Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?
Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...
Hver var hinn íslenski Stjáni blái?
Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...
Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar?
Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí er liður í því að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Hinn 1. desember 2018 verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Hefð er fyrir því að Alþingi minnist merkra tímamóta í sögu landsins með því að funda á Þingvö...
Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?
Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...
Eru einhver skjöl frá árinu 1918 mikilvægari en önnur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Eru einhver skjöl frá 1918 mikilvægari en önnur? Getur þú sagt mér frá einhverjum áhugaverðum skjölum frá 1918? Árið 1918 var viðburðarríkt, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði geisað frá árinu 1914 með hræðilegum afleiðingum. Hún...
Hvernig er HPV-smit greint og hverju skilar bólusetning gegn veirunni?
HPV-veirupróf er gert til að kanna hvort kona[1] hafi smitast af veiru sem á ensku kallast Human Papilloma Virus (HPV). Veiran hefur um 200 undirflokka og valda sumir þeirra góðkynja vörtum á kynfærum (e. condyloma), en um 15 tegundir þeirra geta leitt til þróunar á forstigsbreytingum og að lokum leghálskrabbamein...
Hafa evrópskir eldmaurar fundist á Íslandi?
Úti í heimi finnast nokkrar tegundir svokallaðra eldmaura. Í Evrópu finnst tegundin Myrmica rubra og er hún stundum nefnd evrópskir eldmaurar (e. European fireants eða Common red ants). Útbreiðsla tegundarinnar er aðallega á norðlægum svæðum í Evrópu og austur eftir Asíu[1] en hún hefur dreifst víðar um jörðina me...
Hvaða dýr eru í útrýmingarhættu í Kína?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða dýr lifa í Kína? Hver af þeim eru í útrýmingarhættu eða eru sérstök að öðru leyti? Dýralíf í Kína er með því fjölskrúðugasta sem þekkist innan nokkurs ríkis í heiminum og ógerningur er að fjalla um allar þær tegundir sem þar er að finna í svari eins og þessu. Hér verð...
Hvaða merkingu hefur hugtakið tegund í líffræði?
Hugtakið tegund vísar til efnis, hlutar eða lífveru sem býr yfir ákveðnum eiginleikum. Í líffræði er tegundahugtakið gagnlegt til að hjálpa okkur að ráða í og fjalla um hinn mikla breytileika meðal lífvera sem við sjáum í lífríkinu. Fjöldi tegunda er gríðarlegur, vísindamenn hafa lýst yfir 1,7 milljónum tegunda og...
Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar?
Aðeins er hægt að tímasetja hluti sem bera læsilegar áletranir, nema eitthvað annað sé vitað um þá. Fyrir iðnbyltingu eru það einkum legsteinar og mynt sem bera áletranir. Tímasetningar slíkra áletrana eru sjaldnast ákveðin ártöl heldur til dæmis veldistími konunga eða annars konar tilvísanir í fólk eða atburði se...
Getið þið sagt mér hvernig dýralíf á Ítalíu er?
Það kemur þeim sem hafa ferðast um Ítalíu og skoðað fagrar borgir eða flatmagað á sólarströndum landsins eflaust á óvart að víða á Ítalíu eru fögur svæði með miklu dýralífi. Á Ítalíu eru meðal annars leifar af upprunalegri fánu svæðisins eins og hún var á tímum Rómaveldis. Þessi svæði eru bundin við þjóðgarða og þ...
Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?
Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...
Hvar á jörðinni er hægt að sjá miðnætursól?
Miðnætursól (e. midnight sun) er þegar sólin er á lofti á miðnætti samkvæmt sólartíma, það er að segja þegar hún er lægst. Með öðrum orðum sest sólin þá ekki í að minnsta kosti sólarhring. Þetta getur gerst bæði mjög norðarlega og mjög sunnarlega á jörðinni, þegar sumar er á viðkomandi stað. Umræða um þetta og ski...
Hvað er hatursræða?
Hatursræða (e. hate speech) er flókið hugtak og ekki er til nein ein alþjóðlega viðurkennd skilgreining eða skilningur á því. Eigi að síður hefur þróunin orðið sú, með lögum, í dómaframkvæmd og í fræðiskrifum, að sá skaði og sú hætta, sem stafar af ákveðinni tjáningu, er alþjóðlega viðurkennd. Þannig hafa bæði á a...
Er náttúrulegt hjarðónæmi ekki eina skynsamlega leiðin út úr faraldri COVID-19?
Það er til mjög einfalt og vel rökstutt svar við þessari spurningu: nei. Nýlega hefur talsvert borið á misvísandi umræðu um hjarðónæmi og eiginleikum þess, í þeim tilgangi að hvetja til slökunar á hörðum aðgerðum til sóttvarna víða um heim. Þann 4. október 2020 skrifaði hópur heilbrigðisstarfsmanna (meðal anna...