807>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er neyslustýring?
Neyslustýring hefur verið notuð innan hagfræðinnar til að lýsa því hvernig opinberar álögur og í sumum tilfellum niðurgreiðslur hafa áhrif á neyslu manna. Ef álögur eða niðurgreiðslur eru mjög mismunandi á vörur sem eiga í samkeppni í hugum neytenda þá getur það breytt neyslu manna, þannig að hún verði öðruvísi en ef hið opinbera gerði ekki upp á milli þessara vara. Við því er að búast að minna sé neytt en ella af vöru sem há gjöld eru lögð á og að meira en ella sé notað af vörum sem eru niðurgreiddar.

Stundum er tilgangurinn með slíkri neyslustýringu beinlínis að fá fólk til að nota minna af sumum vörum og meira af öðrum. Oft er neyslustýringin þó ekki takmark í sjálfu sér heldur afleiðing af skattlagningu sem fyrst og fremst er hugsuð sem leið til tekjuöflunar fyrir ríkið. Þá er algengt að saman fari há gjöld, sem ætlað er að hafa áhrif á neyslu, og miklar tekjur hins opinbera af gjöldunum. Há gjöld á tóbak og áfengi draga þannig úr neyslu á þessum vörum og það er eitt af markmiðunum með því að hafa gjöldin há. Þess utan afla gjöldin verulegra tekna í ríkissjóð.

Há gjöld á tóbak draga úr notkun þess.

Gjöld sem lögð eru í sama hlutfalli á allar vörur hafa minni áhrif á neyslu því að þau hafa engin eða að minnsta kosti lítil áhrif á hlutfallsleg verð vara. Þetta á til dæmis við um virðisaukaskatt. Í flestum tilfellum leggst sama hlutfall ofan á verð allra vara og allrar þjónustu og skatturinn hefur því lítil áhrif á hvort menn velja eina vöru fremur en aðra. Þrepin í virðisaukaskatti eru þó tvö, 24,5% og 14%. Sumar vörur lenda í lægra virðisaukaskattsþrepinu og það hefur án efa einhver áhrif til neyslustýringar, það er fólk kaupir frekar vörur sem bera lágan virðisaukaskatt heldur en háan. Þá eru ýmsar vörur án virðisaukaskatts, til dæmis þær sem menn framleiða til eigin nota og skattur á aðrar vörur ýtir væntanlega undir neyslu þessara vara.

Það sama má segja um vinnu manna fyrir sjálfa sig. Sá sem málar eigið hús greiðir engan virðisaukaskatt af vinnunni en ef hann ræður málara til þess þarf málarinn að innheimta virðisaukaskatt af vinnunni sem hann selur. Það ýtir undir að menn máli sjálfir (eða reyni að svíkja undan skatti).

Skattar og niðurgreiðslur sem skekkja verðhlutföll eru almennt litin hornauga í hagfræði. Þó er hægt að færa rök fyrir því að slík gjöld geti verið til bóta ef þau draga úr neyslu á vörum eða þjónustu sem hafa slæm áhrif á aðra en þá sem taka ákvörðun um neysluna. Sem dæmi má nefna vörur sem valda mengun. Þá telja margir réttlætanlegt að leggja lægri gjöld á vörur sem tekjulítið fólk ver hærra hlutfalli af tekjum sínum til kaupa á en tekjuhátt fólk. Réttlætingin er annars vegar að slík gjöld hafi áhrif til jöfnunar á kaupmætti og hins vegar að tekjuháir finni síður fyrir gjöldunum en tekjulágir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...