Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1042 svör fundust
Hver er munurinn á heila karla og kvenna?
Karlar og konur eru ólík á ýmsan hátt, bæði í útliti og hegðun. Þar sem öll hegðun er afleiðing af virkni taugakerfisins hlýtur ólík hegðun kynjanna að eiga sér rætur í ólíkri gerð og starfsemi heila karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkur munur er til staðar þótt ekki sé enn að fullu ljóst hvað vel...
Hvað eru silfurský og hvenær ársins sjást þau?
Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má alloft um miðnæturbil sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni og kallast þær silfurský. Lengi var talið að þessi ský væru sjaldséð, en síðan fóru að sjást merki um þau í mælingum gervihnatta. Þá kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi. Lo...
Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?
Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...
Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?
Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...
Lásu 18. aldar Íslendingar engin fornrit?
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um landið þvert og endilangt árin 1752–1757 á kostnað Danakonungs og í mikilfenglegri ferðabók, sem ekki kom út fyrr en árið 1772, lýstu þeir náttúru og dýralífi, en líka íslensku samfélagi og alþýðumenningu. Í frásögn um Kjósarsýslu segja þeir: „Því verður ekki móti mælt, að...
Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...
Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin var: Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni? Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni e...
Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?
Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...
Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?
Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...
Hvað er malbik og hvernig er það framleitt?
Efsta lag vegbyggingar nefnist slitlag en hér á landi er aðallega um tvenns konar bikbundin slitlög að ræða, malbik sem er heitblandað í malbikunarstöð og klæðingu. Óbundin slitlög nefnast malarslitlög. Malbik er blanda af steinefni, biki og stundum íaukum (trefjum, viðloðunarefnum, vaxi, sementi, kalkdufti og ...
Hver var Sturla Þórðarson og hvað gerði hann merkilegt?
Sturlugata liggur um lóð Háskóla Íslands. Hún er kennd við Sturlu Þórðarson (1214-1284), sagnaritara, skáld og lögmann. Helstu heimildir um hann er að finna í þeim hluta Sturlungu-samsteypunnar, sem kallast Íslendinga saga og hann sjálfur mun hafa sett saman, Þorgils sögu skarða og í Sturlu þætti sem fylgir á efti...
Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?
Sjúkdómar leggjast misjafnlega á jarðarbúa eftir því hvar menn búa og hvernig efnahag þeirra er háttað. Alþjóðlega heilsustofnunin hefur gert lista yfir sjúkdóma eftir því hve há dánartíðni þeirra er. Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þar næst k...
Hvað er persónuleikaröskun?
Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....
Hver er hæsta frumtalan?
Svarið er að hæsta frumtalan er ekki til og frumtölur eru óendanlega margar. Frumtölur eða prímtölur (prime numbers) eru tölur sem engar aðrar heilar tölur ganga upp í en 1 og talan sjálf. Þær er með öðrum orðum ekki hægt að skrifa sem margfeldi af tveimur eða fleiri öðrum tölum. Þannig eru bæði $2$ og $3$ fru...
Hvernig nýtast persónulegar dagbækur við rannsóknir og fræðistörf?
Hafa persónulegar dagbækur verið nýttar í rannsóknum á Íslandi í öðrum fræðigreinum en sagnfræði? Já, dagbækur hafa verið notaðar sem heimildir í margvíslegum rannsóknum innan ólíkra fræðigreina og nýtast þar vel. Þær hafa meðal annars verið notaðar til rannsókna á veðurfarssögu, bæði í landafræði og veðurfræði...