Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8088 svör fundust
Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?
Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 met...
Hvað getur þú sagt mér um kameljón?
Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...
Á hvað trúa Mongólar?
Um 39% Mongóla sem náð hafa 15 ára aldri eru trúlausir samkvæmt manntali frá árinu 2010. Búddismi er hins vegar þau trúarbrögð sem flestir aðhyllast, eða 53% landsmanna. Af öðrum trúarbrögðum kemur íslam næst en um 3% þeirra sem náð hafa 15 ára aldri teljast til múslima, 2,9% hallast að sjamanisma, 2,1% eru krist...
Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Þessi ráðstöfun léttir pyngju húseiganda og gerir íbúum hússins mengunina þungbærari með óþægilegum hita. Hugmyndin um að varna innstreymi útilofts í hýbýli okkar með hitun innilofts byggir á þeirri röngu forsendu að hús okkar verði sem næst loftþétt þegar við höfum l...
Hver fann upp leysigeislann?
Þegar spurt er um uppfinningar er oft erfitt að tilgreina hver nákvæmlega fann upp hitt eða þetta. Rannsóknir annarra liggja iðulega að baki nýrri þekkingu og margir koma oft að uppgötvunum sem á endanum eru kannski eignaðar einum vísindamanni. Þegar spurt er um hver fann upp leysigeislann eða leysiljósið má þess ...
Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?
Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...
Hafa refir einhvern tíma verið í Færeyjum og þá af hvaða stofni?
Eftir því sem best er vitað hafa villtir refir aldrei lifað í Færeyjum. Talið er að þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til eyjanna hafi þar ekki verið nein landspendýr. Einu hryggdýrin voru fuglar en fuglalíf eyjanna er afar fjölskrúðugt og hefur einnig verið svo fyrir um 1.400 árum þegar menn komu til eyjanna. ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Valfells rannsakað?
Ágúst Valfells er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir í rafeðlisfræði, en einnig á sviði orkumála. Rannsóknir Ágústar í rafeðlisfræði hafa einkum snúið að hegðun rafeindageisla og að ákveðinni gerð ómandi afhleðslu (e. multipactor) í örbylgjurás...
Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu?
Tyrkland er eitt fárra landa í heiminum sem tilheyra tveimur heimsálfum, Asíu og Evrópu. Landið er alls 783.356 km2 að stærð, 97% þess tilheyra Asíu en um 3% (23.764 km2) eru á Balkanskaga, í suðausturhluta Evrópu. Evrópuhluti Tyrklands kallast Austur-Þrakía. Þrakía var fyrr á tímum ríki sem náði yfir stóra...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað?
Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Á síðustu árum hefur orðið bylting í erfðafræði. Fjöldi mismunandi breytileika í erfðamenginu hefur verið tengdur við ýmsa sjúkdóma og þannig fást vísbendingar um orsakir þessara sjúkdóma. En til að skilja hvernig erfðabreytileikar leiða til sjú...
Hver eru helstu störf Þorsteins Vilhjálmssonar í þágu vísinda?
Þorsteinn Vilhjálmsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði með vísindasögu sem rannsóknasvið. Hann hefur einkum stundað rannsóknir og ritstörf um sögu eðlisvísinda á nýöld og um sögu stjörnufræði, tímatals og siglingakunnáttu á Norðurlöndum á miðöldum. Meðal helstu ritverka eru Heimsmynd á hverf...
Hvers vegna er slétt tala tvö orð en oddatala eitt orð?
Spurningin í fullri lengd var: Hvers vegna skrifar maður slétt tala í tveimur orðum en oddatala í einu orði? Slétt tala ‚heil tala sem 2 gengur upp í‘ og oddatala ‚heil tala sem 2 gengur ekki upp í‘ eru þekkt hugtök í stærðfræði. Fyrra hugtakið er orðasamband í íslensku og því ritað í tvennu lagi en hið síð...
Hvað hefur vísindamaðurinn Joan Nymand Larsen rannsakað?
Joan Nymand Larsen er vísindamaður við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og prófessor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún er hagfræðingur og sérhæfir sig í efnahagslegri og sjálfbærri þróun á norðurslóðum; nýtingu og stjórnun náttúruauðlinda; félagslegum og efnahagslegum áhrifum loftslagsbreytin...
Hvaða rannsóknir hefur Thamar Heijstra stundað?
Thamar Melanie Heijstra er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hennar einkum að vinnumenningu, vinnuaðstæðum og kynjafjármálum innan háskóla á tíma nýfrjálshyggju. Rannsóknir hennar hafa birst á alþjóðlegum vettvangi í vísindatímaritum og er hún meðhöfundur að nokkrum bókaköflu...
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Ævar Oddsson stundað?
Guðmundur Oddsson er dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi. Doktorsrannsókn Guðmundar skoðar breytingar á hugmyndum Íslendinga um stéttaskiptingu samfara örum þjóðfélagsbreytingum. Rannsóknin byggir á greiningu...