Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1333 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju verða tennur skakkar?

Tann- og bitskekkja er talin stafa fyrst og fremst af arfgengum orsökum. Hvert mannsbarn hlýtur í vöggugjöf úr ýmsum áttum fjölda eininga sem þurfa að raðast vel saman til þess að úr verði rétt bit og réttar tennur. Ef kjálkar, tennur og mjúkvefir andlitsins mynda ekki samræmda heild verður útkoman meira eða minna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð klukkan til?

Einfaldasta gerðin af klukku varð til þegar menn ráku lóðrétt prik í jörðina og gátu þá fylgst með því hvernig skugginn af því breyttist yfir daginn. "Klukkur" af þessu tagi kallast sólsprotar. Í fornöld notuðu menn einnig vatnsklukku og stundaglas til að mæla tímann. Hægt er að lesa um þessi áhöld í svari Þors...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?

Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta járnsmiðir?

Járnsmiður (Nebria rufescens) er liðdýr af ættinni Carabidae. Þeir eru yfirleitt um 9-12 mm að lengd, með fálmara og 6 langa fætur sem gera þeim kleift að spretta úr spori en þeir hafa fremur veikburða vængi. Járnsmiðir eru nokkuð loðnir en þeir lifa í rökum jarðvegi við lítt gróna tjarnarbakka og bakka straumvatn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við hjúin veltum fyrir okkur nýverið hvaðan upphrópunin eða notkun orðsambandsins „alla malla“ (með mjúkum L-um) kemur? Upphrópunin alla malla þekkist á prenti að minnsta kosti frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Fálkanum frá 1946: „— ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?

Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans. Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynst...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Oft heyrir maður og les að Einar Ben hafi ýmist selt eða reynt að selja norðurljósin. Hversu 'sönn' er þessi saga og hvaða heimildir eru til um þetta? Á Vísindavefnum er til fjöldi svara um norðurljós enda ljóst að margir hafa áhuga á að vita sem mest um þau. Norðurljó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kannist þið við orðatiltækið 'það er kálfshár og fífa í þér' sem amma mín heitin notaði um börn í slæmu skapi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan daginn. Mig langar að vita hvort þið kannist við orðatiltækið "kálfshár og fífa." Amma mín heitin notaði þetta alltaf ef börn voru í slæmu skapi. "Það er kálfshár og fífa í honum/henni." Ég finn engar upplýsingar um þetta á Netinu og mig leikur forvitni á að vita...

category-iconMálvísindi: íslensk

Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið 'kreik' merkir?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:Fjögurra ára sonur minn spyr hvað orðið „kreik“ þýðir, sbr. „mig langar svo að lyfta mér á kreik“. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið öðruvísi en í samhenginu „á kreik“ og hef skilið það sem „af stað“. Hvernig er þetta orð í nefnifalli, hver er merking þess og uppruni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma orðin Landmenn og Landmannalaugar?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðið "Landmenn", sbr. Landmannalaugar, Landmannaleið? Landmenn reka á Landmannaafrétt, afréttinn þeirra og lauga sig í laugunum sínum. Er þetta danskt tökuorð sbr. landmand/landmænd=bóndi/bændur? Ættum við kannski að tala um "Bændalaugar"? Í Íslenskri orð...

category-iconHugvísindi

Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?

Frá fornu fari var við það miðað að íbúar trúboðssvæða fengju ekki skírn fyrr en eftir nokkra fræðslu sem var veitt á svokölluðu trúnemanámskeiði (katekumenati). Gat það tekið frá einu upp í þrjú ár. Þar lærði fólk frumatriði kristinnar trúar en jafnframt átti að laga líf þess að kristnu siðferði og gildismati. Lá...

category-iconLæknisfræði

Hvað er eirðarleysi í fótleggjum og hvað er til ráða við því?

Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um" og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mes...

category-iconLögfræði

Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?

Í heild sinni var spurningin svona: Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi? Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða s...

category-iconÞjóðfræði

Hver er réttur texti við lagið "Jólasveinar ganga um gólf"?

Það er alltaf erfitt að sannprófa hvaða gerð þjóðvísu sé ‘rétt’. Yfirleitt voru vísurnar ekki skráðar á blað fyrr en þær voru orðnar aldagamlar og höfðu brenglast í minni kynslóðanna á ýmsa lund. Því er ekki víst að elsta uppskriftin sé endilega réttust. Elsta skrásetta gerð vísunnar sem spurt er um er frá Hor...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?

Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orði...

Fleiri niðurstöður