Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1080 svör fundust
Er líklegt að olíu sé að finna á Drekasvæðinu?
Bandarískir vísindamenn hófu rannsóknir á Drekasvæðinu, við syðri hluta Jan Mayen-hryggjarins, á sjöunda áratug síðustu aldar, meðal annars til að staðfesta landrek á svæðinu. Niðurstöður þessara rannsókna bentu snemma til þess að Jan Mayen-svæðið væri ólíkt venjulegum úthafsbotni: Segulsviðið var veikara og óregl...
Hvenær fluttu Íslendingar úr torfbæjunum?
Öldum saman voru öll íbúðarhús Íslendinga með veggi hlaðna úr torfi og grjóti og timburþök þakin torfi. Undantekningar voru örfáar; einna elst þeirra líklega timburstofa á Hólum í Hjaltadal sem norskur biskup, Auðunn rauði Þorbergsson, lét reisa þar á fyrri hluta 14. aldar og stóð öldum saman. Strax á miðöldum vor...
Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?
Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...
Hvað er eitt áratog langt?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig er áratog mælt og hversu langt er það? Mælieining á vegalengd, hefur með árabáta að gera. Eitt áratog er ekki föst vegalengd heldur er orðið notað yfir „það að toga í árarnar, róa með árum“[1]. Eitt áratog er því sú vegalengd sem farin er þegar þessi aðgerð er framkvæmd...
Er hægt að skilgreina hvað telst vera íslenskt orð?
Eitt sinn var ég spurður hvort computer says no væri íslenska. Þetta er þekktur frasi sem á uppruna sinn í gamanþáttunum Little Britain frá því upp úr aldamótum og fólk bregður oft fyrir sig þótt annars sé verið að tala íslensku. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt að spyrja hvort þetta sé íslenska – þett...
Hve margir hafa forsetar Bandaríkjanna verið og hvað hétu þeir?
Forsetar Bandaríkjanna hafa alls verið 45 að sitjandi forseta, Donald Trump, meðtöldum. Forsetar Bandaríkjanna hingað til: George Washington 1789—1797 (Stjórnarskrá tekur gildi 1789.) John Adams 1797—1801 Thomas Jefferson 1801—1809 (Vesturhlutinn sem tilheyrði Frakklandi innlimaður í Bandaríkin 1803.) Jame...
Hvernig er orðið algrím til komið?
Orðið algrím er nýyrði fyrir alþjóðaorðið sem heitir á ensku ‘algorithm’. Það hefur áður verið íslenskað sem algórithmi, algóriþmi eða algóritmi. Það er dregið af eldri orðmynd, algorism, sem aftur er dregið af persneska mannsnafninu al-Khowârizmî. (Innskot ritstjóra: Al-Khowârizmî þessi var uppi á fyrri hluta níu...
Af hverju er fólk á móti fötluðum?
Ég held það sé of mikið sagt að fólk sé á móti fötluðum. Hins vegar búa fatlaðir við neikvæð viðhorf og fordóma sem gera þeim lífið erfitt. Margir líta á fatlaða sem „bagga” á samfélaginu. Fræðimenn vilja rekja slík viðhorf til breyttra þjóðfélagshátta í kjölfar iðnbyltingarinnar (Barnes, Mercer og Shakespeare,...
Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað og hvert leituðu þeir þegar minna var um tré á fyrri hluta síðustu aldar?Náttstaðir spörfugla eru eins misjafnir og tegundirnar eru margar. Sumir fuglar safnast saman í hópa til að sofa, á meðan aðrir velja sér náttstað þar sem þeir eru...
Hvað getið þið sagt mér um ranakollur?
Ranakollur fylla einn hóp skriðdýra sem nefnist Sphenodontidae. Þær hafa langminnsta útbreiðslu allra núlifandi skriðdýrahópa, lifa einungis á afar takmörkuðu svæði á Nýja-Sjálandi og á nokkrum eyjun undan ströndum Nýja-Sjálands. Ranakolluhópurinn er forn og var blómaskeið þessara skiðdýra fyrir meira en 150 millj...
Fá fuglar nýtt par af vængjum þegar þeir deyja og verða fuglaenglar?
Svarið við þessu er auðvitað já eða: já, auðvitað! Það að einhver verður engill jafngildir því að hann/hún/það fái vængi. Formúlan fyrir þessu er sem hér segir:x verður engill <=> x -> x + vængirMeð því að setja x = fugl í þessari almennu formúlu fáum viðfugl verður engill <=> fugl -> fugl + vængiro...
Hver var þessi Murphy sem lögmál Murphys er kennt við?
Hið svonefnda lögmál Murphys (e. Murphy's Law) hljóðar svona á ensku:If anything can go wrong, it will.Á íslensku er hefð fyrir því að þýða það eitthvað á þessa leið:Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gera það. Nokkrar tilgátur er á kreiki um hvers vegna lögmál þetta var eignað manni að nafni Murphy og ei...
Hvernig varð höfuðlúsin til?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) og fatalúsin sem einnig er nefnd búklús (Pediculus humanus humanus) eru dæmi um útsníkla, en svo nefnast sníkjudýr sem lifa utan á öðrum lífverum. Ekki er mikill munur á þessum tveimur deilitegundum en vistfræði þeirra er nokkuð ólík. Eins og nafnið gefur til kynna lifa höfuð...
Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?
Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...
Hvernig er stjórnkerfinu og hagkerfinu háttað í fríríkinu Kristjaníu?
Kristjanía í Kaupmannahöfn er hluti af danska ríkinu og íbúar hennar lúta því dönskum lögum eins og aðrir þegnar Danmerkur. Kristjanía hefur samt nokkra sérstöðu og í framkvæmd hefur dönskum lögum á sumum sviðum verið beitt með öðrum hætti þar en annars staðar. Þetta á aðallega við um fíkniefnalöggjöfina og að...