Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu?

EDS

Tyrkland er eitt fárra landa í heiminum sem tilheyra tveimur heimsálfum, Asíu og Evrópu. Landið er alls 783.356 km2 að stærð, 97% þess tilheyra Asíu en um 3% (23.764 km2) eru á Balkanskaga, í suðausturhluta Evrópu.

Evrópuhluti Tyrklands kallast Austur-Þrakía. Þrakía var fyrr á tímum ríki sem náði yfir stóran hluta þess sem nú er Búlgaría, norðausturhluta Grikklands, austurhluta núverandi Serbíu og Makedóníu auk Evrópuhluta Tyrklands. Í dag er Þrakía notað yfir suðurhluta Búlgaríu (Norður-Þrakía), norðausturhluta Grikklands (Vestur-Þrakía) og Evrópuhluta Tyrklands (Austur-Þrakía).

Skilin á milli Evrópu og Asíu í suð-austri, og þar með skilin á milli Austur-Þrakíu og Anatólíu en svo kallast landsvæðið sem meginhluti Tyrklands nær yfir, liggja frá Svartahafi um Bosporussund, Marmarahaf og Dardanellasund í Eyjahaf.

Íbúar Evrópuhluta Tyrklands eru rúmlega 11 milljónir eða um 14,3% landsmanna. Þar hefur mest að segja að um tveir þriðju hlutar íbúa Istanbúl, fjölmennustu borgar landsins, búa Evrópumegin við Bosporussund en um þriðjungur býr í þeim hluta borgarinnar sem er austan við sundið, í Asíu.

Istanbúl stendur beggja vegna Bosporussunds og er borgin því bæði í Evrópu og Asíu.

Þótt Þrakía eigi sér langa og merka sögu þá kemur þessi hluti Tyrklands ekki fyrir í mörgum svörum á Vísindvefnum. Gallipoliskaga sem gengur suðvestur úr Þrakíu er þó getið í svari við spurningunni Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?. Frá apríl 1915 til janúar 1916 gerðu bandamenn misheppnaða tilraun til þess að ná yfirráðum yfir skaganum og kostaði sú aðgerð hundruð þúsunda mannslífa.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

8.2.2018

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

Rósa Hlín

Tilvísun

EDS. „Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2018, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17819.

EDS. (2018, 8. febrúar). Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17819

EDS. „Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2018. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17819>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu?
Tyrkland er eitt fárra landa í heiminum sem tilheyra tveimur heimsálfum, Asíu og Evrópu. Landið er alls 783.356 km2 að stærð, 97% þess tilheyra Asíu en um 3% (23.764 km2) eru á Balkanskaga, í suðausturhluta Evrópu.

Evrópuhluti Tyrklands kallast Austur-Þrakía. Þrakía var fyrr á tímum ríki sem náði yfir stóran hluta þess sem nú er Búlgaría, norðausturhluta Grikklands, austurhluta núverandi Serbíu og Makedóníu auk Evrópuhluta Tyrklands. Í dag er Þrakía notað yfir suðurhluta Búlgaríu (Norður-Þrakía), norðausturhluta Grikklands (Vestur-Þrakía) og Evrópuhluta Tyrklands (Austur-Þrakía).

Skilin á milli Evrópu og Asíu í suð-austri, og þar með skilin á milli Austur-Þrakíu og Anatólíu en svo kallast landsvæðið sem meginhluti Tyrklands nær yfir, liggja frá Svartahafi um Bosporussund, Marmarahaf og Dardanellasund í Eyjahaf.

Íbúar Evrópuhluta Tyrklands eru rúmlega 11 milljónir eða um 14,3% landsmanna. Þar hefur mest að segja að um tveir þriðju hlutar íbúa Istanbúl, fjölmennustu borgar landsins, búa Evrópumegin við Bosporussund en um þriðjungur býr í þeim hluta borgarinnar sem er austan við sundið, í Asíu.

Istanbúl stendur beggja vegna Bosporussunds og er borgin því bæði í Evrópu og Asíu.

Þótt Þrakía eigi sér langa og merka sögu þá kemur þessi hluti Tyrklands ekki fyrir í mörgum svörum á Vísindvefnum. Gallipoliskaga sem gengur suðvestur úr Þrakíu er þó getið í svari við spurningunni Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?. Frá apríl 1915 til janúar 1916 gerðu bandamenn misheppnaða tilraun til þess að ná yfirráðum yfir skaganum og kostaði sú aðgerð hundruð þúsunda mannslífa.

Heimildir og myndir:

...