Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2638 svör fundust
Getur kopar haft skaðleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar?
Kopar er mikilvægt snefilefni hjá öllum hryggdýrum. Dagleg þörf fullorðins manns fyrir kopar (Cu) er 30 µg á hvert kíló. Við fáum kopar í gegnum fæðu en á iðnaðarsvæðum geta fíngerðar koparagnir borist í einstaklinga. Kopar binst auðveldlega í blóðvökvanum (serum) við prótínin albumin og transcuprein og berst með ...
Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?
Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...
Hvenær má borgari handtaka mann?
Heimildir til að handtaka menn er að finna í lögum nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Þar segir í 97. gr.:Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur er á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, tryggja návist hans og ör...
Hvað eru náttúrlegar tölur?
Öll notum við tölur þegar við verslum, skiptum fólki í mismunandi lið, eða teljum kindur. Strangt til tekið notum við þó ekki alltaf sömu tölurnar þrátt fyrir að okkur finnist það kannski. Til dæmis notum við heilu tölurnar þegar við kaupum í matinn, ræðu tölurnar þegar við skiptum fólki í lið, og náttúrlegu tölur...
Hvar eru orkulindir?
Orkulindir eru afar margvíslegar og sem betur fer líka mjög víða í kringum okkur. Þær orkulindir sem við Íslendingar þekkjum best eru vatnsorkan og jarðhitinn. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fell...
Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...
Hvers vegna þróaðist lýðræði í Aþenu til forna?
Erfitt er að gefa ákveðið svar við þessari spurningu og raunar eru fræðimenn ekki allir á eitt sáttir um nákvæmlega hvenær aþenska lýðræðið varð til, hvað þá hvers vegna. Ef til vill er rétt að byrja þá sögu á Sóloni sem kom á ýmsum breytingum á stjórnkerfi og samfélagi Aþeninga snemma á 6. öld f.Kr. Það er ómögul...
Fyrir hvað stendur G-ið í G-mjólk?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hæ hæ, hver er uppruni G-mjólkur, af hverju heitir hún G-mjólk og hvað gæti hún mögulega enst lengi? G-ið í heiti G-mjólkur stendur fyrir geymsluþol. Mjólk sem seld er í verslunum er gerilsneydd með hitameðhöndlun til að drepa örverur sem gætu valdið sýkingum í þeim er neyta h...
Hvar er Seborga?
Furstadæmið Seborga er að finna í Lígúríu-héraði á ítölsku rívíerunni, nálægt frönsku landamærunum. Þar búa um 2000 manns á 14 ferkílómetra svæði. Seborga er sjálfstætt ríki en ríkisborgarar í Seborga eru aðeins 362. Það varð til sem lén á 10. öld en varð furstadæmi um 1079 og hefur haldið þeirri stöðu sinni sí...
Verpir bjartmáfur hér á landi og blandast hann þá við silfurmáf?
Bjartmáfurinn (Larus glaucoides) telst ekki til íslenskra varpfugla en íslenskir fuglaskoðarar sjá töluvert af bjartmáfum við sjávarsíðuna á veturna enda eru þeir mjög algengir vetrargestir á Íslandi. Varpstöðvar bjartmáfsins eru syðst á Baffinslandi (Kanada) og víða á sunnanverðu Grænlandi. Á veturna heldur ...
Hvad heitir stjörnuþokan sem er næst okkur?
Stjörnuþokan sem er næst okkur skiptist í tvær þokur sem kallast Stóra Magellansskýið og Litla Magellansskýið. Stóra Magellansskýið er í 16.000 ljósára fjarlægð frá jörðnni en Litla Magellansskýið í 20.000 ljósára fjarlægð. Stjörnuþokurnar eru nefndar eftir portúgölskum landkönnuði, Ferdinand Magellan (1480-...
Hvers vegna heitir sýslan Gullbringusýsla? Ef nafnið er dregið af fjallinu Gullbringu, hvers vegna var það þá valið?
Gullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 og náði hún yfir hluta hins forna Kjalarnesþings. Gullbringa er sýnd á herforingjaráðskortum sem hæðarbunga við suðaustanvert Kleifarvatn (308 m). Stefán Stefánsson sem kallaður var "gæd" (af "guide") taldi það þó hæpið, þar sem kunnugir menn á þessum slóðum h...
Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? Er hér um yfirfærða merkingu að ræða?
Í Snorra-Eddu, 12. kafla Gylfaginningar, segir svo frá úlfakreppu sólar:Þá mælti Gangleri: "Skjótt ferr sólin ok nær svá sem hún sé hrædd, ok eigi myndi hon þá meir hvata göngunni, at hon hræddist bana sinn." Þá svarar Hárr: "Eigi er þat undarligt, at hon fari ákafliga. Nær gengr sá, er hana sækir, ok engan útveg...
Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér?
Iglur (Hirudinea) eru oft kallaðar blóðsugur á íslensku. Í raun er þó aðeins lítill hluti iglna sem tilheyrir ytri sníkjudýrum, en stór hluti þeirra rúmlega 600 tegunda sem lýst hefur verið lifir annars konar ránlífi. Flestar tegundir iglna finnast í ferskvatni en einnig lifa þær í sjó og einhverjar tegundir finna...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í júlí 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör júlímánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar? Hvers vegna kreista sumir tannkremstúpurnar að framan en ekki aftan frá eins og eðlilegt er? Gáta: Hvað er strætóbílstjórinn gamall? Gáta: Hvernig er h...